Maður þarf ekki að hafa vit á tónlist Magnús Guðmundsson skrifar 3. september 2015 11:30 Kristinn Sigmundsson söngvari og Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Visir/GVA Upphafstónleikar nýs starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands fara fram í Eldborgarsal Hörpu í kvöld þegar Kristinn Sigmundsson flytur uppáhaldsaríurnar sínar og verða tónleikarnir endurteknir annað kvöld. Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, segir mikilvægi hennar mikið í menningarlífi þjóðarinnar. „Sinfónían var stofnuð á sama tíma og Þjóðleikhúsið var opnað árið 1950 og er því 65 ára um þessar mundir. Á þessum tíma, þegar lýðveldið var ungt, var til ákaflega framsýnt fólk sem vildi að menningin mótaði sjálfsmynd þjóðarinnar. Sinfónían, Þjóðleikhúsið og Háskóli Íslands eru grunnstoðir í þessari hugsun.“Hljómsveit landsmanna Því er stundum haldið fram að Sinfónían nái helst til eldri tónlistarunnenda en spurð út í þetta atriði segir Arna Kristín að fastir áskrifendur séu margir á miðjum aldri en að hljómsveitin nái engu að síður til afar breiðs hóps, enda hafi verið unnið markvisst í því á liðnum árum. „Við erum til að mynda með afar öflugt fræðslustarf og spiluðum t.d. fyrir sextán þúsund grunnskólabörn á síðasta ári. Svo setjum við líka á okkur ólíka hatta og spilum fjölbreytta tónlist og í ár er það John Grant á Airwaves og seinna í vetur Emilíana Torrini, þannig að við náum til breiðari hóps eins og við þurfum að gera sem hljómsveit allra landsmanna.“Arna Kristín segir fólk aðeins þurfa að koma með opið hjarta til þess að njóta tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.Visir/GVAOpið hjarta „Á Menningarnótt finnum við einmitt vel fyrir þessari breidd en í ár vorum við með dúndurtónleika og troðfullt hús af fólki á öllum aldri. Málið er að tónlistin fer ekki í manngreinarálit. Það er algjör misskilningur að maður þurfi eitthvað að hafa vit á tónlist til þess að njóta hennar – málið er að bara að hlusta og upplifa, opna hjarta sitt og njóta. Þetta er eins og að labba í fyrsta skipti inn í Sixtínsku kapelluna eða sambærilegt meistaraverk – þú gengur inn í upplifunina þar sem mannsandinn hefur náð ákveðnu hámarki í sköpun sinni. Það er það sem við erum að reyna að endurskapa á sviðinu í hvert eitt sinn. Ég veit að fólk mun finna fyrir þessari upplifun á tónleikum Kristins. Við erum rík þjóð að eiga svona listamenn og hægt að nefna marga sem auðga líf okkar. Hingað koma líka alþjóðlegir listamenn í hverri viku. Við erum t.d. að fá til okkar frábæra erlenda hljómsveitarstjóra og einleikara viku eftir viku og líka okkar menn eins og t.d. Ashkenazy og Osma Venska–sem hafa haft svo mikið að segja fyrir okkar tónlistarlíf og okkur sem menningarþjóð.“Förum víða Arna Kristín segir að eitt helsta tilhlökkunarefni starfsársins sé að Sinfónían haldi nú í október í flotta ferð landshornanna á milli og spili á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. „Síðast þegar við fórum var það þegar hrunið varð og við urðum að aflýsa ferð til Japans en þá fórum við í staðinn í glæsilega ferð um Ísland sem við ætlum nú að endurtaka og hlökkum mikið til. Það er okkur mikilvægt að sem flestir landsmenn eigi þess kost að njóta þess að koma á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Daníel Bjarnason, staðarlistamaðurinn okkar sem er bæði hljómsveitarstjóri og tónskáld, verður hljómsveitarstjóri og sveitin mun flytja verk eftir hann sem heitir Blow Bright auk fleiri spennandi verka. Einleikari verður Arngunnur Árnadóttir klarinettuleikari sem er alveg frábær tónlistarmaður og fyrsti klarinettuleikari sveitarinnar. Hún tók við því hlutverki af Einari Jóhannessyni fyrir skömmu en hann er einn af þeim fjölmörgu frábæru listamönnum sem hafa lagt gríðarlega mikið til hljómsveitarinnar. En þetta verða glæsilegir tónleikar og við hlökkum mikið til að spila fyrir fólkið á þessum fallegu stöðum.“ Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Upphafstónleikar nýs starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands fara fram í Eldborgarsal Hörpu í kvöld þegar Kristinn Sigmundsson flytur uppáhaldsaríurnar sínar og verða tónleikarnir endurteknir annað kvöld. Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, segir mikilvægi hennar mikið í menningarlífi þjóðarinnar. „Sinfónían var stofnuð á sama tíma og Þjóðleikhúsið var opnað árið 1950 og er því 65 ára um þessar mundir. Á þessum tíma, þegar lýðveldið var ungt, var til ákaflega framsýnt fólk sem vildi að menningin mótaði sjálfsmynd þjóðarinnar. Sinfónían, Þjóðleikhúsið og Háskóli Íslands eru grunnstoðir í þessari hugsun.“Hljómsveit landsmanna Því er stundum haldið fram að Sinfónían nái helst til eldri tónlistarunnenda en spurð út í þetta atriði segir Arna Kristín að fastir áskrifendur séu margir á miðjum aldri en að hljómsveitin nái engu að síður til afar breiðs hóps, enda hafi verið unnið markvisst í því á liðnum árum. „Við erum til að mynda með afar öflugt fræðslustarf og spiluðum t.d. fyrir sextán þúsund grunnskólabörn á síðasta ári. Svo setjum við líka á okkur ólíka hatta og spilum fjölbreytta tónlist og í ár er það John Grant á Airwaves og seinna í vetur Emilíana Torrini, þannig að við náum til breiðari hóps eins og við þurfum að gera sem hljómsveit allra landsmanna.“Arna Kristín segir fólk aðeins þurfa að koma með opið hjarta til þess að njóta tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.Visir/GVAOpið hjarta „Á Menningarnótt finnum við einmitt vel fyrir þessari breidd en í ár vorum við með dúndurtónleika og troðfullt hús af fólki á öllum aldri. Málið er að tónlistin fer ekki í manngreinarálit. Það er algjör misskilningur að maður þurfi eitthvað að hafa vit á tónlist til þess að njóta hennar – málið er að bara að hlusta og upplifa, opna hjarta sitt og njóta. Þetta er eins og að labba í fyrsta skipti inn í Sixtínsku kapelluna eða sambærilegt meistaraverk – þú gengur inn í upplifunina þar sem mannsandinn hefur náð ákveðnu hámarki í sköpun sinni. Það er það sem við erum að reyna að endurskapa á sviðinu í hvert eitt sinn. Ég veit að fólk mun finna fyrir þessari upplifun á tónleikum Kristins. Við erum rík þjóð að eiga svona listamenn og hægt að nefna marga sem auðga líf okkar. Hingað koma líka alþjóðlegir listamenn í hverri viku. Við erum t.d. að fá til okkar frábæra erlenda hljómsveitarstjóra og einleikara viku eftir viku og líka okkar menn eins og t.d. Ashkenazy og Osma Venska–sem hafa haft svo mikið að segja fyrir okkar tónlistarlíf og okkur sem menningarþjóð.“Förum víða Arna Kristín segir að eitt helsta tilhlökkunarefni starfsársins sé að Sinfónían haldi nú í október í flotta ferð landshornanna á milli og spili á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. „Síðast þegar við fórum var það þegar hrunið varð og við urðum að aflýsa ferð til Japans en þá fórum við í staðinn í glæsilega ferð um Ísland sem við ætlum nú að endurtaka og hlökkum mikið til. Það er okkur mikilvægt að sem flestir landsmenn eigi þess kost að njóta þess að koma á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Daníel Bjarnason, staðarlistamaðurinn okkar sem er bæði hljómsveitarstjóri og tónskáld, verður hljómsveitarstjóri og sveitin mun flytja verk eftir hann sem heitir Blow Bright auk fleiri spennandi verka. Einleikari verður Arngunnur Árnadóttir klarinettuleikari sem er alveg frábær tónlistarmaður og fyrsti klarinettuleikari sveitarinnar. Hún tók við því hlutverki af Einari Jóhannessyni fyrir skömmu en hann er einn af þeim fjölmörgu frábæru listamönnum sem hafa lagt gríðarlega mikið til hljómsveitarinnar. En þetta verða glæsilegir tónleikar og við hlökkum mikið til að spila fyrir fólkið á þessum fallegu stöðum.“
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira