Hefur skotist upp á stjörnuhimininn í Hollandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. ágúst 2015 09:30 Tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall hefur áhuga á frekara samstarfi við hollenska tónlistarmanninn Sam Knoop en þeir syngja eitt vinsælasta lag Hollands um þessar mundir. Vísir/Stefán Tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who?, hefur skotist upp á stjörnuhimininn í Hollandi undanfarna daga því hann syngur í vinsælu lagi þar í landi um þessar mundir. Með Badda syngur hollenski tónlistarmaðurinn Sam Knoop en lagið ber nafnið Niets Lijkt Te Gebeuren. „Ég kynntist manni sem heitir Andy, sem er umboðsmaður Sams, og hann bað mig um að syngja lagið fyrir sig og ég söng það og sendi honum það út,“ segir Baddi um upphafið. Lagið er upphaflega eftir skosku rokkhljómsveitina Del Amitri. Kynni hans og Hollendinganna má rekja til þess þegar Baddi leysti trúbador í miðbæ Reykjavíkur af um stundarsakir og tók eitt lag, sem heillaði Hollendingana upp úr skónum. „Bróðir umboðsmannsins kom til mín og spurði mig: Ertu söngvarinn í Jeff Who? og sagðist vera mikill aðdáandi og vildi kynna mig fyrir bróður sínum, Andy. Þegar ég kynntist Andy þá spurði hann hvort ég gæti samið lög fyrir skjólstæðing sinn sem er Sam Koop,“ útskýrir Baddi. Hollendingarnir vildu einnig fá myndband af Badda syngja og spila lagið sem Sam notaði svo á tónleikum.Hér sjáum við skjáskot úr myndbandinu. Baddi sést hér í hollensku sjónvarpi.„Við tókum dúett, því hann varpaði myndbandinu af mér spila og syngja lagið á skjá þannig að við spiluðum saman á tónleikunum,“ segir Baddi léttur í lundu. Upp úr þessum dúett þeirra félaga spratt hugmynd Hollendinganna um að gera tónlistarmyndband þar sem Sam Koop og Baddi syngja lagið saman. Myndbandið varð strax ákaflega vinsælt. „Myndbandið var komið með um 65 þúsund „views“ á fimm dögum og er víst núna í mikilli spilun í hollensku útvarpi. Lagið er líklega að fara í svokallaða A-spilun í hollenska ríkisútvarpinu,“ segir Baddi, en hann er einmitt á leið í viðtal við hollenska ríkisútvarpið í dag. Fyrir utan útvarpsspilunina er myndbandið við lagið mest umbeðna myndbandið á sjónvarpsstöð sem heitir Oranje TV í Hollandi. „Þetta er einhvers konar MTV-stöð Hollands.“ Lagið er einnig komið út á Spotify. Spurður út í hvort Jeff Who? sé einnig á leið til Hollands segir Baddi að svo sé ekki. „Ekki nema Jeff Who? fari í massíva spilun í Hollandi, þá veit maður aldrei,“ segir hann og hlær. Baddi segist stefna á frekara samstarf með Sam og gerir ráð fyrir að semja fleiri lög fyrir hollenska tónlistarmanninn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður en það væri fínt að semja fyrir hann, sérstaklega ef hann er að verða svona stór,“ bætir hann við. Baddi hefur nú þegar látið Hollendinginn hafa lag sem hann og píanóleikarinn Valdimar Kristjónsson sömdu og er væntanlegt til útgáfu í Hollandi. Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who?, hefur skotist upp á stjörnuhimininn í Hollandi undanfarna daga því hann syngur í vinsælu lagi þar í landi um þessar mundir. Með Badda syngur hollenski tónlistarmaðurinn Sam Knoop en lagið ber nafnið Niets Lijkt Te Gebeuren. „Ég kynntist manni sem heitir Andy, sem er umboðsmaður Sams, og hann bað mig um að syngja lagið fyrir sig og ég söng það og sendi honum það út,“ segir Baddi um upphafið. Lagið er upphaflega eftir skosku rokkhljómsveitina Del Amitri. Kynni hans og Hollendinganna má rekja til þess þegar Baddi leysti trúbador í miðbæ Reykjavíkur af um stundarsakir og tók eitt lag, sem heillaði Hollendingana upp úr skónum. „Bróðir umboðsmannsins kom til mín og spurði mig: Ertu söngvarinn í Jeff Who? og sagðist vera mikill aðdáandi og vildi kynna mig fyrir bróður sínum, Andy. Þegar ég kynntist Andy þá spurði hann hvort ég gæti samið lög fyrir skjólstæðing sinn sem er Sam Koop,“ útskýrir Baddi. Hollendingarnir vildu einnig fá myndband af Badda syngja og spila lagið sem Sam notaði svo á tónleikum.Hér sjáum við skjáskot úr myndbandinu. Baddi sést hér í hollensku sjónvarpi.„Við tókum dúett, því hann varpaði myndbandinu af mér spila og syngja lagið á skjá þannig að við spiluðum saman á tónleikunum,“ segir Baddi léttur í lundu. Upp úr þessum dúett þeirra félaga spratt hugmynd Hollendinganna um að gera tónlistarmyndband þar sem Sam Koop og Baddi syngja lagið saman. Myndbandið varð strax ákaflega vinsælt. „Myndbandið var komið með um 65 þúsund „views“ á fimm dögum og er víst núna í mikilli spilun í hollensku útvarpi. Lagið er líklega að fara í svokallaða A-spilun í hollenska ríkisútvarpinu,“ segir Baddi, en hann er einmitt á leið í viðtal við hollenska ríkisútvarpið í dag. Fyrir utan útvarpsspilunina er myndbandið við lagið mest umbeðna myndbandið á sjónvarpsstöð sem heitir Oranje TV í Hollandi. „Þetta er einhvers konar MTV-stöð Hollands.“ Lagið er einnig komið út á Spotify. Spurður út í hvort Jeff Who? sé einnig á leið til Hollands segir Baddi að svo sé ekki. „Ekki nema Jeff Who? fari í massíva spilun í Hollandi, þá veit maður aldrei,“ segir hann og hlær. Baddi segist stefna á frekara samstarf með Sam og gerir ráð fyrir að semja fleiri lög fyrir hollenska tónlistarmanninn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður en það væri fínt að semja fyrir hann, sérstaklega ef hann er að verða svona stór,“ bætir hann við. Baddi hefur nú þegar látið Hollendinginn hafa lag sem hann og píanóleikarinn Valdimar Kristjónsson sömdu og er væntanlegt til útgáfu í Hollandi.
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira