Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Breiðablik 0-1 | Blikar með níu fingur á titlinum Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 21. ágúst 2015 11:43 Breiðablik er komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn eftir 0-1 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu með frábæru skoti. Þetta var 15. mark Fanndísar í sumar en hún er markahæst í Pepsi-deildinni.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Garðabænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Blikar eru nú með sjö stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af deildinni og því lítur allt út fyrir að Breiðablik sé að fara að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2005. Breiðablik á eftir að spila við Selfoss og Þór/KA á útivelli en þær eru með of gott lið og hafa spilað of vel í sumar til að klúðra þessu. Eins og oftast í sumar var varnarleikur Blika frábær en liðið hélt hreinu í 11. leiknum í röð í kvöld. Alls eru 1010 mínútur síðan Breiðablik fékk síðast á sig mark. Það er mögnuð tölfræði. Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, sérstaklega seinni hluta hans. Stjörnukonur voru ívið meira með boltann en sóknaruppbygging þeirra var ómarkviss og þær gripu alltof til þess ráðs að senda langar sendingar fram völlinn sem sterk vörn Breiðabliks réði vel við. Fremstu leikmenn Stjörnunnar komust lítið í takt við leikinn og Harpa Þorsteinsdóttir fékk varla boltann nema hún kæmi sjálf langt niður á völlinn til að sækja hann. Annars voru miðverðirnir sterku Guðrún Arnardóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir með þennan frábæra markaskorara í vasanum í kvöld. Hallbera Gísladóttir spilaði svo vel á hina brasilísku Poliönu á hægri kantinum en hún hafði farið vel af stað með Stjörnuliðinu og gert sex mörk í fjórum leikjum fyrir leikinn í kvöld. Umrædd Poliana kom samt að besta færi heimakvenna í fyrri hálfleiknum þegar hún átti stórhættulega sendingu fyrir frá hægri sem Ana Victoria Cate rétt missti af. Annars voru gestirnir úr Kópavoginum hættulegri aðilinn. Svava Rós Guðmundsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir voru hættulegar á köntunum þótt þær væru að spila ólíka rullu. Svava hélt sig nær hliðarlínunni og átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem nýttust ekki. Fanndís var aftur á móti dugleg að koma inn á völlinn af vinstri kantinum og keyra á vörn Stjörnunnar. Einn slíkur sprettur skilaði góðu færi fyrir Aldísi Köru Lúðvíksdóttur á 29. mínútu en hún náði ekki nógu góðu skoti á markið og Sandra varði. Hún varði sömuleiðis vel frá Fanndísi átta mínútum eftir eftir góðan undirbúning Svövu á hægri kantinum. Fanndís átti einnig hornspyrnu sem datt ofan á þverslána og Svava skot sem Sandra varði undir lok fyrri hálfleiks. Markið lá í loftinu en kom ekki. Blikar þurftu þó aðeins bíða í fjórar mínútur eftir markinu í seinni hálfleik. Fanndís var þar að verki með frábæru skoti rétt utan vítateigs. Markadrottningin fékk boltann frá Fjollu Sjalla við vítateigslínuna vinstra megin, tók eina létta gabbhreyfingu og þrumaði svo boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Söndru. Eftir markið datt leikurinn talsvert niður. Stjörnukonur voru meira með boltann en áttu engin svör við varnarleik Blika. Þær gerðu ótal mistök í sendingum og þar að auki vantaði alla hugmyndaauðgi í sóknarleik heimakvenna. Kýpur-ferðin á dögunum, þar sem Stjarnan spilaði þrjá leiki á sex dögum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, hefur eflaust haft sitt að segja en það afsakar ekki ákefðarleysið og slenið sem var yfir Stjörnuliðinu í kvöld. Poliana átti ágætis skot sem smaug framhjá á 69. mínútu og sjö mínútum seinna fékk Rachel Pitman besta færi Stjörnunnar en skaut beint á Sonný Láru Þráinsdóttir, góðan markvörð Breiðabliks. Önnur færi fékk Stjarnan ekki og Blikar héldu nokkuð þægilega út. Það braust svo út mikill fögnuður meðal leikmanna, og ekki síst fjölmargra stuðningsmanna Breiðabliks, þegar Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautaði til leiksloka. Og ekki að ástæðulausu. Íslandsmeistaratitilinn er á leið í Kópavoginn eftir tíu ára bið.Fanndís: Fannst þær ekki líklegar til að skora "Nei, ekki strax en við tókum stórt skref í áttina að honum í kvöld," svaraði Fanndís Friðriksdóttir þegar blaðamaður Vísis spurði hana hvort ekki væri óhætt að óska Breiðabliki til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn eftir 0-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur en Blikar eru nú sjö stigum á undan Garðbæingum þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. Það þarf því ansi margt að ganga á ef Breiðablik verður ekki meistari. "Það er frábært að þurfa bara að skora eitt, því við höldum alltaf hreinu. Þetta var frábært," sagði Fanndís sem skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu. Það dugði til sigurs því Breiðablik hélt hreinu í 11. leiknum í röð í kvöld. En var þetta sanngjarn sigur að mati Fanndísar? "Já, mér fannst það. Við áttum opnari færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við hefðum kannski átt að gera betur í seinni hálfleik og keyra yfir þær en féllum óvenju langt aftur á völlinn," sagði Fanndís sem leið vel þrátt fyrir að staðan væri bara 0-1. "Það getur alltaf dottið inn mark en samt fannst mér þær ekki líklegar til að skora." Kópavogsbúar fjölmenntu á Samsung-völlinn í kvöld og höfðu hátt. Fanndís var að vonum ánægð með stuðninginn sem Blikar fengu í kvöld frá stuðningsmannasveitinni Kópacabana. "Þeir eru frábærir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem þeir eru svona og þetta hjálpaði mikið til í kvöld," sagði Fanndís að endingu.Guðrún: Þetta er ekki búið Þrátt fyrir sigur á Stjörnunni í kvöld og sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna segir Guðrún Arnardóttir, miðvörður Blika, ekki tímabært að stimpla liðið sem Íslandsmeistara. "Nei, alls ekki. Það eru fjórir leikir eftir og við verðum að klára þá almennilega. Þetta var eitt skref í átt að titlinum en það eru enn fjögur eftir." Hún viðurkennir þó að Blikar hafi tekið stórt skref í átt að titlinum með sigrinum í kvöld. "Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og kemur okkur í ágæta stöðu. En þetta er ekki búið," sagði Guðrún sem hefur spilað eins og engill í hjarta Blikavarnarinnar í sumar en liðið hélt hreinu í 11. leiknum í röð í kvöld. Guðrún segist ekki hafa verið neitt sérstaklega hrædd um að Stjarnan myndi skora í kvöld. "Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá fannst það ekki. Fengu þær eitthvað opið færi? Ég held ekki," sagði Guðrún. "Við vinnum ótrúlega vel saman, allt liðið. Vörnin byrjar fremst á vellinum og það er allt liðið sem skilar því að við höldum hreinu." Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu með frábæru skoti. Guðrún segir það hafa verið sætt að sjá boltann í netinu. "Fanndís er frábær leikmaður og við fengum fleiri tækifæri til að skora," sagði Guðrún sem hrósaði stuðningsmönnum Breiðabliks sem létu vel í sér heyra í kvöld. "Ertu að grínast? Þetta er æðislegt. Þessir strákar eru æðislegir og það er þvílíkur munur að hafa þá. Maður fær bara gæsahúð að hlusta á þá og "peppast" þvílíkt upp," sagði Guðrún að lokum.Ólafur: Titilinn er þeirra Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að möguleikinn á Íslandsmeistaratitlinum sé nánast úr sögunni eftir 0-1 tap fyrir Breiðabliki í kvöld. "Hann er orðinn mjög langsóttur eftir þetta tap. Þær eru með afgerandi forystu og eru búnar að spila vel í sumar, þannig að ég held að titilinn sé þeirra í sumar," sagði Ólafur. Hann sagði jafnframt að jafntefli hefðu sennilega verið sanngjörnustu úrslitin í kvöld. "Jafntefli hefði verið sanngjarnt í þessum leik. Það er ekki mikið um færi og mikil barátta hjá tveimur góðum liðum. Þetta datt inn hjá þeim meðan við nýttum ekki þau fáu færi sem við fengum." Ekki er langt síðan Stjarnan kom heim frá Kýpur þar sem liðið lékþrjá leiki á sex dögum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Ólafur segir að ferðin hafi ekki setið í sínum leikmönnum í kvöld. "Nei, við ætlum ekkert að afsaka okkur með því. Við vissum að við værum að fara að spila hörkutörn í ágúst og við vildum það. Því miður gekk þetta ekki hjá okkur í kvöld en þetta er búið að vera skemmtilegt mót," sagði Ólafur en það er enn nóg eftir af tímabilinu hjá Stjörnunni; fjórir deildarleikir, bikarúrslitaleikur og svo Meistaradeildin. "Við þurfum að klára þetta með sóma og fara í alla leiki til að vinna þá. Það er nóg að gerast en þetta er samt fúlt. Þetta er ekki það sem við ætluðum okkur en stundum er þetta svona," sagði Ólafur að lokum.Fanndís Friðriksdóttir.Vísir/AntonVísir/AntonGuðrún Arnardóttir.Vísir/AntonFanndís Friðriksdóttir skoraði sigurmarkið í kvöld.Vísir/Anton Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Breiðablik er komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn eftir 0-1 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu með frábæru skoti. Þetta var 15. mark Fanndísar í sumar en hún er markahæst í Pepsi-deildinni.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Garðabænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Blikar eru nú með sjö stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af deildinni og því lítur allt út fyrir að Breiðablik sé að fara að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2005. Breiðablik á eftir að spila við Selfoss og Þór/KA á útivelli en þær eru með of gott lið og hafa spilað of vel í sumar til að klúðra þessu. Eins og oftast í sumar var varnarleikur Blika frábær en liðið hélt hreinu í 11. leiknum í röð í kvöld. Alls eru 1010 mínútur síðan Breiðablik fékk síðast á sig mark. Það er mögnuð tölfræði. Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, sérstaklega seinni hluta hans. Stjörnukonur voru ívið meira með boltann en sóknaruppbygging þeirra var ómarkviss og þær gripu alltof til þess ráðs að senda langar sendingar fram völlinn sem sterk vörn Breiðabliks réði vel við. Fremstu leikmenn Stjörnunnar komust lítið í takt við leikinn og Harpa Þorsteinsdóttir fékk varla boltann nema hún kæmi sjálf langt niður á völlinn til að sækja hann. Annars voru miðverðirnir sterku Guðrún Arnardóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir með þennan frábæra markaskorara í vasanum í kvöld. Hallbera Gísladóttir spilaði svo vel á hina brasilísku Poliönu á hægri kantinum en hún hafði farið vel af stað með Stjörnuliðinu og gert sex mörk í fjórum leikjum fyrir leikinn í kvöld. Umrædd Poliana kom samt að besta færi heimakvenna í fyrri hálfleiknum þegar hún átti stórhættulega sendingu fyrir frá hægri sem Ana Victoria Cate rétt missti af. Annars voru gestirnir úr Kópavoginum hættulegri aðilinn. Svava Rós Guðmundsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir voru hættulegar á köntunum þótt þær væru að spila ólíka rullu. Svava hélt sig nær hliðarlínunni og átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem nýttust ekki. Fanndís var aftur á móti dugleg að koma inn á völlinn af vinstri kantinum og keyra á vörn Stjörnunnar. Einn slíkur sprettur skilaði góðu færi fyrir Aldísi Köru Lúðvíksdóttur á 29. mínútu en hún náði ekki nógu góðu skoti á markið og Sandra varði. Hún varði sömuleiðis vel frá Fanndísi átta mínútum eftir eftir góðan undirbúning Svövu á hægri kantinum. Fanndís átti einnig hornspyrnu sem datt ofan á þverslána og Svava skot sem Sandra varði undir lok fyrri hálfleiks. Markið lá í loftinu en kom ekki. Blikar þurftu þó aðeins bíða í fjórar mínútur eftir markinu í seinni hálfleik. Fanndís var þar að verki með frábæru skoti rétt utan vítateigs. Markadrottningin fékk boltann frá Fjollu Sjalla við vítateigslínuna vinstra megin, tók eina létta gabbhreyfingu og þrumaði svo boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Söndru. Eftir markið datt leikurinn talsvert niður. Stjörnukonur voru meira með boltann en áttu engin svör við varnarleik Blika. Þær gerðu ótal mistök í sendingum og þar að auki vantaði alla hugmyndaauðgi í sóknarleik heimakvenna. Kýpur-ferðin á dögunum, þar sem Stjarnan spilaði þrjá leiki á sex dögum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, hefur eflaust haft sitt að segja en það afsakar ekki ákefðarleysið og slenið sem var yfir Stjörnuliðinu í kvöld. Poliana átti ágætis skot sem smaug framhjá á 69. mínútu og sjö mínútum seinna fékk Rachel Pitman besta færi Stjörnunnar en skaut beint á Sonný Láru Þráinsdóttir, góðan markvörð Breiðabliks. Önnur færi fékk Stjarnan ekki og Blikar héldu nokkuð þægilega út. Það braust svo út mikill fögnuður meðal leikmanna, og ekki síst fjölmargra stuðningsmanna Breiðabliks, þegar Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautaði til leiksloka. Og ekki að ástæðulausu. Íslandsmeistaratitilinn er á leið í Kópavoginn eftir tíu ára bið.Fanndís: Fannst þær ekki líklegar til að skora "Nei, ekki strax en við tókum stórt skref í áttina að honum í kvöld," svaraði Fanndís Friðriksdóttir þegar blaðamaður Vísis spurði hana hvort ekki væri óhætt að óska Breiðabliki til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn eftir 0-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur en Blikar eru nú sjö stigum á undan Garðbæingum þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. Það þarf því ansi margt að ganga á ef Breiðablik verður ekki meistari. "Það er frábært að þurfa bara að skora eitt, því við höldum alltaf hreinu. Þetta var frábært," sagði Fanndís sem skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu. Það dugði til sigurs því Breiðablik hélt hreinu í 11. leiknum í röð í kvöld. En var þetta sanngjarn sigur að mati Fanndísar? "Já, mér fannst það. Við áttum opnari færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við hefðum kannski átt að gera betur í seinni hálfleik og keyra yfir þær en féllum óvenju langt aftur á völlinn," sagði Fanndís sem leið vel þrátt fyrir að staðan væri bara 0-1. "Það getur alltaf dottið inn mark en samt fannst mér þær ekki líklegar til að skora." Kópavogsbúar fjölmenntu á Samsung-völlinn í kvöld og höfðu hátt. Fanndís var að vonum ánægð með stuðninginn sem Blikar fengu í kvöld frá stuðningsmannasveitinni Kópacabana. "Þeir eru frábærir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem þeir eru svona og þetta hjálpaði mikið til í kvöld," sagði Fanndís að endingu.Guðrún: Þetta er ekki búið Þrátt fyrir sigur á Stjörnunni í kvöld og sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna segir Guðrún Arnardóttir, miðvörður Blika, ekki tímabært að stimpla liðið sem Íslandsmeistara. "Nei, alls ekki. Það eru fjórir leikir eftir og við verðum að klára þá almennilega. Þetta var eitt skref í átt að titlinum en það eru enn fjögur eftir." Hún viðurkennir þó að Blikar hafi tekið stórt skref í átt að titlinum með sigrinum í kvöld. "Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og kemur okkur í ágæta stöðu. En þetta er ekki búið," sagði Guðrún sem hefur spilað eins og engill í hjarta Blikavarnarinnar í sumar en liðið hélt hreinu í 11. leiknum í röð í kvöld. Guðrún segist ekki hafa verið neitt sérstaklega hrædd um að Stjarnan myndi skora í kvöld. "Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá fannst það ekki. Fengu þær eitthvað opið færi? Ég held ekki," sagði Guðrún. "Við vinnum ótrúlega vel saman, allt liðið. Vörnin byrjar fremst á vellinum og það er allt liðið sem skilar því að við höldum hreinu." Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu með frábæru skoti. Guðrún segir það hafa verið sætt að sjá boltann í netinu. "Fanndís er frábær leikmaður og við fengum fleiri tækifæri til að skora," sagði Guðrún sem hrósaði stuðningsmönnum Breiðabliks sem létu vel í sér heyra í kvöld. "Ertu að grínast? Þetta er æðislegt. Þessir strákar eru æðislegir og það er þvílíkur munur að hafa þá. Maður fær bara gæsahúð að hlusta á þá og "peppast" þvílíkt upp," sagði Guðrún að lokum.Ólafur: Titilinn er þeirra Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að möguleikinn á Íslandsmeistaratitlinum sé nánast úr sögunni eftir 0-1 tap fyrir Breiðabliki í kvöld. "Hann er orðinn mjög langsóttur eftir þetta tap. Þær eru með afgerandi forystu og eru búnar að spila vel í sumar, þannig að ég held að titilinn sé þeirra í sumar," sagði Ólafur. Hann sagði jafnframt að jafntefli hefðu sennilega verið sanngjörnustu úrslitin í kvöld. "Jafntefli hefði verið sanngjarnt í þessum leik. Það er ekki mikið um færi og mikil barátta hjá tveimur góðum liðum. Þetta datt inn hjá þeim meðan við nýttum ekki þau fáu færi sem við fengum." Ekki er langt síðan Stjarnan kom heim frá Kýpur þar sem liðið lékþrjá leiki á sex dögum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Ólafur segir að ferðin hafi ekki setið í sínum leikmönnum í kvöld. "Nei, við ætlum ekkert að afsaka okkur með því. Við vissum að við værum að fara að spila hörkutörn í ágúst og við vildum það. Því miður gekk þetta ekki hjá okkur í kvöld en þetta er búið að vera skemmtilegt mót," sagði Ólafur en það er enn nóg eftir af tímabilinu hjá Stjörnunni; fjórir deildarleikir, bikarúrslitaleikur og svo Meistaradeildin. "Við þurfum að klára þetta með sóma og fara í alla leiki til að vinna þá. Það er nóg að gerast en þetta er samt fúlt. Þetta er ekki það sem við ætluðum okkur en stundum er þetta svona," sagði Ólafur að lokum.Fanndís Friðriksdóttir.Vísir/AntonVísir/AntonGuðrún Arnardóttir.Vísir/AntonFanndís Friðriksdóttir skoraði sigurmarkið í kvöld.Vísir/Anton
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira