Kylfingurinn Brendon De Jonge frá Zimbabwe, leiðir eftir fyrsta hring á Deutsche Bank meistarmamótinu sem hófst í gær en hann lék fyrsta hring á TPC Boston vellinum á 65 höggum eða sex undir pari.
Í öðru sæti koma nokkrir þekktir kylfingar á fjórum undir pari, meðal annars Svíinn Henrik Stenson, Bandaríkjamaðurinn vinsæli Rickie Fowler og Englendingarnir Lee Westwood og Ian Poulter.
Jason Day byrjaði einnig vel og er á þremur höggum undir pari eftir fyrsta hring.
Jordan Spieth, sem hefur átt ótrúlegt tímabil hingað til, byrjaði mjög illa en hann lék á 75 eða fjórum yfir pari.
Rory McIlroy, sem komst á ný í efsta sæti styrkleikalistans eftir slæma frammistöðu Spieth um síðustu helgi á Barclays meistaramótinu, byrjaði ágætlega og er á einu höggi undir pari eftir fyrsta hring en hann lauk leik á 70 höggum.
Bein útsending frá öðrum hring hefst á Golfstöðinni klukkan 18:30 í kvöld.
De Jonge í forystu í Boston - Spieth í tómu tjóni

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti



Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti





Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti

Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti