Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr Golfklúbb Reykjavíkur, lenti í dag í 22. sæti á Augsburg Classic golfmótinu en mótið var hluti af ProGolf mótaröðinni, þriðju sterkustu mótaröð Evrópu.
Þórður komst naumlega í gegn um niðurskurðinn í gær er hann kom inn á einu höggi yfir pari en hann var meðal síðustu kylfinganna sem sluppu í gegn.
Þórður var á tveimur höggum yfir pari eftir fimm holur í dag en á seinustu tíu holum vallarins fékk hann fimm fugla og fimm pör.
Skaust hann upp um 21 sæti og í 22. sæti með hringnum í dag, sjö höggum á eftir franska kylfingnum Romain Bechu sem stóð uppi sem sigurvegari.
Þórður Rafn lenti í 22. sæti á Augsburg Classic
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti



Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn


Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn