Líklega besta stórlaxasvæði landsins Karl LúðvíkssonÞað skrifar 19. september 2015 12:00 Björgvin Krauni með stórlax ú Nesi Mynd: Guðmundur Helgi Bjarnason Það hlýtur að vera draumur hvers veiðimanns að taka í það minnsta einu sinni á sannkölluðum stórlaxi. Sumir eru það heppnir að fá að upplufa það augnablik einu sinni en svo eru þeir sem einhverra hluta vegna draga að sér stórlaxa og landa í það minnsta tveimur eða þremur slíkur löxum á hverju sumri. Það er fátt að gera við því nema þá að samgleðjast og leggja þá á ráðin hvernig hægt er að komast í þennan 100 sm (áður 20 punda) klúbb. Það hjálpar auðvitað mikið að veiða í þeim ám þar sem slíkir höfðingjar eru svo gott sem daglegt brauð og þær eru sem betur fer nokkrar árnar á Íslandi sem er hýbýli slíkra laxa. Þeirra á meðal eru t.d. Blanda, Miðfjarðará, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Stóra Laxá, Breiðdalsá, Jökla og Rangárnar bara svo nokkrar séu nefndar. Drottningin sem vantar þó á þennan lista eru örugglega allir veiðimenn sammála um að sé höfuðvígi stórlaxana en það er Laxá í Aðaldal. Síðustu ár hefur hún líklega skilað fleiri 100 sm löxum, og stærri, á land heldur en nokkur önnur á á landinu. Svæðið kennt við Nes í Laxá er líklega eitt það vinsælasta hjá veiðimönnum sem vilja láta á það reyna að glíma við stórlax og hefur svæðið orðið sífellt vinsælla með hverju árinu. Þarna eru einhverjir flottustu veiðistaðir landsins og þarna er heimavöllur risana. Við höfum greint nokkrum sinnum frá stórlöxum þarna í sumar en þeir eru mun fleiri en við náum að segja frá. Í lok tímabils verður áhugavert að fá heildartölurnar úr veiðibókinni á Nesi til að sjá hversu margir fengu þá gæfi að takast á við stórlax í Laxá og auðvitað að láta sig dreyma í leiðinni um að fá eina töku frá laxi sem vigtar um eða yfir 20 kíló, það er alvöru. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Það hlýtur að vera draumur hvers veiðimanns að taka í það minnsta einu sinni á sannkölluðum stórlaxi. Sumir eru það heppnir að fá að upplufa það augnablik einu sinni en svo eru þeir sem einhverra hluta vegna draga að sér stórlaxa og landa í það minnsta tveimur eða þremur slíkur löxum á hverju sumri. Það er fátt að gera við því nema þá að samgleðjast og leggja þá á ráðin hvernig hægt er að komast í þennan 100 sm (áður 20 punda) klúbb. Það hjálpar auðvitað mikið að veiða í þeim ám þar sem slíkir höfðingjar eru svo gott sem daglegt brauð og þær eru sem betur fer nokkrar árnar á Íslandi sem er hýbýli slíkra laxa. Þeirra á meðal eru t.d. Blanda, Miðfjarðará, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Stóra Laxá, Breiðdalsá, Jökla og Rangárnar bara svo nokkrar séu nefndar. Drottningin sem vantar þó á þennan lista eru örugglega allir veiðimenn sammála um að sé höfuðvígi stórlaxana en það er Laxá í Aðaldal. Síðustu ár hefur hún líklega skilað fleiri 100 sm löxum, og stærri, á land heldur en nokkur önnur á á landinu. Svæðið kennt við Nes í Laxá er líklega eitt það vinsælasta hjá veiðimönnum sem vilja láta á það reyna að glíma við stórlax og hefur svæðið orðið sífellt vinsælla með hverju árinu. Þarna eru einhverjir flottustu veiðistaðir landsins og þarna er heimavöllur risana. Við höfum greint nokkrum sinnum frá stórlöxum þarna í sumar en þeir eru mun fleiri en við náum að segja frá. Í lok tímabils verður áhugavert að fá heildartölurnar úr veiðibókinni á Nesi til að sjá hversu margir fengu þá gæfi að takast á við stórlax í Laxá og auðvitað að láta sig dreyma í leiðinni um að fá eina töku frá laxi sem vigtar um eða yfir 20 kíló, það er alvöru.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði