102 sm hængur úr Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2015 13:56 Arthur Galvez með stórlaxinn úr Torfahvammshyl Mynd: www.vatnsdalsa.is Það er óhætt að segja að tími hausthængana sé í algleymingi enda berast reglulega fréttir af stórum hængum úr ánum. Í gærmorgun var einum slíkum landað úr Vatnsdalsá í veiðistaðnum Torfahvammshyl og var hann mældur 102 sm áður en honum var sleppt aftur í ánna. Laxinn tók vel þekkta haustflugu, Thunder and Lightning númer #14, sem sýnir enn og aftur að smáflugurnar heilt yfir gefa betri veiði þegar aðstæður eru eins og þær eiga að vera. Það er nefnilega algengur misskilningur að það séu alltaf stórar flugur sem laxinn sækir í því lax sér með afbrigðum vel og þarf á þessum tíma ekki mikið áreiti til að stökkva af stað nema síður sé og þá virka minni flugurnar mun betur en stórar túpur. Þar sem okkur finnst reglulega ánægjulegtað deila með lesendum okkar skemmtilegri veiði viljum við hvetja ykkur til að senda okkur myndir af flottri haustveiði. Þið getið sent okkur myndir á kalli@365.is og það er um að gera að segja okkur aðeins frá veiðinni í leiðinni. Mest lesið 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 10. júní Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði
Það er óhætt að segja að tími hausthængana sé í algleymingi enda berast reglulega fréttir af stórum hængum úr ánum. Í gærmorgun var einum slíkum landað úr Vatnsdalsá í veiðistaðnum Torfahvammshyl og var hann mældur 102 sm áður en honum var sleppt aftur í ánna. Laxinn tók vel þekkta haustflugu, Thunder and Lightning númer #14, sem sýnir enn og aftur að smáflugurnar heilt yfir gefa betri veiði þegar aðstæður eru eins og þær eiga að vera. Það er nefnilega algengur misskilningur að það séu alltaf stórar flugur sem laxinn sækir í því lax sér með afbrigðum vel og þarf á þessum tíma ekki mikið áreiti til að stökkva af stað nema síður sé og þá virka minni flugurnar mun betur en stórar túpur. Þar sem okkur finnst reglulega ánægjulegtað deila með lesendum okkar skemmtilegri veiði viljum við hvetja ykkur til að senda okkur myndir af flottri haustveiði. Þið getið sent okkur myndir á kalli@365.is og það er um að gera að segja okkur aðeins frá veiðinni í leiðinni.
Mest lesið 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 10. júní Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði