Haukur Ingi: Allir þurfa að líta í eigin barm Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. ágúst 2015 20:13 Haukur Ingi Guðnason. vísir/valli "Mér fannst frammistaðan alls ekki góð. Ég er mjög vonsvikinn með spilamennsku liðsins nánast frá A-Ö," sagði hreinskilinn Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, við Vísi eftir leik. Keflavík vissi fyrir leikinn að ekkert annað en sigur myndi halda Pepsi-draumum liðsins á lífi, en liðið er nú ellefu stigum frá öruggu sæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum. "Maður skyldi ætla fyrir svona mikilvæga leiki að leikmenn þyrftu ekki mikla hvatningu. Menn eiga að vera á tánum og tilbúnir að leggja líf og limi í svona mikilvæga leiki," sagði Haukur. "Af einhverjum ástæðum var bara deyfð yfir okkar mönnum frá fyrstu mínútu og við vorum í raun heppnir að vera ekki 2-0 undir eftir tíu mínútur. Maður er svona svekktastur með það." Haukur Ingi er uppalinn Keflvíkingur og er nú að stýra skútunni niður um deild. Hvernig er að horfa upp á svona frammistöðu í jafn mikilvægum leik? "Það er bara gífurlega erfitt. Ég held að allir inni séu gífurlega svekktir. Þetta er mjög erfitt en svona er staðan. Af einhverjum ástæðum náðum við ekki að smella í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að rýna í, og ekkert bara fyrir næsta leik heldur almennt fyrir knattspyrnuna hjá Keflavík og þá leikmenn sem spila fyrir félagið," sagði hann. "Við þurfum að vita hvað veldur því að leikmenn leggi ekki meira á sig í svona leik. Við þjálfararnir þurfum líka að skoða okkar hlut og allir sem að þessu koma. Við þurfum að vita hvort við lögðum leikinn rangt upp eða bara hvað má betur fara." Ekki einu sinni í seinni hálfleik, 2-0 undir, komu Keflvíkingar brjálaðir til leiks. Þeir lögðust bara undir Eyjalestina og létu keyra yfir sig. "Það var eitthvað vonleysi yfir mönnum þegar við náðum ekki að skora fljótlega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við eiga tilkall til vítaspyrnu. En það verður líka að hrósa ÍBV. Þetta var ekki bara nægilega gott hjá okkur heldur spilaði ÍBV þétt og Eyjaliðið lagði sig allt í verkefnið," sagði Haukur Ingi. Keflavík á nú fjóra leiki eftir í Pepsi-deildinni en nánast er öruggt að liðið spilar í 1. deild á næstu leiktíð. Hvernig verður lokahluti mótsins tæklaður hjá Keflavík? "Við byrjum á því að hugsa um næsta leik. Nú þurfum við allir, leikmenn og þjálfarar, að líta í eigin barm. Við þurfum allir að velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að bæta almennt leik liðsins," sagði Haukur Ingi. "Leikur liðsins hefur verið mjög sveiflukenndur og sveiflurnar eru öfgakenndar. Það sem lýsir tímabilinu okkar hvað best er að við töpum 7-1 fyrir Víkingi í leik þar sem við vorum betri í 65 mínútur. Við þurfum að skoða hvernig við getum gert liðið betra og skilvirkara," sagði Haukur Ingi Guðnason. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 3-0 | Keflavík að kveðja Keflavík er sama og fallið í 1. deild karla eftir 1-0 tap gegn ÍBV í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. 30. ágúst 2015 19:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
"Mér fannst frammistaðan alls ekki góð. Ég er mjög vonsvikinn með spilamennsku liðsins nánast frá A-Ö," sagði hreinskilinn Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, við Vísi eftir leik. Keflavík vissi fyrir leikinn að ekkert annað en sigur myndi halda Pepsi-draumum liðsins á lífi, en liðið er nú ellefu stigum frá öruggu sæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum. "Maður skyldi ætla fyrir svona mikilvæga leiki að leikmenn þyrftu ekki mikla hvatningu. Menn eiga að vera á tánum og tilbúnir að leggja líf og limi í svona mikilvæga leiki," sagði Haukur. "Af einhverjum ástæðum var bara deyfð yfir okkar mönnum frá fyrstu mínútu og við vorum í raun heppnir að vera ekki 2-0 undir eftir tíu mínútur. Maður er svona svekktastur með það." Haukur Ingi er uppalinn Keflvíkingur og er nú að stýra skútunni niður um deild. Hvernig er að horfa upp á svona frammistöðu í jafn mikilvægum leik? "Það er bara gífurlega erfitt. Ég held að allir inni séu gífurlega svekktir. Þetta er mjög erfitt en svona er staðan. Af einhverjum ástæðum náðum við ekki að smella í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að rýna í, og ekkert bara fyrir næsta leik heldur almennt fyrir knattspyrnuna hjá Keflavík og þá leikmenn sem spila fyrir félagið," sagði hann. "Við þurfum að vita hvað veldur því að leikmenn leggi ekki meira á sig í svona leik. Við þjálfararnir þurfum líka að skoða okkar hlut og allir sem að þessu koma. Við þurfum að vita hvort við lögðum leikinn rangt upp eða bara hvað má betur fara." Ekki einu sinni í seinni hálfleik, 2-0 undir, komu Keflvíkingar brjálaðir til leiks. Þeir lögðust bara undir Eyjalestina og létu keyra yfir sig. "Það var eitthvað vonleysi yfir mönnum þegar við náðum ekki að skora fljótlega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við eiga tilkall til vítaspyrnu. En það verður líka að hrósa ÍBV. Þetta var ekki bara nægilega gott hjá okkur heldur spilaði ÍBV þétt og Eyjaliðið lagði sig allt í verkefnið," sagði Haukur Ingi. Keflavík á nú fjóra leiki eftir í Pepsi-deildinni en nánast er öruggt að liðið spilar í 1. deild á næstu leiktíð. Hvernig verður lokahluti mótsins tæklaður hjá Keflavík? "Við byrjum á því að hugsa um næsta leik. Nú þurfum við allir, leikmenn og þjálfarar, að líta í eigin barm. Við þurfum allir að velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að bæta almennt leik liðsins," sagði Haukur Ingi. "Leikur liðsins hefur verið mjög sveiflukenndur og sveiflurnar eru öfgakenndar. Það sem lýsir tímabilinu okkar hvað best er að við töpum 7-1 fyrir Víkingi í leik þar sem við vorum betri í 65 mínútur. Við þurfum að skoða hvernig við getum gert liðið betra og skilvirkara," sagði Haukur Ingi Guðnason.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 3-0 | Keflavík að kveðja Keflavík er sama og fallið í 1. deild karla eftir 1-0 tap gegn ÍBV í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. 30. ágúst 2015 19:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 3-0 | Keflavík að kveðja Keflavík er sama og fallið í 1. deild karla eftir 1-0 tap gegn ÍBV í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. 30. ágúst 2015 19:45