Ef þú ætlar þér að vera öruggur um sjá One Direction á sviði þá er innan skamms rétti tíminn til þess. Séu heimildir The Guardian réttar verður tónleikaferðalag þeirra núna það síðasta þeirra í bili.
Er ferðalaginu lýkur munu þeir Harry, Liam, Louis og Niall fara hver í sína áttina og taka sér hvíld frá hvor öðrum í ár hið minnsta. til að einbeita sér að sólóverkefnum.
„Þeir hafa starfað saman í fimm ár sem er heil eilífð í strákabandaárum. Þeir eiga skilið að fá í það minnsta árs hvíld á hvor öðrum,“ segir heimildarmaður blaðsins. Hann bætir því að vísu við að hljómsveitin sé ekki að hætta en það sé óvíst hvenær þeir komi saman aftur.
Síðustu tónleikar sveitarinnar, í bili að minnsta kosti, verða í Sheffield þann 31. október næstkomandi.
