McIlroy ver titilinn á PGA-meistaramótinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. ágúst 2015 15:30 Einn af bestu kylfingum heimsins í dag. Vísir/getty Rory McIlroy, norður-írski kylfingurinn, lauk æfingarhring á Whistling Straits vellinum um helgina en hann var nokkuð bjartsýnn á að hann myndi taka þátt á PGA-meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. McIlroy hefur titil að verja en hann varð meistari árið 2012 sem og 2014. Óvissa var um þátttöku Rory á mótinu eftir að hann sleit liðbönd í fótbolta með vinum sínum þann 4. laugardaginn síðastliðna. Missti hann tækifærinu að verja titilinn á Opna breska meistaramótinu fyrir vikið en í fjarveru hans stóð Zach Johnson uppi sem sigurvegari. McIlroy hefur undanfarnar vikur stefnt á að taka þátt í meistaramótinu en hann hefur ekki tekið þátt í móti í rúman mánuð. Hefði hann ekki tekið þátt að þessu sinni hefði ungstirnið Jordan Spieth átt möguleikann á því að slá hann af toppi heimslistans í golfi en norður-írski kylfingurinn virðist ekki ætla að gefast upp án þess að berjast. „Þetta gekk vel, það var gott að fá tilfinningu fyrir vellinum í dag. Ökklinn er mun betri, ég stefndi á að vera kominn aftur út á völl eftir fimm vikur og það var hárrétt metið hjá mér. Ég var örlítið stífur í byrjun en ég er annars í góðu standi.“ Golf Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Rory McIlroy, norður-írski kylfingurinn, lauk æfingarhring á Whistling Straits vellinum um helgina en hann var nokkuð bjartsýnn á að hann myndi taka þátt á PGA-meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. McIlroy hefur titil að verja en hann varð meistari árið 2012 sem og 2014. Óvissa var um þátttöku Rory á mótinu eftir að hann sleit liðbönd í fótbolta með vinum sínum þann 4. laugardaginn síðastliðna. Missti hann tækifærinu að verja titilinn á Opna breska meistaramótinu fyrir vikið en í fjarveru hans stóð Zach Johnson uppi sem sigurvegari. McIlroy hefur undanfarnar vikur stefnt á að taka þátt í meistaramótinu en hann hefur ekki tekið þátt í móti í rúman mánuð. Hefði hann ekki tekið þátt að þessu sinni hefði ungstirnið Jordan Spieth átt möguleikann á því að slá hann af toppi heimslistans í golfi en norður-írski kylfingurinn virðist ekki ætla að gefast upp án þess að berjast. „Þetta gekk vel, það var gott að fá tilfinningu fyrir vellinum í dag. Ökklinn er mun betri, ég stefndi á að vera kominn aftur út á völl eftir fimm vikur og það var hárrétt metið hjá mér. Ég var örlítið stífur í byrjun en ég er annars í góðu standi.“
Golf Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira