Norrænn samhljómur í bland við innilega sónötu eftir Brahms Magnús Guðmundsson skrifar 18. september 2015 10:30 Jóhannes Andreasen og Ármann Helgason Næstkomandi sunnudag verða fyrstu tónleikar vetrarins í Norræna húsinu í tónleikaröðinni 15.15 en heitið vísar til tímasetningar tónleikanna sem hefjast alltaf korter yfir þrjú á sunnudögum og eru alla jafna einu sinni í mánuði. Á sunnudaginn ríða á vaðið Ármann Helgason klarinettuleikari og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum með einkar áhugaverðum tónleikum sem bera yfirskriftina Norrænar stemningar og Brahms. Ármann segir að þessi tónleikaröð hafi verið í gangi í fjölda ára sem samstarfsverkefni Norræna hússins og tónlistarmanna „Þetta er ákveðin regnhlíf yfir tónleika og þá oft nýja tónlist svona í bland við annað. Það koma gestir af og til en það er engin meginregla. En nú kemur Jóhannes, færeyskur píanóleikari sem ég þekki reyndar frá fyrri tíð, og spilar með mér en ég fór reyndar talsvert til Færeyja á tímabili til þess að spila með þeirra hljómsveit sem kallast Aldurbáran og er svona nútímahópur.“ Tónleikarnir á sunnudaginn eru svona í anda þessarar tónleikaraðar en þar hljóma útsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, einleiksklarinettuverkið Kjøkr eftir færeyska tónskáldið Kára Bæk og píanóverkið Tómarúm eftir Færeyinginn Trónd Bogason, Tre Stycken eftir Svíann Lars-Erik Larsson og Sonetto eftir Finnann Einojuhani Rautavaara. Viðamesta verkið á tónleikunum er svo hin innilega Sónata Jóhannesar Brahms í Es-dúr. Ármann segir að vissulega sé að finna ákveðinn samhljóm á milli Færeyja og Íslands í tónlistinni. „Sem dæmi má taka seinna lagið sem við flytjum eftir Sveinbjörn, það er vikivaki og þá má að sjálfsögðu finna bæði hér og í Færeyjum og oft er svipaður rytmi í því sem við erum að gera. Mér finnst líka afskaplega gott að vinna með Færeyingum en það er líka tilhlökkunarefni að spila í Norræna húsinu hérna heima svo við vonumst til þess að sjá sem flesta á sunnudaginn.“ Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Næstkomandi sunnudag verða fyrstu tónleikar vetrarins í Norræna húsinu í tónleikaröðinni 15.15 en heitið vísar til tímasetningar tónleikanna sem hefjast alltaf korter yfir þrjú á sunnudögum og eru alla jafna einu sinni í mánuði. Á sunnudaginn ríða á vaðið Ármann Helgason klarinettuleikari og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum með einkar áhugaverðum tónleikum sem bera yfirskriftina Norrænar stemningar og Brahms. Ármann segir að þessi tónleikaröð hafi verið í gangi í fjölda ára sem samstarfsverkefni Norræna hússins og tónlistarmanna „Þetta er ákveðin regnhlíf yfir tónleika og þá oft nýja tónlist svona í bland við annað. Það koma gestir af og til en það er engin meginregla. En nú kemur Jóhannes, færeyskur píanóleikari sem ég þekki reyndar frá fyrri tíð, og spilar með mér en ég fór reyndar talsvert til Færeyja á tímabili til þess að spila með þeirra hljómsveit sem kallast Aldurbáran og er svona nútímahópur.“ Tónleikarnir á sunnudaginn eru svona í anda þessarar tónleikaraðar en þar hljóma útsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, einleiksklarinettuverkið Kjøkr eftir færeyska tónskáldið Kára Bæk og píanóverkið Tómarúm eftir Færeyinginn Trónd Bogason, Tre Stycken eftir Svíann Lars-Erik Larsson og Sonetto eftir Finnann Einojuhani Rautavaara. Viðamesta verkið á tónleikunum er svo hin innilega Sónata Jóhannesar Brahms í Es-dúr. Ármann segir að vissulega sé að finna ákveðinn samhljóm á milli Færeyja og Íslands í tónlistinni. „Sem dæmi má taka seinna lagið sem við flytjum eftir Sveinbjörn, það er vikivaki og þá má að sjálfsögðu finna bæði hér og í Færeyjum og oft er svipaður rytmi í því sem við erum að gera. Mér finnst líka afskaplega gott að vinna með Færeyingum en það er líka tilhlökkunarefni að spila í Norræna húsinu hérna heima svo við vonumst til þess að sjá sem flesta á sunnudaginn.“
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira