The Vintage Caravan í tónleikaferð með Europe Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. ágúst 2015 08:00 Hljómsveitin Vintage Caravan fer í sína fyrstu tónleikaferð erlendis sem aðalnúmerið. mynd/nicholas þór peter helgason Hljómsveitin The Vintage Caravan er á leið í tónleikaferð með sænsku rokkhljómsveitinni Europe, sem er líklega þekktust fyrir að hafa sent frá sér ofursmellinn The Final Countdown árið 1986. „Þeir höfðu samband við bókunarskrifstofuna okkar og bókarinn okkar lagði fram að við ættum að taka þennan túr með þeim. Það er erfitt að hafa ekki heyrt eitthvað af lögunum þeirra og ég veit að þetta verður rosalega gaman,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar, fullur tilhlökkunar. Hljómsveitirnar verða saman á tónleikaferð í tæpar þrjár vikur og ferðast um Skandinavíu, Eistland, Lettland, Litháen og víðar. Europe birti á Facebook síðu sinni færslu þar sem sveitin fer fögrum orðum um íslensku rokkarana og líkir þeim meðal annars við merkar hljómsveitir á borð við Black Sabbath og Rush. Íslensku rokkararnir í The Vintage Caravan gera út frá Sønderborg í Danmörku en sveitin flutti þangað á síðasta ári. „Við vorum allt seinasta ár hérna úti en komum heim til að taka upp nýju plötuna og vorum heima í 4-5 mánuði. Lífið er er rosa næs hérna úti og gerir okkur kleift að spila meira í Evrópu,“ segir Óskar Logi, en sveitin spilaði jafnframt á um hundrað tónleikum erlendis í fyrra. Þann 19. september hefst svo fyrsta tónleikaferð sveitarinnar á erlendri grundu þar sem hún er aðalnúmerið. „Við erum að fara að taka fyrsta headline-túrinn okkar í Bretlandi í september. Við verðum í rúma viku þar og svo erum við að spila nokkuð þétt út árið.“ Sveitin kom fram á Sonic Blast-tónlistarhátíðinni á afmælisdegi Óskars Loga fyrir skömmu og sungu áhorfendur afmælissönginn fyrir hann. „Þetta var skemmtilegt, það voru um tvö þúsund manns sem sungu fyrir mig,“ bætir Óskar Logi við. The Vintage Caravan hefur í hyggju að kom koma aftur til Íslands í október og halda útgáfutónleika en sveitin gaf út plötuna Arrival fyrr á þessu ári sem hefur fengið prýðis gagnrýni. Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin The Vintage Caravan er á leið í tónleikaferð með sænsku rokkhljómsveitinni Europe, sem er líklega þekktust fyrir að hafa sent frá sér ofursmellinn The Final Countdown árið 1986. „Þeir höfðu samband við bókunarskrifstofuna okkar og bókarinn okkar lagði fram að við ættum að taka þennan túr með þeim. Það er erfitt að hafa ekki heyrt eitthvað af lögunum þeirra og ég veit að þetta verður rosalega gaman,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar, fullur tilhlökkunar. Hljómsveitirnar verða saman á tónleikaferð í tæpar þrjár vikur og ferðast um Skandinavíu, Eistland, Lettland, Litháen og víðar. Europe birti á Facebook síðu sinni færslu þar sem sveitin fer fögrum orðum um íslensku rokkarana og líkir þeim meðal annars við merkar hljómsveitir á borð við Black Sabbath og Rush. Íslensku rokkararnir í The Vintage Caravan gera út frá Sønderborg í Danmörku en sveitin flutti þangað á síðasta ári. „Við vorum allt seinasta ár hérna úti en komum heim til að taka upp nýju plötuna og vorum heima í 4-5 mánuði. Lífið er er rosa næs hérna úti og gerir okkur kleift að spila meira í Evrópu,“ segir Óskar Logi, en sveitin spilaði jafnframt á um hundrað tónleikum erlendis í fyrra. Þann 19. september hefst svo fyrsta tónleikaferð sveitarinnar á erlendri grundu þar sem hún er aðalnúmerið. „Við erum að fara að taka fyrsta headline-túrinn okkar í Bretlandi í september. Við verðum í rúma viku þar og svo erum við að spila nokkuð þétt út árið.“ Sveitin kom fram á Sonic Blast-tónlistarhátíðinni á afmælisdegi Óskars Loga fyrir skömmu og sungu áhorfendur afmælissönginn fyrir hann. „Þetta var skemmtilegt, það voru um tvö þúsund manns sem sungu fyrir mig,“ bætir Óskar Logi við. The Vintage Caravan hefur í hyggju að kom koma aftur til Íslands í október og halda útgáfutónleika en sveitin gaf út plötuna Arrival fyrr á þessu ári sem hefur fengið prýðis gagnrýni.
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp