Anna Sólveig Snorradóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er með eins högga forystu á Signý Arnórsdóttir, Tinnu Jóhannsdóttir og Kareni Guðnadóttir fyrir lokahringinn á Nýherjamótinu sem fram fer á Urriðavelli.
Spilaðar voru 36 holur í dag, en Anna Sólveig spilaði fyrri hringinn á 72 höggum og þann seinni á 75 höggum. Það gerir fimm högg yfir pari.
Signý Arnórsdóttir, GK, Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, eru allar sex höggum yfir pari, en Særós Eva Óskarsdótitr, GKG, er í fimmta sætinu á fjórtán yfir pari.
Mótið er lokamótið á Eimskipsmótaröðinni, en Tinna er efst á stigalistanum. Signý Arnórsdóttir er þó ekki langt undan og getur því allt gerst á lokahringnum á morgun.
Staðan fyrir lokahringinn:
1. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 147 högg (72-75) + 5 2.-4. Signý Arnórsdóttir, GK 148 högg (73-75) + 6
2.-4. Tinna Jóhannsdóttir, GK 148 högg (72-76) + 6 2.-4. Karen Guðnadóttir, GS 148 högg (71-77) + 6
5. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 156 högg (79-77)+ 14
Anna Sólveig leiðir fyrir lokahringinn
Anton Ingi Leifsson skrifar
