Golf

Bubba efstur á Barclays - Spieth úr leik

Bleiki driverinn virkar vel hjá Bubba á Barclays.
Bleiki driverinn virkar vel hjá Bubba á Barclays. Getty
Bubba Watson er í forystu á Barclays meistaramótinu eftir tvo hringi en hann er á sjö höggum undir pari eftir að hafa leikið Plainfield völlinn á 68 höggum eða tveimur undir pari í gær.

Hann á eitt högg á Tony Finau, Zach Johnson, Jason Dufner og Henrik Stenson sem koma á sex undir pari en skor þátttakenda hefur ekki verið mjög lágt hingað til enda aðstæður á Plainfield vellinum með erfiðasta móti.

Það eru þó flestir að tala um frammistöðu Jordan Spieth en hann lék fyrstu 36 holurnar á sjö höggum yfir pari og missti af niðurskurðinum með fimm höggum.

Spieth komst í efsta sæti heimslistans í golfi fyrir stuttu og hann gæti misst Rory McIlroy upp fyrir sig í næstu viku eftir frammistöðuna um helgina en þetta er í fyrsta sinn í tíu mánuði sem hann leikur tvo hringi í röð yfir pari á PGA-mótaröðinni.

Bein útsending frá þriðja hring hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×