Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 6-0 | Blikar einum sigri frá titlinum Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 25. ágúst 2015 09:28 Blikar fagna einu marka sinna í dag. Vísir/Andri Marinó Breiðablik vann öruggan sigur á Val, 6-0, í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið náði samt sem áður ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum. Stjarnan vann einnig sinn leik fyrir norðan.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Blikar hófu leikinn með miklum látum en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Blikar náðu fínni fyrirgjöf fyrir mark Valsara og markið kom upp úr þeirri fyrirgjöf. Þórdís María Aikman, markvörður Vals, fór út í skelfilegt úthlaup, boltinn barst að lokum til Andreu, sem lagði boltann í autt markið. Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals, stóð ein eftir á marklínunni og gat lítið gert í málunum. Blikar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og það eina sem sást frá Valsliðinu voru misheppnuð skot utan af velli. Heimastúlkur náðu að bæta við öðru marki á markamínútunni sjálfri, þeirri 43. þegar Fanndís Friðriksdóttir hamraði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig. Heimastúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn á því að skora tvö mörk á stuttum tíma og staðan var orðin 4-0. Fanndís Friðriks skoraði þá sitt annað mark og Telma Hjaltalín skoraði einnig. Þegar hálftími var eftir af leiknum var hann í raun búinn. Fanndís átti eftir að skora sitt þriðja mark í leiknum og kom það rétt undir lok leiksins. Þá kórónaði hún frábæran leik sinn og lék sér einfaldlega að varnarmönnum Vals og innsiglaði þrennuna. Svava Rós Guðmundsdóttir innsiglaði magnaðan sigur Blika í kvöld og gerði sjötta mark þeirra í leiknum. Blikar unnu gríðarlega þægilegan sigur á Val í kvöld. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Breiðablik er einfaldlega með mikið betra lið. Blikar þurfa því einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn. Fanndís: Þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á„Þrátt fyrir að það hafi verið 2-0 fyrir okkur í hálfleik, þá vorum við ekkert að spila frábærlega vel,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, markaskorari Blika, eftir sigurinn. „En ef leikir fara 6-0 þá segir það manni að hann var ekkert svo erfiður. Við nálguðumst þennan leik bara eins og alla aðra og ætluðum að fara í hann eins og alla aðra, með það hugafar að vinna.“ Fanndís segir að núna sé mjög mikilvægt að hafa hausinn rétt skrúfaðan á.+ „Ef það er ekki þannig, þá getur þetta farið illa. Við þurfum að stilla spennustigið og gíra okkur upp í það að klára þetta almennilega.“ Ólafur: Ekki svona mikill gæðamunur á þessum liðum„Ég get ekki viðurkennt að gæðamunurinn sé svona mikill á liðunum,“ segir Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum með ákveðið leikskipulag inn í leikinn, en fáum á okkur mark strax í upphafi. Eftir það var þetta erfitt en við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn.“ Hann segir að með smá meiri gæðum hjá hans leikmönnum hefði liðið getað opnað vörn Blika betur. „Við ætluðum síðan bara að halda áfram í síðari hálfleiknum en þegar leið á hann fór að bera á óþolinmæði hjá mínum leikmönnum. Þá fóru menn að fara úr stöðu og svona og þá opnast fyrir þessa hröðu framherja Breiðabliks.“ Ólafur segir að það sé enginn möguleiki á því að titillinn fari eitthvað annað en til Blika í ár. „Þær fengu þrjá sigurvegara frá Val fyrir tímabilið, stelpur sem kunna að vinna og það hjálpar liðinu gríðarlega.“vísir/getty Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Sjá meira
Breiðablik vann öruggan sigur á Val, 6-0, í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið náði samt sem áður ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum. Stjarnan vann einnig sinn leik fyrir norðan.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Blikar hófu leikinn með miklum látum en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Blikar náðu fínni fyrirgjöf fyrir mark Valsara og markið kom upp úr þeirri fyrirgjöf. Þórdís María Aikman, markvörður Vals, fór út í skelfilegt úthlaup, boltinn barst að lokum til Andreu, sem lagði boltann í autt markið. Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals, stóð ein eftir á marklínunni og gat lítið gert í málunum. Blikar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og það eina sem sást frá Valsliðinu voru misheppnuð skot utan af velli. Heimastúlkur náðu að bæta við öðru marki á markamínútunni sjálfri, þeirri 43. þegar Fanndís Friðriksdóttir hamraði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig. Heimastúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn á því að skora tvö mörk á stuttum tíma og staðan var orðin 4-0. Fanndís Friðriks skoraði þá sitt annað mark og Telma Hjaltalín skoraði einnig. Þegar hálftími var eftir af leiknum var hann í raun búinn. Fanndís átti eftir að skora sitt þriðja mark í leiknum og kom það rétt undir lok leiksins. Þá kórónaði hún frábæran leik sinn og lék sér einfaldlega að varnarmönnum Vals og innsiglaði þrennuna. Svava Rós Guðmundsdóttir innsiglaði magnaðan sigur Blika í kvöld og gerði sjötta mark þeirra í leiknum. Blikar unnu gríðarlega þægilegan sigur á Val í kvöld. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Breiðablik er einfaldlega með mikið betra lið. Blikar þurfa því einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn. Fanndís: Þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á„Þrátt fyrir að það hafi verið 2-0 fyrir okkur í hálfleik, þá vorum við ekkert að spila frábærlega vel,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, markaskorari Blika, eftir sigurinn. „En ef leikir fara 6-0 þá segir það manni að hann var ekkert svo erfiður. Við nálguðumst þennan leik bara eins og alla aðra og ætluðum að fara í hann eins og alla aðra, með það hugafar að vinna.“ Fanndís segir að núna sé mjög mikilvægt að hafa hausinn rétt skrúfaðan á.+ „Ef það er ekki þannig, þá getur þetta farið illa. Við þurfum að stilla spennustigið og gíra okkur upp í það að klára þetta almennilega.“ Ólafur: Ekki svona mikill gæðamunur á þessum liðum„Ég get ekki viðurkennt að gæðamunurinn sé svona mikill á liðunum,“ segir Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum með ákveðið leikskipulag inn í leikinn, en fáum á okkur mark strax í upphafi. Eftir það var þetta erfitt en við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn.“ Hann segir að með smá meiri gæðum hjá hans leikmönnum hefði liðið getað opnað vörn Blika betur. „Við ætluðum síðan bara að halda áfram í síðari hálfleiknum en þegar leið á hann fór að bera á óþolinmæði hjá mínum leikmönnum. Þá fóru menn að fara úr stöðu og svona og þá opnast fyrir þessa hröðu framherja Breiðabliks.“ Ólafur segir að það sé enginn möguleiki á því að titillinn fari eitthvað annað en til Blika í ár. „Þær fengu þrjá sigurvegara frá Val fyrir tímabilið, stelpur sem kunna að vinna og það hjálpar liðinu gríðarlega.“vísir/getty
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn