Töfrar náttúrunnar birtast í texta, tónum og myndum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2015 10:30 "Landslagið síast inn hjá mér á ferðalögunum og ég vinn út frá þeirri reynslu,“ segir Arngunnur Ýr. Visir/Stefán Myndlistarkonan Arngunnur Ýr Gylfadóttir hefur opnað sýningu í Hörpu og á morgun lítur bókin Vitni/Witness dagsins ljós, hún er með myndum Arngunnar Ýrar og textum eftir skáldið Elísabetu Jökulsdóttur. „Ég hef oft hrifist af því hvernig Elísabet lýsir náttúrunni sem ægilegri og hrífandi í senn svo ég hringdi í hana og spurði hvort hún væri ekki til í einhvers konar samvinnu, því mig langaði að gefa út bók,“ lýsir listakonan. Hún segir Elísabetu hafa verið í Hveragerði en tekið vel í erindið og að allir textarnir í bókinni séu nýir. Þær fari hvor sína leið í sköpuninni og svo sé það lesandans að finna út hvernig tengingin er. „Báðar höfum við Elísabet áhuga á ákveðnum töfrum og því sem virðist óskiljanlegt við fyrstu sýn, enda er texti í bókinni sem heitir Krípí náttúra.“ Arngunnur Ýr starfar við leiðsögn og hefur gert í tuttugu og fimm ár. „Landslagið síast inn hjá mér í ferðalögunum og ég vinn út frá þeirri reynslu,“ segir hún. Arngunnur tekur líka fram að sýningin standi til 16. september og að útgáfuteiti verði í Hörpu klukkan 17 á morgun, 3. september. Þar spili félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og allir séu velkomnir. Myndlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Myndlistarkonan Arngunnur Ýr Gylfadóttir hefur opnað sýningu í Hörpu og á morgun lítur bókin Vitni/Witness dagsins ljós, hún er með myndum Arngunnar Ýrar og textum eftir skáldið Elísabetu Jökulsdóttur. „Ég hef oft hrifist af því hvernig Elísabet lýsir náttúrunni sem ægilegri og hrífandi í senn svo ég hringdi í hana og spurði hvort hún væri ekki til í einhvers konar samvinnu, því mig langaði að gefa út bók,“ lýsir listakonan. Hún segir Elísabetu hafa verið í Hveragerði en tekið vel í erindið og að allir textarnir í bókinni séu nýir. Þær fari hvor sína leið í sköpuninni og svo sé það lesandans að finna út hvernig tengingin er. „Báðar höfum við Elísabet áhuga á ákveðnum töfrum og því sem virðist óskiljanlegt við fyrstu sýn, enda er texti í bókinni sem heitir Krípí náttúra.“ Arngunnur Ýr starfar við leiðsögn og hefur gert í tuttugu og fimm ár. „Landslagið síast inn hjá mér í ferðalögunum og ég vinn út frá þeirri reynslu,“ segir hún. Arngunnur tekur líka fram að sýningin standi til 16. september og að útgáfuteiti verði í Hörpu klukkan 17 á morgun, 3. september. Þar spili félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og allir séu velkomnir.
Myndlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira