Tíundi titilleikurinn hjá FH-ingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2015 09:00 Heimir Guðjónsson þekkir þessa stöðu vel. vísir/valli 352 dögum eftir áfallið á Kaplakrikavelli í fyrrahaust eru FH-ingar komnir aftur í sömu stöðu. Eitt stig og Íslandsmeistaratitilinn er þeirra, í sjöunda sinn á tólf árum. Mótherjarnir nú er eins og fyrir ári síðan, lið sem hefur komið mörgum mönnum á óvart undir stjórn nýs þjálfara. Aðstæðurnar eru hinsvegar allt aðrar. FH er með átta stiga forskot á Breiðablik þegar níu stig eru eftir í pottinum. Blikar hafa tapað fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum sínum og því þurfa þeir sigur á FH á morgun auk afar hagstæðra úrslita í síðustu tveimur umferðunum. Blikar eiga því að margra mati aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna titilinn. Það varð ekkert úr einvígi FH og KR þrátt fyrir að KR-ingar hafi sótt þrjú stig í Kaplakrikann um miðjan júlí og verið þá með tveggja stiga forskot á toppnum. Síðan þá hafa FH-ingar fengið ellefu fleiri stig en KR-liðið en FH-liðið getur unnið áttunda leikinn í röð í Kópavoginum á morgun. FH hefur níu sinnum áður verið í þeirri stöðu að geta treyst á sjálfan sig í leik til að landa Íslandsmeistaratitlinum í Hafnarfjörðinn. Auk þess hafa FH-ingar fjórum sinnum getað tryggt sér titilinn með góðri hjálp frá öðrum liðum í öðrum leikjum á sama tíma. FH-inga spila því tíunda titilleik félagsins á Kópavogsvellinum klukkan 16.30 á morgun. FH-ingar eiga slæmar minningar frá bæði þegar þeir voru fyrst í þessari stöðu fyrir 25 árum og þegar þeir voru síðast í þessari stöðu á móti Stjörnunni í lokaumferðinni í fyrra í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.graf/fréttablaðiðAð þessu sinni er aðstaðan reyndar allt önnur enda á liðið tvo leiki til góða náist ekki ætlunarverkið á morgun. FH-ingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil haustið 2004 en fimmtán árum fyrr töldu flestir að titilinn væri á leiðinni í Krikann. FH var með eins stigs forskot á KA fyrir lokaumferðina 1989 og framundan var heimaleikur á móti neðsta liðinu í deildinni. FH, þá nýliðar í deildinni, unnu leiki sína í 16. og 17. umferð og voru einu skrefi frá því að verða fyrstu nýliðarnir til að verða Íslandsmeistarar. Þrátt fyrir draumabyrjun og mark eftir aðeins þrjár mínútur þá urðu FH-ungar að sætta sig við tap á móti Fylki í 18. umferðinni og að horfa á eftir titlinum til KA-manna sem unnu 2-0 sigur á Keflavík á sama tíma. FH-ingar tryggðu sér fyrsta titilinn með sigri á KA 2004 og árin á eftir voru þeir búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina. FH missti titilinn til Valsmanna sumarið 2007 eftir tap í hálfgerðum úrslitaleik í næstsíðustu umferðinni. FH-ingar höfðu síðan klárað titilinn bæði 2009 og 2012 auk þess að liðið fékk góða hjálp frá Fram í lokaumferðinni við að landa titlinum haustið 2008. Fyrir tæpu ári síðan missti FH-liðið hinsvegar frá sér titilinn með dramatískum hætti þegar Stjarnan, manni færri, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Það hefur tekið sinn tíma fyrir FH-inga að jafna sig á þeim leik og að öllum líkindum hreinsa þeir 4. október 2014 ekki út úr kerfinu fyrr en að Íslandsmeistaratitilinn 2015 er í höfn.vísir/stefánTitilleikir FH: 18. umferð 1989 - Tókst ekki 1 stigs forskot á KA Sigur tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Fylki KA vann Keflavík 2-0 á útivelli KA Íslandsmeistari í 1. sinn18. umferð 2004 - Íslandsmeistarar 3 stiga forskot á ÍBV Jafntefli tryggir titilinn 2-1 sigur á útivelli á móti KA ÍBV tapaði sínum leik FH Íslandsmeistari í 1. sinn15. umferð 2005 - Íslandsmeistarar 11 stiga forskot á Val Jafntefli tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 2. sinn16. umferð 2006 - Tókst ekki 7 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 1-1 jafntefli á útivelli á móti ÍBV ÍBV jafnaði metin í uppbótartíma17. umferð 2006 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 4-0 sigur á heimavelli á móti Víkingi FH Íslandsmeistari í 3. sinn17. umferð 2007 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 2-0 tap á heimavelli á móti Val Valur vann HK 1-0 í lokaumferðinni Valur Íslandsmeistari í 20. sinn21. umferð 2009 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á KR Sigur tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 5. sinn19. umferð 2012 - Íslandsmeistarar 9 stiga forskot á ÍBV og KR Jafntefli tryggir titilinn 2-2 jafntefli á útivelli á móti Stjörnunni FH Íslandsmeistari í 6. sinn22. umferð 2014 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Stjörnuna Jafntefli tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Stjörnunni Stjarnan Íslandsmeistari í 1. sinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
352 dögum eftir áfallið á Kaplakrikavelli í fyrrahaust eru FH-ingar komnir aftur í sömu stöðu. Eitt stig og Íslandsmeistaratitilinn er þeirra, í sjöunda sinn á tólf árum. Mótherjarnir nú er eins og fyrir ári síðan, lið sem hefur komið mörgum mönnum á óvart undir stjórn nýs þjálfara. Aðstæðurnar eru hinsvegar allt aðrar. FH er með átta stiga forskot á Breiðablik þegar níu stig eru eftir í pottinum. Blikar hafa tapað fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum sínum og því þurfa þeir sigur á FH á morgun auk afar hagstæðra úrslita í síðustu tveimur umferðunum. Blikar eiga því að margra mati aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna titilinn. Það varð ekkert úr einvígi FH og KR þrátt fyrir að KR-ingar hafi sótt þrjú stig í Kaplakrikann um miðjan júlí og verið þá með tveggja stiga forskot á toppnum. Síðan þá hafa FH-ingar fengið ellefu fleiri stig en KR-liðið en FH-liðið getur unnið áttunda leikinn í röð í Kópavoginum á morgun. FH hefur níu sinnum áður verið í þeirri stöðu að geta treyst á sjálfan sig í leik til að landa Íslandsmeistaratitlinum í Hafnarfjörðinn. Auk þess hafa FH-ingar fjórum sinnum getað tryggt sér titilinn með góðri hjálp frá öðrum liðum í öðrum leikjum á sama tíma. FH-inga spila því tíunda titilleik félagsins á Kópavogsvellinum klukkan 16.30 á morgun. FH-ingar eiga slæmar minningar frá bæði þegar þeir voru fyrst í þessari stöðu fyrir 25 árum og þegar þeir voru síðast í þessari stöðu á móti Stjörnunni í lokaumferðinni í fyrra í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.graf/fréttablaðiðAð þessu sinni er aðstaðan reyndar allt önnur enda á liðið tvo leiki til góða náist ekki ætlunarverkið á morgun. FH-ingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil haustið 2004 en fimmtán árum fyrr töldu flestir að titilinn væri á leiðinni í Krikann. FH var með eins stigs forskot á KA fyrir lokaumferðina 1989 og framundan var heimaleikur á móti neðsta liðinu í deildinni. FH, þá nýliðar í deildinni, unnu leiki sína í 16. og 17. umferð og voru einu skrefi frá því að verða fyrstu nýliðarnir til að verða Íslandsmeistarar. Þrátt fyrir draumabyrjun og mark eftir aðeins þrjár mínútur þá urðu FH-ungar að sætta sig við tap á móti Fylki í 18. umferðinni og að horfa á eftir titlinum til KA-manna sem unnu 2-0 sigur á Keflavík á sama tíma. FH-ingar tryggðu sér fyrsta titilinn með sigri á KA 2004 og árin á eftir voru þeir búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina. FH missti titilinn til Valsmanna sumarið 2007 eftir tap í hálfgerðum úrslitaleik í næstsíðustu umferðinni. FH-ingar höfðu síðan klárað titilinn bæði 2009 og 2012 auk þess að liðið fékk góða hjálp frá Fram í lokaumferðinni við að landa titlinum haustið 2008. Fyrir tæpu ári síðan missti FH-liðið hinsvegar frá sér titilinn með dramatískum hætti þegar Stjarnan, manni færri, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Það hefur tekið sinn tíma fyrir FH-inga að jafna sig á þeim leik og að öllum líkindum hreinsa þeir 4. október 2014 ekki út úr kerfinu fyrr en að Íslandsmeistaratitilinn 2015 er í höfn.vísir/stefánTitilleikir FH: 18. umferð 1989 - Tókst ekki 1 stigs forskot á KA Sigur tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Fylki KA vann Keflavík 2-0 á útivelli KA Íslandsmeistari í 1. sinn18. umferð 2004 - Íslandsmeistarar 3 stiga forskot á ÍBV Jafntefli tryggir titilinn 2-1 sigur á útivelli á móti KA ÍBV tapaði sínum leik FH Íslandsmeistari í 1. sinn15. umferð 2005 - Íslandsmeistarar 11 stiga forskot á Val Jafntefli tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 2. sinn16. umferð 2006 - Tókst ekki 7 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 1-1 jafntefli á útivelli á móti ÍBV ÍBV jafnaði metin í uppbótartíma17. umferð 2006 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 4-0 sigur á heimavelli á móti Víkingi FH Íslandsmeistari í 3. sinn17. umferð 2007 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 2-0 tap á heimavelli á móti Val Valur vann HK 1-0 í lokaumferðinni Valur Íslandsmeistari í 20. sinn21. umferð 2009 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á KR Sigur tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 5. sinn19. umferð 2012 - Íslandsmeistarar 9 stiga forskot á ÍBV og KR Jafntefli tryggir titilinn 2-2 jafntefli á útivelli á móti Stjörnunni FH Íslandsmeistari í 6. sinn22. umferð 2014 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Stjörnuna Jafntefli tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Stjörnunni Stjarnan Íslandsmeistari í 1. sinn
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira