Hélt alltaf að Ferðalok fjallaði um Hornafjörð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. september 2015 10:15 „Ég fékk ekkert að vera í bílskúrsböndunum, heldur var bara kominn í fullorðinsmúsík mjög snemma,“ rifjar Grétar upp. Vísir/GVA Þó að langt sé síðan Grétar Örvarsson varð þekkt nafn í tónlistarlífi landsmanna hefur hann ekki gefið út sólódisk fyrr en í dag. „Ég hef bara spilað og sungið á plötum, kasettum og diskum með Stjórninni, við gáfum út, ef ég man rétt, sjö plötur. Svo gaf ég líka út diskinn Milli mín og þín með Bjarna Ara á sínum tíma,“ segir Grétar, þegar hann lýsir útgáfuferlinum. Grétar ólst upp austur á Hornafirði og var fjórtán ára farinn að spila opinberlega við ýmis tækifæri. „Mamma, Karen Karlsdóttir, hjálpaði mér að kaupa hljóðfæri, það var Yamaha, tveggja borða orgel með fótbassa,“ rifjar hann upp. Hann kveðst hafa verið í píanónámi hjá Sigjóni Bjarnasyni á Brekkubæ en lært líka mikið bara sjálfur. „Ég fór snemma að spila með mönnum sem voru aðeins eldri en ég og skipuðu mér að fara að spila djass-standarda og gömlu dansana. Ég fékk ekkert að vera í bílskúrsböndunum heldur var bara strax kominn í fullorðinsmúsík. Þá voru böll um hverja helgi og ég fékk undanþágu hjá sýslumanninum, Friðjóni Guðröðarsyni, til að spila á Hótel Höfn, þar sem var vínveitingaleyfi. Sautján ára stofnaði ég svo mína fyrstu hljómsveit austur á Hornafirði. Þetta var allt rosalega góður skóli sem ég bý alltaf að." Faðir Grétars var hinn landsþekkti harmóníkuleikari Örvar Kristjánsson. Skyldu þeir feðgar ekki hafa troðið upp saman? „Jú, þegar ég var kominn til Reykjavíkur í nám, átján, nítján ára, greip ég oft í að spila með pabba, meðal annars á Skálafelli á Hótel Esju (sem nú heitir Nordica hótel) og fór með honum að spila á þorrablóti Íslendinga í Stokkhólmi. Fljótlega var ég samt kominn með mína eigin sveit, Hljómsveit Grétars Örvarssonar, og 23 ára orðinn hljómsveitarstjóri á Hótel Sögu, þar spilaði ég í mörg ár, bæði í Átthagasal og Súlnasal og árið 1988 stofnaði ég svo Stjórnina.“ Lengi býr að fyrstu gerð og með diskinum sem nú er að koma út leitar Grétar til fortíðar í gömlu góðu dægurlögin. Hann tekur fyrir þekkt íslensk og skandinavísk lög, með íslenskum textum og syngur þau öll. Auk þess syngja þrjár söngkonur með honum jafnmarga dúetta, Stefanía Svavarsdóttir, Heiða Ólafsdóttir og Elísabet Ormslev. „Allt frábærar söngkonur,“ segir Grétar og tekur líka fram að fjöldinn allur af góðum hljóðfæraleikurum spili með honum á diskinum. Grétar er ekkert að flækja málin þegar kemur að nafngift disksins sem heitir Ellefu dægurlög. Kvöldsigling Gísla Helgasonar hljómar þar í nýrri útsetningu og meðal laga eru Eina nótt (Láttu mjúkra lokka flóð), Þannig týnist tíminn og Ferðalok. „Ég hélt alltaf að Ferðalok væri samið um Hornafjörð,“ segir Grétar, „Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga… - mjög hornfirsk mynd. Þegar ég fór að huga að útgáfutónleikum kom bara einn staður til greina. Ég ætla að halda þá „heima“ á Hornafirði þann 19. september og að sjálfsögðu á Hótel Höfn þar sem ég byrjaði.“ Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þó að langt sé síðan Grétar Örvarsson varð þekkt nafn í tónlistarlífi landsmanna hefur hann ekki gefið út sólódisk fyrr en í dag. „Ég hef bara spilað og sungið á plötum, kasettum og diskum með Stjórninni, við gáfum út, ef ég man rétt, sjö plötur. Svo gaf ég líka út diskinn Milli mín og þín með Bjarna Ara á sínum tíma,“ segir Grétar, þegar hann lýsir útgáfuferlinum. Grétar ólst upp austur á Hornafirði og var fjórtán ára farinn að spila opinberlega við ýmis tækifæri. „Mamma, Karen Karlsdóttir, hjálpaði mér að kaupa hljóðfæri, það var Yamaha, tveggja borða orgel með fótbassa,“ rifjar hann upp. Hann kveðst hafa verið í píanónámi hjá Sigjóni Bjarnasyni á Brekkubæ en lært líka mikið bara sjálfur. „Ég fór snemma að spila með mönnum sem voru aðeins eldri en ég og skipuðu mér að fara að spila djass-standarda og gömlu dansana. Ég fékk ekkert að vera í bílskúrsböndunum heldur var bara strax kominn í fullorðinsmúsík. Þá voru böll um hverja helgi og ég fékk undanþágu hjá sýslumanninum, Friðjóni Guðröðarsyni, til að spila á Hótel Höfn, þar sem var vínveitingaleyfi. Sautján ára stofnaði ég svo mína fyrstu hljómsveit austur á Hornafirði. Þetta var allt rosalega góður skóli sem ég bý alltaf að." Faðir Grétars var hinn landsþekkti harmóníkuleikari Örvar Kristjánsson. Skyldu þeir feðgar ekki hafa troðið upp saman? „Jú, þegar ég var kominn til Reykjavíkur í nám, átján, nítján ára, greip ég oft í að spila með pabba, meðal annars á Skálafelli á Hótel Esju (sem nú heitir Nordica hótel) og fór með honum að spila á þorrablóti Íslendinga í Stokkhólmi. Fljótlega var ég samt kominn með mína eigin sveit, Hljómsveit Grétars Örvarssonar, og 23 ára orðinn hljómsveitarstjóri á Hótel Sögu, þar spilaði ég í mörg ár, bæði í Átthagasal og Súlnasal og árið 1988 stofnaði ég svo Stjórnina.“ Lengi býr að fyrstu gerð og með diskinum sem nú er að koma út leitar Grétar til fortíðar í gömlu góðu dægurlögin. Hann tekur fyrir þekkt íslensk og skandinavísk lög, með íslenskum textum og syngur þau öll. Auk þess syngja þrjár söngkonur með honum jafnmarga dúetta, Stefanía Svavarsdóttir, Heiða Ólafsdóttir og Elísabet Ormslev. „Allt frábærar söngkonur,“ segir Grétar og tekur líka fram að fjöldinn allur af góðum hljóðfæraleikurum spili með honum á diskinum. Grétar er ekkert að flækja málin þegar kemur að nafngift disksins sem heitir Ellefu dægurlög. Kvöldsigling Gísla Helgasonar hljómar þar í nýrri útsetningu og meðal laga eru Eina nótt (Láttu mjúkra lokka flóð), Þannig týnist tíminn og Ferðalok. „Ég hélt alltaf að Ferðalok væri samið um Hornafjörð,“ segir Grétar, „Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga… - mjög hornfirsk mynd. Þegar ég fór að huga að útgáfutónleikum kom bara einn staður til greina. Ég ætla að halda þá „heima“ á Hornafirði þann 19. september og að sjálfsögðu á Hótel Höfn þar sem ég byrjaði.“
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp