Ávanabindandi uppbygging Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2015 12:00 Leikurinn er skemmtilegur og ávanabindandi og er grafík leiksins góð miðað við að um snjalltækjaleik er að ræða. Vísir/Bethesda Fallout Shelter er snjalltækjaleikur sem gengur út að byggja neðanjarðarbyrgi þar sem eftirlifendur kjarnorkustyrjaldar geta haldið til. Jörðin er orðin að geislavirkri auðn og þar halda til hættuleg stökkbreytt dýr sem og hættulegt fólk. Leikurinn er skemmtilegur og ávanabindandi og er grafík leiksins góð miðað við að um snjalltækjaleik er að ræða. Leikurinn kom fyrst út fyrir iOs stýrikerfi Apple í júní og Android nú í ágúst.Fallout Shelter hefur ekki mikla dýpt. Hann gengur út á að safna nýju fólki og auka framleiðslugetu byrgisins og að verja það gegn árásum. Fleira fólk, meiri framleiðsla og betri varnir. Aftur og aftur. Hann býður þó upp á að senda íbúa byrgisins út í auðnina til þess að safna peningum (flösku töppum), vopnum og klæðnaði. Þær sendiferðir bjóða oft á tíðum upp á töluverðan húmor, sem þeir sem þekkja Fallout-heiminn ættu að kannast við. Það sem undirritaður saknar þó mest í leiknum er að geta ekki sett upp hinar ýmsu tilraunir á íbúum byrgisins, eins og frægt er í Fallout heiminum. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Fallout Shelter er snjalltækjaleikur sem gengur út að byggja neðanjarðarbyrgi þar sem eftirlifendur kjarnorkustyrjaldar geta haldið til. Jörðin er orðin að geislavirkri auðn og þar halda til hættuleg stökkbreytt dýr sem og hættulegt fólk. Leikurinn er skemmtilegur og ávanabindandi og er grafík leiksins góð miðað við að um snjalltækjaleik er að ræða. Leikurinn kom fyrst út fyrir iOs stýrikerfi Apple í júní og Android nú í ágúst.Fallout Shelter hefur ekki mikla dýpt. Hann gengur út á að safna nýju fólki og auka framleiðslugetu byrgisins og að verja það gegn árásum. Fleira fólk, meiri framleiðsla og betri varnir. Aftur og aftur. Hann býður þó upp á að senda íbúa byrgisins út í auðnina til þess að safna peningum (flösku töppum), vopnum og klæðnaði. Þær sendiferðir bjóða oft á tíðum upp á töluverðan húmor, sem þeir sem þekkja Fallout-heiminn ættu að kannast við. Það sem undirritaður saknar þó mest í leiknum er að geta ekki sett upp hinar ýmsu tilraunir á íbúum byrgisins, eins og frægt er í Fallout heiminum.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira