Verkið byggt á Guð blessi Ísland ræðu Geirs H. Haarde Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. ágúst 2015 09:00 Halldór Smárason er hér ásamt Petter Ekman í hljóðverinu í Gautaborg en þeir eru saman í listahópnum Errata Collective ásamt þeim Finni Karlssyni og Hauki Þór Harðarsyni sem vantar á myndina. Mynd/Haukur Þór Harðarson „Þetta er frábær ræða, hún er mjög dramatísk og ég reyni að draga stemninguna fram í verkinu,“ segir tónlistarmaðurinn Halldór Smárason. Hann byggir sitt nýjasta tónverk á ræðu Geirs H. Haarde, sem oftast er titluð Guð blessi Ísland og var flutt í beinni útsendingu mánudaginn 6. október 2008. Auk tónverksins notast Halldór einnig við myndefni frá viðtalinu. „Það má segja að Geir fari með mikinn leiksigur en rödd hans og orðanotkun er einnig stór hluti af hljóðmynd verksins,“ bætir Halldór við. Hann er nú kominn til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann hljóðritar verkið en hann er þó ekki einn að verki þar. „Ég ásamt listahópnum mínum, Errata Collective, verð í Gautaborg í tíu daga að taka upp plötu með nýrri músík eftir þau fjögur tónskáld sem mynda hópinn. Við erum að vinna hér með sænska pródúsernum Erik Berndtsson og stefnum á útgáfu plötu í vetur,“ útskýrir Halldór. Ásamt Halldóri skipa þeir Finnur Karlsson, Haukur Þór Harðarson og Petter Ekman hópinn en þeir kynntust þegar þeir lærðu tónsmíðar við Listaháskóla Íslands. „Við erum miklir vinir og ákváðum að stofna þetta félag til að koma okkur áfram og til að geta unnið að sameiginlegum verkefnum. Við höfum líka verið að fá aðra listamenn með okkur eins og til dæmis grafíska hönnuði, hljóðfæraleikara og alls kyns fólk, og stefnum að frekara samstarfi með fjölbreyttum listamönnum.“ Hann segir verkefnið einkar spennandi sökum þess að verkin eru sérstaklega samin fyrir hljóðver en ekki fyrir hefðbundna tónleika. „Þetta er spennandi verkefni þar sem við erum í raun að fara í skapandi vinnu inni í hljóðveri í staðinn fyrir á æfingum fyrir hefðbundna tónleika, eins og nútímatónlist er jafnan samin fyrir. Við verðum í stúdíóinu í níu daga og erum að fá nokkra frábæra hljóðfæraleikara með okkur, þau Maríu Ösp Ómarsdóttur, Ragnar Jónsson og Unu Sveinbjarnardóttur auk tónmeistarans Ragnheiðar Jónsdóttur.“ Halldór hefur haft í nógu að snúast að undanförnu, hann hefur verið að útsetja og leika undir hjá Sætabrauðsdrengjunum og þá var honum ásamt tveimur öðrum tónskáldum boðið að semja nýtt verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands í gegnum samstarfsverkefnið Yrkju, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og Sinfóníuhljómsveitarinnar. Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er frábær ræða, hún er mjög dramatísk og ég reyni að draga stemninguna fram í verkinu,“ segir tónlistarmaðurinn Halldór Smárason. Hann byggir sitt nýjasta tónverk á ræðu Geirs H. Haarde, sem oftast er titluð Guð blessi Ísland og var flutt í beinni útsendingu mánudaginn 6. október 2008. Auk tónverksins notast Halldór einnig við myndefni frá viðtalinu. „Það má segja að Geir fari með mikinn leiksigur en rödd hans og orðanotkun er einnig stór hluti af hljóðmynd verksins,“ bætir Halldór við. Hann er nú kominn til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann hljóðritar verkið en hann er þó ekki einn að verki þar. „Ég ásamt listahópnum mínum, Errata Collective, verð í Gautaborg í tíu daga að taka upp plötu með nýrri músík eftir þau fjögur tónskáld sem mynda hópinn. Við erum að vinna hér með sænska pródúsernum Erik Berndtsson og stefnum á útgáfu plötu í vetur,“ útskýrir Halldór. Ásamt Halldóri skipa þeir Finnur Karlsson, Haukur Þór Harðarson og Petter Ekman hópinn en þeir kynntust þegar þeir lærðu tónsmíðar við Listaháskóla Íslands. „Við erum miklir vinir og ákváðum að stofna þetta félag til að koma okkur áfram og til að geta unnið að sameiginlegum verkefnum. Við höfum líka verið að fá aðra listamenn með okkur eins og til dæmis grafíska hönnuði, hljóðfæraleikara og alls kyns fólk, og stefnum að frekara samstarfi með fjölbreyttum listamönnum.“ Hann segir verkefnið einkar spennandi sökum þess að verkin eru sérstaklega samin fyrir hljóðver en ekki fyrir hefðbundna tónleika. „Þetta er spennandi verkefni þar sem við erum í raun að fara í skapandi vinnu inni í hljóðveri í staðinn fyrir á æfingum fyrir hefðbundna tónleika, eins og nútímatónlist er jafnan samin fyrir. Við verðum í stúdíóinu í níu daga og erum að fá nokkra frábæra hljóðfæraleikara með okkur, þau Maríu Ösp Ómarsdóttur, Ragnar Jónsson og Unu Sveinbjarnardóttur auk tónmeistarans Ragnheiðar Jónsdóttur.“ Halldór hefur haft í nógu að snúast að undanförnu, hann hefur verið að útsetja og leika undir hjá Sætabrauðsdrengjunum og þá var honum ásamt tveimur öðrum tónskáldum boðið að semja nýtt verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands í gegnum samstarfsverkefnið Yrkju, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp