Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Fylki í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna á Kópavogsvelli í gær.
Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í gær og tók meðfylgjandi myndir.
Þetta var tíundi sigur Breiðabliks í röð en liðið er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar.
Blikar höfðu mikla yfirburði í leiknum í gær og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en Fylkiskonum til happs átti Eva Ýr Helgadóttir góðan leik í marki þeirra. Þá brenndi Fanndís Friðriksdóttir af vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.
Aldís Kara Lúðvíksdóttir, Rakel Hönnudóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoruðu mörk Blika sem mæta Stjörnukonum í uppgjöri toppliðanna í næsta leik sínum, föstudaginn 21. ágúst.
Mörkin úr leik Breiðabliks og Fylkis má sjá á heimasíðu SportTV, eða með því að smella hér.
