Markverðir Blika halda oftast hreinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2015 06:00 Sonný og Gunnleifur hafa varið mark Breiðabliks með stæl í sumar. vísir/anton „Hann má vera stoltur af okkur held ég,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður karlaliðs Breiðabliks þegar hann er spurður út í markmannsþjálfara Blika, Ólaf Pétursson. Ólafur getur heldur ekki mikið kvartað yfir markvörðunum sínum í sumar. Gunnleifur hefur þegar haldið átta sinnum hreinu og fengið fæst mörk á sig af markvörðum Pepsi-deildar karla. Sonný Lára Þráinsdóttir hefur síðan gert enn betur, hún hefur haldið hreinu í 11 af 13 leikjum Blikanna í Pepsi-deild kvenna og fékk síðast á sig mark í 3. umferð í maí. „Ólafur Pétursson er frábær markmannsþjálfari. Hann skilur leikinn svo vel og það er gott að ræða hlutina við hann. Hann er ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum,“ segir Gunnleifur. Ólafur er ekki aðeins markmannsþjálfari Sonnýjar því hann er einnig aðstoðarþjálfari liðsins. „Við erum með sama markmannsþjálfara og það hlýtur að segja eitthvað,“ segir Sonný. Hún hefur haldið hreinu í 11 leikjum en vill ekki vera að gera of mikið úr þeirri tölfræði. „Það er miklu mikilvægara að fá öll þrjú stigin en hvort þú heldur hreinu eða ekki. Það hjálpar hins vegar mikið að fá ekki á sig mark,“ segir Sonný létt. „Þetta hefur smollið rosalega vel saman hjá okkur. Ég er að tala mikið við þær og þær við mig. Öll varnarlínan er búin að standa sig gríðarlega vel,“ segir Sonný. Hún eins og Gunnleifur leggur áherslu á það að þetta snúist nú ekki bara um markvörðinn. „Það er ekki bara ég sem er að halda hreinu því varnarleikurinn er búinn að vera mjög góður alveg frá fremsta manni. Það er það sem skilar þessu því ef ég væri einn í marki þá væri ég búinn að fá þúsund mörk á mig,“ segir Gunnleifur. Hann er samt sáttur með sitt sumar. „Ég er ánægður með mína frammistöðu og ég held að Óli sé það líka,“ segir Gunnleifur.Blikar eru í góðri stöðu, bæði í Pepsi-deild karla og kvenna.vísir/antonSonný Lára verður 29 ára seinna á þessu ári en hún hélt lengi tryggð við Fjölnisliðið. „Ég kom bara í Breiðablik í fyrra og þetta er því bara annað tímabilið mitt. Ég hef ekki verið í titilbaráttu í úrvalsdeild áður. Við vorum að elta mikið í fyrra og þetta er því nýtt fyrir mér,“ segir Sonný sem var í baráttunni á botni deildarinnar þegar hún var í Fjölni. „Það er miklu skemmtilegra að vera í toppbaráttunni,“ segir Sonný en af hverju Breiðablik? „Ég var búin að vera í 1. deildinni með Fjölni í þrjú sumur og langaði að prófa að fara í úrvalsdeildina áður en ég hætti. Ég vildi ekki bíða of lengi. Ég tók slaginn í fyrra og sé ekki eftir því núna,“ segir Sonný. Gunnleifur Gunnleifsson fagnaði fertugafmæli sínu á dögunum og hefur sjaldan leikið betur en í sumar sem er hans þriðja tímabil með Breiðabliki.„Ég skil það svo sem vel að fólk sé að tala um að ég sé orðinn 40 ára. Það er allt í lagi og truflar mig ekki neitt. Skrokkurinn á mér er í góðu standi og ég nýt þess bara að spila með frábæru liði og frábærum strákum. Það gengur vel. Þegar fótboltinn gengur vel þá gengur lífið yfirleitt vel hjá okkur fótboltamönnunum,“ segir Gunnleifur í léttum tón.Hann hrósar Sonný og kvennaliðinu. „Það er frábær árangur hjá henni og kvennaliði Blika að vera bara búnar að fá á sig tvö mörk. Sonný er líka búin að standa sig frábærlega. Hún hefur marga góða kosti sem markmaður og er ótrúlega flott manneskja,“ segir Gunnleifur.Hann yfirgaf FH sem Íslandsmeistari eftir 2012-tímabilið en hvorki hann né FH hafa unnið titilinn síðan. Nú er hann ásamt Blikaliðinu í baráttunni um titilinn við FH.„Auðvitað viljum við verða Íslandsmeistarar og við teljum okkur vera með nógu gott lið til þess að fara alla leið,“ segir Gunnleifur.Blikar eiga möguleika á að vinna tvöfalt enda bæði liðin búin að safna mörgum stigum í sumar. „Það er rosa stemning í félaginu og búið að vera í allt sumar og í vetur líka. Það er vel hugsað um kvennaliðið hjá okkur og allt til alls fyrir bæði liðin,“ segir Gunnleifur. Sonný Láru vantar „bara“ 80 mínútur upp á að halda marki sínu hreinu í þúsund mínútur í Pepsi-deildinni en það mun reyna á hana og Blikavörnina í kvöld þegar liðið heimsækir Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þær eru búnar að styrkja sig mikið síðan í síðasta leik við okkur og komnar með fjóra nýja erlenda leikmenn. Við erum ekkert smeykar. Þær eru vissulega með hörkulið en við erum með hörkulið líka,“ segir Sonný. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
„Hann má vera stoltur af okkur held ég,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður karlaliðs Breiðabliks þegar hann er spurður út í markmannsþjálfara Blika, Ólaf Pétursson. Ólafur getur heldur ekki mikið kvartað yfir markvörðunum sínum í sumar. Gunnleifur hefur þegar haldið átta sinnum hreinu og fengið fæst mörk á sig af markvörðum Pepsi-deildar karla. Sonný Lára Þráinsdóttir hefur síðan gert enn betur, hún hefur haldið hreinu í 11 af 13 leikjum Blikanna í Pepsi-deild kvenna og fékk síðast á sig mark í 3. umferð í maí. „Ólafur Pétursson er frábær markmannsþjálfari. Hann skilur leikinn svo vel og það er gott að ræða hlutina við hann. Hann er ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum,“ segir Gunnleifur. Ólafur er ekki aðeins markmannsþjálfari Sonnýjar því hann er einnig aðstoðarþjálfari liðsins. „Við erum með sama markmannsþjálfara og það hlýtur að segja eitthvað,“ segir Sonný. Hún hefur haldið hreinu í 11 leikjum en vill ekki vera að gera of mikið úr þeirri tölfræði. „Það er miklu mikilvægara að fá öll þrjú stigin en hvort þú heldur hreinu eða ekki. Það hjálpar hins vegar mikið að fá ekki á sig mark,“ segir Sonný létt. „Þetta hefur smollið rosalega vel saman hjá okkur. Ég er að tala mikið við þær og þær við mig. Öll varnarlínan er búin að standa sig gríðarlega vel,“ segir Sonný. Hún eins og Gunnleifur leggur áherslu á það að þetta snúist nú ekki bara um markvörðinn. „Það er ekki bara ég sem er að halda hreinu því varnarleikurinn er búinn að vera mjög góður alveg frá fremsta manni. Það er það sem skilar þessu því ef ég væri einn í marki þá væri ég búinn að fá þúsund mörk á mig,“ segir Gunnleifur. Hann er samt sáttur með sitt sumar. „Ég er ánægður með mína frammistöðu og ég held að Óli sé það líka,“ segir Gunnleifur.Blikar eru í góðri stöðu, bæði í Pepsi-deild karla og kvenna.vísir/antonSonný Lára verður 29 ára seinna á þessu ári en hún hélt lengi tryggð við Fjölnisliðið. „Ég kom bara í Breiðablik í fyrra og þetta er því bara annað tímabilið mitt. Ég hef ekki verið í titilbaráttu í úrvalsdeild áður. Við vorum að elta mikið í fyrra og þetta er því nýtt fyrir mér,“ segir Sonný sem var í baráttunni á botni deildarinnar þegar hún var í Fjölni. „Það er miklu skemmtilegra að vera í toppbaráttunni,“ segir Sonný en af hverju Breiðablik? „Ég var búin að vera í 1. deildinni með Fjölni í þrjú sumur og langaði að prófa að fara í úrvalsdeildina áður en ég hætti. Ég vildi ekki bíða of lengi. Ég tók slaginn í fyrra og sé ekki eftir því núna,“ segir Sonný. Gunnleifur Gunnleifsson fagnaði fertugafmæli sínu á dögunum og hefur sjaldan leikið betur en í sumar sem er hans þriðja tímabil með Breiðabliki.„Ég skil það svo sem vel að fólk sé að tala um að ég sé orðinn 40 ára. Það er allt í lagi og truflar mig ekki neitt. Skrokkurinn á mér er í góðu standi og ég nýt þess bara að spila með frábæru liði og frábærum strákum. Það gengur vel. Þegar fótboltinn gengur vel þá gengur lífið yfirleitt vel hjá okkur fótboltamönnunum,“ segir Gunnleifur í léttum tón.Hann hrósar Sonný og kvennaliðinu. „Það er frábær árangur hjá henni og kvennaliði Blika að vera bara búnar að fá á sig tvö mörk. Sonný er líka búin að standa sig frábærlega. Hún hefur marga góða kosti sem markmaður og er ótrúlega flott manneskja,“ segir Gunnleifur.Hann yfirgaf FH sem Íslandsmeistari eftir 2012-tímabilið en hvorki hann né FH hafa unnið titilinn síðan. Nú er hann ásamt Blikaliðinu í baráttunni um titilinn við FH.„Auðvitað viljum við verða Íslandsmeistarar og við teljum okkur vera með nógu gott lið til þess að fara alla leið,“ segir Gunnleifur.Blikar eiga möguleika á að vinna tvöfalt enda bæði liðin búin að safna mörgum stigum í sumar. „Það er rosa stemning í félaginu og búið að vera í allt sumar og í vetur líka. Það er vel hugsað um kvennaliðið hjá okkur og allt til alls fyrir bæði liðin,“ segir Gunnleifur. Sonný Láru vantar „bara“ 80 mínútur upp á að halda marki sínu hreinu í þúsund mínútur í Pepsi-deildinni en það mun reyna á hana og Blikavörnina í kvöld þegar liðið heimsækir Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þær eru búnar að styrkja sig mikið síðan í síðasta leik við okkur og komnar með fjóra nýja erlenda leikmenn. Við erum ekkert smeykar. Þær eru vissulega með hörkulið en við erum með hörkulið líka,“ segir Sonný.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira