Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 3,7% í júlí Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 14:30 Volkswagen Passat. Volkswagen Svo miklu máli skiptir fyrir alla bílaframleiðendur að sala bíla í Kína gangi vel að margir þeirra upplifa nú minni sölu í ár en í sömu mánuðum í fyrra vegna dræmrar sölu bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína. Einnig er salan afar dræm á stórum mörkuðum í Rússlandi og í Brasilíu. Salan í júlí á öllum bílamerkjum Volkswagen, þar á meðal Audi, Skoda, Porsche, Seat og Bentley, auk Volkswagen bílmerkisins sjálfs var 792.100 bílar en 822.200 í fyrra. Salan á Volkswagen bílum minnkaði um 6,9% og nam 457.800 bílum. Heildarsalan hjá Volkswagen bílafjölskyldunni það sem af er ári nemur 5,83 milljón bílum og hefur minnkað um 1,0% á árinu. Búist er við því að áframhaldandi dræm sala verði á síðari helmingi ársins á þeim mörkuðum sem valdið hafa vonbrigðum framan af ári. Salan í Rússlandi minnkaði um 40,3% í júlí. Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður
Svo miklu máli skiptir fyrir alla bílaframleiðendur að sala bíla í Kína gangi vel að margir þeirra upplifa nú minni sölu í ár en í sömu mánuðum í fyrra vegna dræmrar sölu bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína. Einnig er salan afar dræm á stórum mörkuðum í Rússlandi og í Brasilíu. Salan í júlí á öllum bílamerkjum Volkswagen, þar á meðal Audi, Skoda, Porsche, Seat og Bentley, auk Volkswagen bílmerkisins sjálfs var 792.100 bílar en 822.200 í fyrra. Salan á Volkswagen bílum minnkaði um 6,9% og nam 457.800 bílum. Heildarsalan hjá Volkswagen bílafjölskyldunni það sem af er ári nemur 5,83 milljón bílum og hefur minnkað um 1,0% á árinu. Búist er við því að áframhaldandi dræm sala verði á síðari helmingi ársins á þeim mörkuðum sem valdið hafa vonbrigðum framan af ári. Salan í Rússlandi minnkaði um 40,3% í júlí.
Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður