Klassísk með smá „fútti“ Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. september 2015 13:00 Ási Már Friðriksson fatahönnuður (t.v.) kynnti nýja herralínu á dögunum undir heitinu ASI MAR. Myndir/Íris Dögg Einarsdóttir „Ég ákvað að hætta að kvarta yfir því að finna aldrei nein föt á sjálfan mig sem mér líkaði og hanna þau bara sjálfur,“ segir Ási Már Friðriksson fatahönnuður. Ási kynnti glænýja herralínu á dögunum undir merkinu ASI MAR.Ási er einn þeirra hönnuða sem standa að Tískubúðinni P3, Miðstræti 12 við Skálholtsstíg, og fyrst um sinn fæst línan þar en ætlunin er að koma línunni í fleiri verslanir þegar fram líða stundir. Ási segir þessa fyrstu línu smáa í sniðum. „Ég hef aðallega hannað kvenfatnað fram að þessu og þar getur maður leyft sér miklu meira þegar kemur að stærð og sniðum. Við vinnslu herralínunnar setti ég mér ákveðið form til að vinna inn í, sem er skemmtileg tilbreyting. Ég vildi líka finna út úr því í hvaða átt ég vildi fara með þessa fyrstu línu og einbeitti mér að efri pörtum. Ég hélt lítið boð hér á vinnustofunni í P3 um daginn fyrir þá nánustu, til að koma og skoða fatnaðinn. Viðbrögðin við línunni voru góð og fyrsti hluti framleiðslunnar fór hratt. Ég á von á seinna hollinu fljótlega. Sniðin eru klassísk herrasnið, aðsniðnar skyrtur, stuttermabolir og peysa.Ég vildi gera aðgengileg föt, klæðileg og klassísk en þó með svolítilli leikgleði. Mér finnst hana oft vanta. Það má ekki taka hlutina of alvarlega.” Leikgleðina má sjá í munstrum og grafík. Ási vinnur sjálfur munstrin og lætur prenta þau á hefðbundin skyrtuefni fyrir sig erlendis. Munstrin sækir hann í plönturíkið. „Ég var í miklum vorfíling þegar ég vann línuna og nota því mikið plöntumunstur og blóm og vann einnig grafík með munstrunum. Ég er þegar farinn að huga að vetrarlínunni. Þá verða munstrin miklu grafískari og mínímalískari. Vetrarlínan verður einnig dekkri, og hún verður eitthvað stærri og meira úrval. Þetta er fatnaður sem mig myndi sjálfan langa í, klassískur en með smá fútti í.“Orri Helgason frá Eskimo sat fyrir á myndunum fyrir ASI MAR.Um förðun sá Diego Batista og Steinunn Ósk sá um hárgreiðslu.Myndirnar tók Íris Dögg Einarsdóttir. Tengdar fréttir ASI MAR kynnt með pompi og prakt Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson kynnti nýtt herramerki sitt í gær. 24. júlí 2015 19:11 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég ákvað að hætta að kvarta yfir því að finna aldrei nein föt á sjálfan mig sem mér líkaði og hanna þau bara sjálfur,“ segir Ási Már Friðriksson fatahönnuður. Ási kynnti glænýja herralínu á dögunum undir merkinu ASI MAR.Ási er einn þeirra hönnuða sem standa að Tískubúðinni P3, Miðstræti 12 við Skálholtsstíg, og fyrst um sinn fæst línan þar en ætlunin er að koma línunni í fleiri verslanir þegar fram líða stundir. Ási segir þessa fyrstu línu smáa í sniðum. „Ég hef aðallega hannað kvenfatnað fram að þessu og þar getur maður leyft sér miklu meira þegar kemur að stærð og sniðum. Við vinnslu herralínunnar setti ég mér ákveðið form til að vinna inn í, sem er skemmtileg tilbreyting. Ég vildi líka finna út úr því í hvaða átt ég vildi fara með þessa fyrstu línu og einbeitti mér að efri pörtum. Ég hélt lítið boð hér á vinnustofunni í P3 um daginn fyrir þá nánustu, til að koma og skoða fatnaðinn. Viðbrögðin við línunni voru góð og fyrsti hluti framleiðslunnar fór hratt. Ég á von á seinna hollinu fljótlega. Sniðin eru klassísk herrasnið, aðsniðnar skyrtur, stuttermabolir og peysa.Ég vildi gera aðgengileg föt, klæðileg og klassísk en þó með svolítilli leikgleði. Mér finnst hana oft vanta. Það má ekki taka hlutina of alvarlega.” Leikgleðina má sjá í munstrum og grafík. Ási vinnur sjálfur munstrin og lætur prenta þau á hefðbundin skyrtuefni fyrir sig erlendis. Munstrin sækir hann í plönturíkið. „Ég var í miklum vorfíling þegar ég vann línuna og nota því mikið plöntumunstur og blóm og vann einnig grafík með munstrunum. Ég er þegar farinn að huga að vetrarlínunni. Þá verða munstrin miklu grafískari og mínímalískari. Vetrarlínan verður einnig dekkri, og hún verður eitthvað stærri og meira úrval. Þetta er fatnaður sem mig myndi sjálfan langa í, klassískur en með smá fútti í.“Orri Helgason frá Eskimo sat fyrir á myndunum fyrir ASI MAR.Um förðun sá Diego Batista og Steinunn Ósk sá um hárgreiðslu.Myndirnar tók Íris Dögg Einarsdóttir.
Tengdar fréttir ASI MAR kynnt með pompi og prakt Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson kynnti nýtt herramerki sitt í gær. 24. júlí 2015 19:11 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
ASI MAR kynnt með pompi og prakt Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson kynnti nýtt herramerki sitt í gær. 24. júlí 2015 19:11
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp