Alla dreymir um landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Verðlaunaliðin okkar. vísir Ísland lauk leik á heimsmeistaramótinu í handbolta skipuðum leikmönnum undir 19 ára aldri í gær með öruggum sigri á Spánverjum í bronsleiknum. Var sigur íslenska liðsins afar sannfærandi en spænska liðinu tókst að laga stöðuna á lokamínútum leiksins þegar sigur íslenska liðsins var í höfn.Fjórðu verðlaunin Var þetta í fjórða sinn sem Ísland hefur unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti unglingalandsliða í handbolta en síðustu þrír leikmannahópar hafa skilað af sér leikmönnum sem léku síðar meir lykilhlutverk í íslenska landsliðinu. Árið 1993 leiddi Ólafur Stefánsson liðið til bronsverðlauna en honum til hliðar voru leikmenn á borð við Patrek Jóhannesson og Dag Sigurðsson. Áttu leikmenn liðsins eftir að leika heldur betur stórt hlutverk í landsliðinu næstu árin er Ísland komst í röð þeirra bestu í handboltaheiminum. Tíu árum síðar vannst gullið á EM í Ungverjalandi en þar skutust Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson fram á sjónarsviðið. Léku þeir stórt hlutverk í liðinu sem vann silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og eru enn lykilleikmenn í íslenska liðinu. Tólf árum síðar komst liðið undir stjórn núverandi þjálfara U-19 árs liðsins, Einars Guðmundssonar, alla leið í úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu en tapaði gegn Króatíu í Túnis. Skaust Aron Pálmarsson fram á sjónarsviðið á mótinu en ásamt honum voru Ólafur Andrés Guðmundsson og Stefán Rafn Sigurmannsson að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegri grundu fyrir íslenska landsliðið. Hefur Aron leikið lykilhlutverk í landsliðinu undanfarin ár en aðrir leikmenn liðsins hafa leikið minni en þó þýðingarmikil hlutverk.Óðinn Þór var næstmarkahæstur á HM og valinn í úrvalslið mótsins.mynd/facebook-síða mótsinsNæstu kynslóð landsliðsins Óðinn Þór Ríkharðsson lék stórt hlutverk í liðinu í ár en hann var einn íslenskra leikmanna valinn í úrvalslið mótsins. Óðinn varð næst markahæstur á mótinu þrátt fyrir að hafa aðeins tekið fjögur vítaskot en hann var fljótur að hrósa liðsfélögum sínum. „Þetta mót gekk mjög vel fyrir mig persónulega en þetta er allt vörninni að þakka. Þeir auðvelda fyrir Grétari í markinu og hann er búinn að vera fljótur að finna mig í hraðaupphlaupinu. Svo á þjálfarateymið hrós skilið fyrir sinn þátt í öllum þessum árangri. Einar er þekktur fyrir að leika góðan varnarleik og hraðaupphlaup. Hann vill helst fá 10 hraðaupphlaupsmörk í leik sem ég náði að nýta mér vel á mótinu. Þeir eru frábærir þjálfarar og við gátum ekki gert þetta án þeirra.“ Óðinn var stoltur að heyra að þetta væri í fjórða skiptið sem íslenskt unglingalandslið ynni til verðlauna á stórmóti. „Við erum afar sáttir með þetta. Við stefndum auðvitað á það að fara alla leið en úr því sem komið var var frábært að klára þetta. Þetta er búið að vera frábært sumar með strákunum og maður er stoltur af því sem við höfum afrekað.“ Sagði hann að á endanum væri hins vegar alltaf draumur allra leikmannanna að leika stórt hlutverk í íslenska landsliðinu síðar meir. „Það er náttúrulega frábært að heyra það að við höfum komist í flokk með þessum mönnum. Vonandi getum við leikið eftir þeirra afrek. Það dreymir náttúrulega alla um að spila fyrir landsliði og það er á endanum markmið allra leikmannanna í hópnum.“ EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Óðinn valinn í úrvalslið HM Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 19 ára landsliðsins, var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í Rússlandi. 20. ágúst 2015 14:18 Voru frábærir möguleikar á að vinna Þjálfari íslenska liðsins var stoltur af sínum strákum þrátt fyrir naumt tap gegn Slóveníu í undanúrslitum HM 19 ára landsliða í Rússlandi í gær. Íslensku strákarnir lögðu allt í leik gegn sigurstranglegasta liði mótsins en náðu ekki að halda út í seinni hálfleiknum. 20. ágúst 2015 06:00 Óðinn og Ómar meðal markahæstu mannana í Rússlandi Óðinn Ríkharðsson og Ómar Guðjónsson voru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu menn HM í handbolta U19 sem lauk í Rússlandi í dag. Óðinn reyndist vera markahæstur úr opnum leik. 20. ágúst 2015 15:45 Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta var afar stoltur af strákunum sínum eftir öruggan sigur á Spánverjum í bronsleiknum á HM U19 árs í handbolta í dag. 20. ágúst 2015 13:38 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Ísland lauk leik á heimsmeistaramótinu í handbolta skipuðum leikmönnum undir 19 ára aldri í gær með öruggum sigri á Spánverjum í bronsleiknum. Var sigur íslenska liðsins afar sannfærandi en spænska liðinu tókst að laga stöðuna á lokamínútum leiksins þegar sigur íslenska liðsins var í höfn.Fjórðu verðlaunin Var þetta í fjórða sinn sem Ísland hefur unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti unglingalandsliða í handbolta en síðustu þrír leikmannahópar hafa skilað af sér leikmönnum sem léku síðar meir lykilhlutverk í íslenska landsliðinu. Árið 1993 leiddi Ólafur Stefánsson liðið til bronsverðlauna en honum til hliðar voru leikmenn á borð við Patrek Jóhannesson og Dag Sigurðsson. Áttu leikmenn liðsins eftir að leika heldur betur stórt hlutverk í landsliðinu næstu árin er Ísland komst í röð þeirra bestu í handboltaheiminum. Tíu árum síðar vannst gullið á EM í Ungverjalandi en þar skutust Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson fram á sjónarsviðið. Léku þeir stórt hlutverk í liðinu sem vann silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og eru enn lykilleikmenn í íslenska liðinu. Tólf árum síðar komst liðið undir stjórn núverandi þjálfara U-19 árs liðsins, Einars Guðmundssonar, alla leið í úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu en tapaði gegn Króatíu í Túnis. Skaust Aron Pálmarsson fram á sjónarsviðið á mótinu en ásamt honum voru Ólafur Andrés Guðmundsson og Stefán Rafn Sigurmannsson að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegri grundu fyrir íslenska landsliðið. Hefur Aron leikið lykilhlutverk í landsliðinu undanfarin ár en aðrir leikmenn liðsins hafa leikið minni en þó þýðingarmikil hlutverk.Óðinn Þór var næstmarkahæstur á HM og valinn í úrvalslið mótsins.mynd/facebook-síða mótsinsNæstu kynslóð landsliðsins Óðinn Þór Ríkharðsson lék stórt hlutverk í liðinu í ár en hann var einn íslenskra leikmanna valinn í úrvalslið mótsins. Óðinn varð næst markahæstur á mótinu þrátt fyrir að hafa aðeins tekið fjögur vítaskot en hann var fljótur að hrósa liðsfélögum sínum. „Þetta mót gekk mjög vel fyrir mig persónulega en þetta er allt vörninni að þakka. Þeir auðvelda fyrir Grétari í markinu og hann er búinn að vera fljótur að finna mig í hraðaupphlaupinu. Svo á þjálfarateymið hrós skilið fyrir sinn þátt í öllum þessum árangri. Einar er þekktur fyrir að leika góðan varnarleik og hraðaupphlaup. Hann vill helst fá 10 hraðaupphlaupsmörk í leik sem ég náði að nýta mér vel á mótinu. Þeir eru frábærir þjálfarar og við gátum ekki gert þetta án þeirra.“ Óðinn var stoltur að heyra að þetta væri í fjórða skiptið sem íslenskt unglingalandslið ynni til verðlauna á stórmóti. „Við erum afar sáttir með þetta. Við stefndum auðvitað á það að fara alla leið en úr því sem komið var var frábært að klára þetta. Þetta er búið að vera frábært sumar með strákunum og maður er stoltur af því sem við höfum afrekað.“ Sagði hann að á endanum væri hins vegar alltaf draumur allra leikmannanna að leika stórt hlutverk í íslenska landsliðinu síðar meir. „Það er náttúrulega frábært að heyra það að við höfum komist í flokk með þessum mönnum. Vonandi getum við leikið eftir þeirra afrek. Það dreymir náttúrulega alla um að spila fyrir landsliði og það er á endanum markmið allra leikmannanna í hópnum.“
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Óðinn valinn í úrvalslið HM Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 19 ára landsliðsins, var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í Rússlandi. 20. ágúst 2015 14:18 Voru frábærir möguleikar á að vinna Þjálfari íslenska liðsins var stoltur af sínum strákum þrátt fyrir naumt tap gegn Slóveníu í undanúrslitum HM 19 ára landsliða í Rússlandi í gær. Íslensku strákarnir lögðu allt í leik gegn sigurstranglegasta liði mótsins en náðu ekki að halda út í seinni hálfleiknum. 20. ágúst 2015 06:00 Óðinn og Ómar meðal markahæstu mannana í Rússlandi Óðinn Ríkharðsson og Ómar Guðjónsson voru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu menn HM í handbolta U19 sem lauk í Rússlandi í dag. Óðinn reyndist vera markahæstur úr opnum leik. 20. ágúst 2015 15:45 Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta var afar stoltur af strákunum sínum eftir öruggan sigur á Spánverjum í bronsleiknum á HM U19 árs í handbolta í dag. 20. ágúst 2015 13:38 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Óðinn valinn í úrvalslið HM Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 19 ára landsliðsins, var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í Rússlandi. 20. ágúst 2015 14:18
Voru frábærir möguleikar á að vinna Þjálfari íslenska liðsins var stoltur af sínum strákum þrátt fyrir naumt tap gegn Slóveníu í undanúrslitum HM 19 ára landsliða í Rússlandi í gær. Íslensku strákarnir lögðu allt í leik gegn sigurstranglegasta liði mótsins en náðu ekki að halda út í seinni hálfleiknum. 20. ágúst 2015 06:00
Óðinn og Ómar meðal markahæstu mannana í Rússlandi Óðinn Ríkharðsson og Ómar Guðjónsson voru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu menn HM í handbolta U19 sem lauk í Rússlandi í dag. Óðinn reyndist vera markahæstur úr opnum leik. 20. ágúst 2015 15:45
Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35
Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta var afar stoltur af strákunum sínum eftir öruggan sigur á Spánverjum í bronsleiknum á HM U19 árs í handbolta í dag. 20. ágúst 2015 13:38
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða