Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Karl Lúðvíksson skrifar 17. september 2015 16:00 Skothylki við þjóðvegin eru ummerki um gluggaskytterí Það hefur lengi verið stundað af óprúttnum skyttum að skjóta á bráð út um rúður á bílum en þessi aðferð er gjarnan köllum gluggaskytterí. Þessi veiðiaðferð ef má kalla er þó ekki stunduð nema af örfáum veiðimönnum sem eru heildinni til skammar því þetta er bannað samkvæmt lögum og er engan veginn í samræmi við siðfræði veiðimanna. Í 9. grein laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum segir í 17. lið„Vélknúin farartæki, nema báta á sjó til fuglaveiða enda gangi þeir ekki hraðar en níu sjómílur meðan á veiði stendur. Vélknúin farartæki á landi má nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegaslóðum. Skotvopn skulu vera óhlaðin meðan á akstri stendur. Þau skulu einnig vera óhlaðin nær vélknúnu farartæki á landi en 250 m.“ Síðasta línan ætti að vera ansi skýr um þetta en þrátt fyrir það er þetta uppátæki stundað. Ummerki um þetta má finna víða við vegi þar sem gæsir eru innan færis en skothylki liggja við vegarkantinn en þar ætti þau hreinlega ekki að finna. Undirritaður hefur verið vitni að því þegar bílar stöðva skyndilega við veg þegar gæs eða önd er nálægt veginum og út um gluggann kemur hlaup og það er hleypt af þrátt fyrir að vera á þjóðvegi. Það er vert að taka fram að meirihluti veiðimanna virðir þau lög og reglur sem eiga við um veiðar en það þarf ekki nema örfáa til að skemma það góða orðspor sem annars fer af veiðimönnum. Spurningin er bara hvað þarf til að menn hætti þessum ósóma og hvernig er best að taka á þessu? Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Það hefur lengi verið stundað af óprúttnum skyttum að skjóta á bráð út um rúður á bílum en þessi aðferð er gjarnan köllum gluggaskytterí. Þessi veiðiaðferð ef má kalla er þó ekki stunduð nema af örfáum veiðimönnum sem eru heildinni til skammar því þetta er bannað samkvæmt lögum og er engan veginn í samræmi við siðfræði veiðimanna. Í 9. grein laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum segir í 17. lið„Vélknúin farartæki, nema báta á sjó til fuglaveiða enda gangi þeir ekki hraðar en níu sjómílur meðan á veiði stendur. Vélknúin farartæki á landi má nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegaslóðum. Skotvopn skulu vera óhlaðin meðan á akstri stendur. Þau skulu einnig vera óhlaðin nær vélknúnu farartæki á landi en 250 m.“ Síðasta línan ætti að vera ansi skýr um þetta en þrátt fyrir það er þetta uppátæki stundað. Ummerki um þetta má finna víða við vegi þar sem gæsir eru innan færis en skothylki liggja við vegarkantinn en þar ætti þau hreinlega ekki að finna. Undirritaður hefur verið vitni að því þegar bílar stöðva skyndilega við veg þegar gæs eða önd er nálægt veginum og út um gluggann kemur hlaup og það er hleypt af þrátt fyrir að vera á þjóðvegi. Það er vert að taka fram að meirihluti veiðimanna virðir þau lög og reglur sem eiga við um veiðar en það þarf ekki nema örfáa til að skemma það góða orðspor sem annars fer af veiðimönnum. Spurningin er bara hvað þarf til að menn hætti þessum ósóma og hvernig er best að taka á þessu?
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði