Hjörtur um Hermann Hreiðarsson: Hann var kolbrjálaður frá fyrstu mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2015 11:29 Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku í fyrri hálfleik í leik Árbæinga og Valsmanna á mánudaginn. Hermann var mjög ósáttur við frammistöðu velska dómarans Iwan Griffith og lét hann og aðstoðarmenn hans óspart heyra það. Á endanum fékk Walesverjinn nóg og sendi Eyjamanninn upp í stúku. Daginn eftir var Hermann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu þar sem hann fór mikinn. Hermann talaði m.a. um að hann ætlaði að hafa þrjár æfingar í viku þar sem hann ætlaði að kenna leikmönnum sínum að henda sér niður til að fiska aukaspyrnur og að hin svokölluðu stæóru lið fengju alla dóma með sér. Viðtalið við Hermann má hlusta á með því að smella hér. Hluti af því var spilaður í Pepsi-mörkunum í gær og að því loknu ræddu Hörður Magnússon og sérfræðingar hans, áðurnefndur Hjörtur og Kristján Guðmundsson, um framkomu Hermanns og ummæli hans í Akraborginni.Hermann er fyrirmynd „Mér finnst þau vond,“ sagði Kristján Guðmundsson um ummæli Hermanns. „Það er ekki svona sem þjálfari í úrvalsdeild á að tala. Hann er ákveðin fyrirmynd, fyrir liðið sitt, aðra þjálfara í deildinni og þjálfara í neðri deildunum líka. „Hann verður að stilla sig af þarna. Hann er kannski enn leikmaður, þar sem hann fékk útrás við að spila leikinn. En spennustigið á þjálfaranum fyrir utan völlinn er allt öðruvísi.“ Hjörtur var sömuleiðis ekki hrifinn af hegðun Hermanns á hliðarlínunni og sagði að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær hann yrði rekinn af velli. „Þarna eru dómararnir að biðja hann um að slaka á. Þarna er Hermann búinn að vera, ég segi bara, kolbrjálaður frá fyrstu mínútu. Hann var að æsa sig við Gunnar Helgason, sem er fjórði dómari, nánast frá fyrstu mínútu,“ sagði Hjörtur og bætti við. „Spennustigið hjá Hermanni í þessum leik var alltof hátt. Hann var kolbrjálaður á hliðarlínunni og var verðskuldað rekinn út af. „Menn geta talað um að vera ástríðufullir en hann er náttúrulega mjög reiður þarna.“Þetta gengur ekki upp Þegar Hermann gekk af velli var hann með óviðeigandi handahreyfingar og spurði Hörður hvort þetta væri honum ekki til skammar? „Hermann er sennilega ennþá leikmaðurinn sem fékk útrás inni á vellinum og þar viðgekkst kannski eitthvað slíkt sem hann var að gera,“ svaraði Kristján. „En ekki sem þjálfarinn og fyrirmyndin. Þetta gengur ekki upp.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku í fyrri hálfleik í leik Árbæinga og Valsmanna á mánudaginn. Hermann var mjög ósáttur við frammistöðu velska dómarans Iwan Griffith og lét hann og aðstoðarmenn hans óspart heyra það. Á endanum fékk Walesverjinn nóg og sendi Eyjamanninn upp í stúku. Daginn eftir var Hermann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu þar sem hann fór mikinn. Hermann talaði m.a. um að hann ætlaði að hafa þrjár æfingar í viku þar sem hann ætlaði að kenna leikmönnum sínum að henda sér niður til að fiska aukaspyrnur og að hin svokölluðu stæóru lið fengju alla dóma með sér. Viðtalið við Hermann má hlusta á með því að smella hér. Hluti af því var spilaður í Pepsi-mörkunum í gær og að því loknu ræddu Hörður Magnússon og sérfræðingar hans, áðurnefndur Hjörtur og Kristján Guðmundsson, um framkomu Hermanns og ummæli hans í Akraborginni.Hermann er fyrirmynd „Mér finnst þau vond,“ sagði Kristján Guðmundsson um ummæli Hermanns. „Það er ekki svona sem þjálfari í úrvalsdeild á að tala. Hann er ákveðin fyrirmynd, fyrir liðið sitt, aðra þjálfara í deildinni og þjálfara í neðri deildunum líka. „Hann verður að stilla sig af þarna. Hann er kannski enn leikmaður, þar sem hann fékk útrás við að spila leikinn. En spennustigið á þjálfaranum fyrir utan völlinn er allt öðruvísi.“ Hjörtur var sömuleiðis ekki hrifinn af hegðun Hermanns á hliðarlínunni og sagði að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær hann yrði rekinn af velli. „Þarna eru dómararnir að biðja hann um að slaka á. Þarna er Hermann búinn að vera, ég segi bara, kolbrjálaður frá fyrstu mínútu. Hann var að æsa sig við Gunnar Helgason, sem er fjórði dómari, nánast frá fyrstu mínútu,“ sagði Hjörtur og bætti við. „Spennustigið hjá Hermanni í þessum leik var alltof hátt. Hann var kolbrjálaður á hliðarlínunni og var verðskuldað rekinn út af. „Menn geta talað um að vera ástríðufullir en hann er náttúrulega mjög reiður þarna.“Þetta gengur ekki upp Þegar Hermann gekk af velli var hann með óviðeigandi handahreyfingar og spurði Hörður hvort þetta væri honum ekki til skammar? „Hermann er sennilega ennþá leikmaðurinn sem fékk útrás inni á vellinum og þar viðgekkst kannski eitthvað slíkt sem hann var að gera,“ svaraði Kristján. „En ekki sem þjálfarinn og fyrirmyndin. Þetta gengur ekki upp.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti