Íslensku kylfingarnir fara vel af stað í Slóvakíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. ágúst 2015 18:00 Mynd/gsimyndir.net Þrír kylfingar eru meðal tuttugu efstu kylfinganna eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem hófst í Slóvakíu í dag. Haraldur Franklín Magnússon úr Golfklúbb Reykjavíkur, líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag, deilir efsta sætinu með þremur öðrum kylfingum. Haraldur lék frábæran hring en hann tapaði ekki einu höggi á hringnum og fékk alls átta fugla, fjóra á fyrri níu holum vallarins og fjóra á seinni níu holum vallarins. Glæsilegur hringur hjá Haraldi sem tók einnig þátt í þessu móti á síðasta ári en hann komst ekki í gegn um niðurskurðinn þá. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur átti misjafnann dag en lauk fyrri níu holum dagins á tveimur höggum yfir pari. Hann bætti heldur betur upp fyrir það ás einni níu holum vallarins en hann fékk örn á báðum par 5 holum vallarins og nældi í þrjá fugla til viðbótar og lauk seinni níu holunum á 29 höggum eða sjö höggum undir pari. Deilir hann 13. sæti með sjö öðrum kylfingum. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili deilir tuttugusta sæti með níu öðrum kylfingum en Axel fékk tvo skolla og sex fugla á hringnum. Þetta er í þriðja sinn sem Axel tekur þátt á mótinu en hann lenti í 8-12 sæti á mótinu árið 2012. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili lék á 75 höggum í dag, Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness lauk leik á 77 höggum og Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék á 79 höggum en par vallarins er 72 högg. Sextíu efstu kylfingarnir komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu en niðurskurðurinn eftir fyrsta daginn er á einu höggi undir pari. Golf Tengdar fréttir Haraldur Franklín lék á átta höggum undir pari á degi eitt á EM Haraldur Franklín Magnús úr GR lék gríðarlega vel á fyrsta hringnum á Evrópumóti áhugamanna golfi í Slóvakíu í dag. 5. ágúst 2015 13:49 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þrír kylfingar eru meðal tuttugu efstu kylfinganna eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem hófst í Slóvakíu í dag. Haraldur Franklín Magnússon úr Golfklúbb Reykjavíkur, líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag, deilir efsta sætinu með þremur öðrum kylfingum. Haraldur lék frábæran hring en hann tapaði ekki einu höggi á hringnum og fékk alls átta fugla, fjóra á fyrri níu holum vallarins og fjóra á seinni níu holum vallarins. Glæsilegur hringur hjá Haraldi sem tók einnig þátt í þessu móti á síðasta ári en hann komst ekki í gegn um niðurskurðinn þá. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur átti misjafnann dag en lauk fyrri níu holum dagins á tveimur höggum yfir pari. Hann bætti heldur betur upp fyrir það ás einni níu holum vallarins en hann fékk örn á báðum par 5 holum vallarins og nældi í þrjá fugla til viðbótar og lauk seinni níu holunum á 29 höggum eða sjö höggum undir pari. Deilir hann 13. sæti með sjö öðrum kylfingum. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili deilir tuttugusta sæti með níu öðrum kylfingum en Axel fékk tvo skolla og sex fugla á hringnum. Þetta er í þriðja sinn sem Axel tekur þátt á mótinu en hann lenti í 8-12 sæti á mótinu árið 2012. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili lék á 75 höggum í dag, Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness lauk leik á 77 höggum og Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék á 79 höggum en par vallarins er 72 högg. Sextíu efstu kylfingarnir komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu en niðurskurðurinn eftir fyrsta daginn er á einu höggi undir pari.
Golf Tengdar fréttir Haraldur Franklín lék á átta höggum undir pari á degi eitt á EM Haraldur Franklín Magnús úr GR lék gríðarlega vel á fyrsta hringnum á Evrópumóti áhugamanna golfi í Slóvakíu í dag. 5. ágúst 2015 13:49 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Haraldur Franklín lék á átta höggum undir pari á degi eitt á EM Haraldur Franklín Magnús úr GR lék gríðarlega vel á fyrsta hringnum á Evrópumóti áhugamanna golfi í Slóvakíu í dag. 5. ágúst 2015 13:49