Handbolti

Valsmenn ætla sýna beint frá öllum heimaleikjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Geir Guðmundsson.
Geir Guðmundsson. vísir/pjetur
Handknattleiksdeild Vals hefur ákveðið að sýna frá öllum heimaleikjum liðanna í Olís-deild karla og kvenna í sjónvarpi.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vals en þar er Valur TV kynnt til sögunnar. Sum félög hafa nú þegar farið þessa leið og er þetta orðið ívið algengara.

Verkefnið verður unnið í sjálfboðavinnu en fram kemur á Facebook-síðunni en það verði kostnaðarsamt fyrir deildina að fjárfesta í tækjabúnaði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×