Táfýlublæti og tvíhyggja Viktoría Hermannsdóttir skrifar 5. september 2015 12:00 Móa Hjartardóttir Fréttablaðið/ Listamaðurinn og ljósmyndarinn Móa Hjartardóttir opnar í dag ljósmyndasýningu í Lágafellslaug. Á sýningunni sýnir hún myndir sem hún hefur tekið síðustu misseri en Móa lærði ljósmyndun í Danmörku. „Ég er listakona í grunninn, af því að ég er letibikkja samkvæmt sumum og finnst kvikmyndir sem gerist ekkert í skemmtilegar. Ég kann að segja skemmtilegar sannar sögur, sennilega af því ég tek oft eftir venjulegum hlutum sem mörgum finnast svo sjálfsagðir að fólk hættir að taka eftir því,“ segir Móa. Í myndum hennar er oft að finna skemmtilegar sögur sem hver og einn getur túlkað á sinn hátt. „Þessi sýning er frekar sæt og væn fyrir augað. Næsta sýning er í vinnslu og verður stærri og með meiri áherslur á kynmyndir, kvenvæðingu og frelsi,“ segir hún. Á sýningunni er meðal annars að finna gráskala myndaseríu af vinkonu Móu sem teknar voru fyrir tveimur árum. „Þetta er svona gráskala sería, ég hugsa ég hafi tekið gráskala seríu því ég er alltaf að vinna með liti, ég á erfitt með að taka svarthvítar myndir. Ég er að ögra sjálfri mér með því að hætta að vinna í þessum blessaða regnboga alltaf og prófa að gera gráskala.“ Móa leikur sér líka aðeins með kynjahlutverkin sem eru henni hugleikin. „Ég er með verk sem eru tvær myndir af barni þar sem það er sett í tvo kynbúninga, sama barnið, og þetta eru tvær myndir hlið við hlið. Mynd af barni í kvenlægari búning og svo í karllægari búning. Smá núansar sem gera það að verkum að barnið fellur í að vera annaðhvort strákur eða stelpa. Ég er búin að sýna mörgum þetta og það veit enginn hvert upprunalega kynið á barninu er.“ Síðan er líka að finna mynd af sokk í muffinsformi sem er ákveðin tilvísun í blæti sem Móa hefur. „Ég er með táfýlublæti fyrir karlkynssokkum,“ segir Móa örlítið vandræðaleg. „Það eru samt ekki hvaða sokkar sem er. Ég er búin að pæla mikið í þessu og ég roðna bara að tala um þetta. En mig langar að koma þessu út því þá getur enginn stungið mig í bakið með þetta.“ Móa segist hafa kannað vel þetta blæti og komist að því hún sé alls ekki sú eina með blætið. „Það eru mjög margir með þetta. Þetta er svo djúpt hjá manni. Það eru sumir karlmenn með ákveðna táfýlu sem ég heillast af,“ segir hún. Þetta á þó ekki við alla táfýlu heldur ákveðna tegund. „Nei, táfýla er mjög mismunandi. Sum er eins og harðfiskur, sum eins og ostur, sum eins og edik, sum eins og gamall sviti. Það er svo mikið af hormónum sem koma út um ilina, eins og handarkrikanum og í kringum eitla.“ Sýningin opnar klukkan 14 í Lágafellslaug en það er einmitt við hliðina á heimili Móu. „Þetta er skemmtilegur staður til að sýna því hér kemur almenningur sem fer kannski ekki á listasöfn. Hérna er það sem tvíhyggja kynmyndarinnar kórónast, hér eru tveir klefar, fyrir karla og konur, sem endurspeglar líka vissar pælingar í sumum myndunum hjá mér.“ Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Listamaðurinn og ljósmyndarinn Móa Hjartardóttir opnar í dag ljósmyndasýningu í Lágafellslaug. Á sýningunni sýnir hún myndir sem hún hefur tekið síðustu misseri en Móa lærði ljósmyndun í Danmörku. „Ég er listakona í grunninn, af því að ég er letibikkja samkvæmt sumum og finnst kvikmyndir sem gerist ekkert í skemmtilegar. Ég kann að segja skemmtilegar sannar sögur, sennilega af því ég tek oft eftir venjulegum hlutum sem mörgum finnast svo sjálfsagðir að fólk hættir að taka eftir því,“ segir Móa. Í myndum hennar er oft að finna skemmtilegar sögur sem hver og einn getur túlkað á sinn hátt. „Þessi sýning er frekar sæt og væn fyrir augað. Næsta sýning er í vinnslu og verður stærri og með meiri áherslur á kynmyndir, kvenvæðingu og frelsi,“ segir hún. Á sýningunni er meðal annars að finna gráskala myndaseríu af vinkonu Móu sem teknar voru fyrir tveimur árum. „Þetta er svona gráskala sería, ég hugsa ég hafi tekið gráskala seríu því ég er alltaf að vinna með liti, ég á erfitt með að taka svarthvítar myndir. Ég er að ögra sjálfri mér með því að hætta að vinna í þessum blessaða regnboga alltaf og prófa að gera gráskala.“ Móa leikur sér líka aðeins með kynjahlutverkin sem eru henni hugleikin. „Ég er með verk sem eru tvær myndir af barni þar sem það er sett í tvo kynbúninga, sama barnið, og þetta eru tvær myndir hlið við hlið. Mynd af barni í kvenlægari búning og svo í karllægari búning. Smá núansar sem gera það að verkum að barnið fellur í að vera annaðhvort strákur eða stelpa. Ég er búin að sýna mörgum þetta og það veit enginn hvert upprunalega kynið á barninu er.“ Síðan er líka að finna mynd af sokk í muffinsformi sem er ákveðin tilvísun í blæti sem Móa hefur. „Ég er með táfýlublæti fyrir karlkynssokkum,“ segir Móa örlítið vandræðaleg. „Það eru samt ekki hvaða sokkar sem er. Ég er búin að pæla mikið í þessu og ég roðna bara að tala um þetta. En mig langar að koma þessu út því þá getur enginn stungið mig í bakið með þetta.“ Móa segist hafa kannað vel þetta blæti og komist að því hún sé alls ekki sú eina með blætið. „Það eru mjög margir með þetta. Þetta er svo djúpt hjá manni. Það eru sumir karlmenn með ákveðna táfýlu sem ég heillast af,“ segir hún. Þetta á þó ekki við alla táfýlu heldur ákveðna tegund. „Nei, táfýla er mjög mismunandi. Sum er eins og harðfiskur, sum eins og ostur, sum eins og edik, sum eins og gamall sviti. Það er svo mikið af hormónum sem koma út um ilina, eins og handarkrikanum og í kringum eitla.“ Sýningin opnar klukkan 14 í Lágafellslaug en það er einmitt við hliðina á heimili Móu. „Þetta er skemmtilegur staður til að sýna því hér kemur almenningur sem fer kannski ekki á listasöfn. Hérna er það sem tvíhyggja kynmyndarinnar kórónast, hér eru tveir klefar, fyrir karla og konur, sem endurspeglar líka vissar pælingar í sumum myndunum hjá mér.“
Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira