Valsmenn verða án Thomas Guldborg Christensen í lokaumferðum Pespi-deildar karla í fótbolta.
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, staðfesti við Fótbolta.net í kvöld að Christensen sé farinn til danska liðsins Lyngby BK.
„Hann hefur reynst okkur frábærlega og verið hreint magnaður. En glugginn er að loka og þetta er niðurstaðan," sagði Sigurbjörn við Fótbolta.net.
Lyngby BK er í toppbaráttunni í dönsku b-deildinni og er sem stendur í 3. sæti eftir fimm umferðir, tveimu stigum á eftir toppliði FC Fredericia.
Christensen var ekki með í sigurleiknum á Fylki í síðustu umferð og síðasti leikur hans var því 1-1 jafnteflisleikur á móti Fjölni í Grafarvogi.
Thomas Guldborg Christensen hefur átt frábært sumar í vörn Valsmanna en hann kom inn í liðið eftir 3-0 tap fyrir Leikni í fyrsta leik.
Valsmenn hafa verið í toppbaráttunni síðan og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn á dögunum eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleiknum.
Thomas Guldborg Christensen spilaði alls 17 leiki í deild og bikar með Val í sumar og Hlíðarendaliðið vann 10 þeirra.
Valsmenn selja Christensen til Lyngby
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti



„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

