Kolbeinn Birgir Finnsson, 16 ára leikmaður Fylkis, mun að öllum líkindum ganga til liðs við hollenska liðið Groningen um áramótin.
Þetta staðfesti Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hjá Total Football, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Kolbeinn hefur komið við sögu í sjö leikjum Fylkis í Pepsi-deildinni í sumar en hann er yngsti leikmaður sem hefur spilað fyrir Árbæjarliðið í sögu félagsins.
Þá hefur Kolbeinn leikið 11 leiki með U-17 ára landsliðinu.
Kolbeinn er sonur Finns Kolbeinssonar, fyrrverandi leikmanns Fylkis sem var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2002.
Vonarstjarna Fylkis á leið til Groningen

Tengdar fréttir

Kolbeinn bætti metið um tíu daga | Yngsti leikmaður Fylkis frá upphafi
Kolbeinn Birgir Finnsson setti nýtt met í gær þegar hann kom inná sem varamaður á 84. mínútu í 1-1 jafntefli Fylkis á móti Fjölni í Grafarvogi. Þetta kemur fram á heimasíðu Fylkismanna.