Góð stemmning var á Loftinu og ætlaði allt um koll að keyra þegar sýningu myndbandsins lauk en það þykir einstaklega vel heppnað og glæsilegt. Myndbandið er við endurgerð lagsins Enginn Þríkantur hér sem Leoncie sló sjálf í gegn með fyrir nokkrum árum.
Shades Of Reykjavík hafa átt talsvert við lagið og þykir samstarf þeirra og Leoncie hafa lukkast vonum framar.
Vonandi verður áframhald á samstarfi þessara miklu listamanna en myndbandið við snilldina má sjá hér að neðan.