Golf

Þórður og Axel hefja leik í dag á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þórður Rafn, Íslandsmeistari í höggleik 2015.
Þórður Rafn, Íslandsmeistari í höggleik 2015. Vísir/Daníel
Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari í golfi 2015 úr GR, og Axel Bóasson, Íslandsmeistari í holukeppni 2015 úr GKG, hefja leik í dag í Þýskalandi á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina.

Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr GKG, er skráður til leiks í annarri umferð úrtökumótsins á C Golf d’Hardelot vellinum í Frakklandi en það mót hefst 29. september.

Birgir Leifur Hafþórson, GKG, fer beint inn á sama stig úrtökumótsins og Ólafur Björn en hann er enn við keppni á mótum á Áskorendamótaröðinni.

Alls eru 110 keppendur á mótinu í Þýskalandi en 22 efstu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins. Eru alls þrjú stig á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar.

1. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina fer fram á 8 mismunandi keppnisvöllum. Um 900 kylfingar taka þátt á þessum keppnisstöðum og komast um 25% þeirra áfram á 2. stig úrtökumótsins.

2. stig úrtökumótsins fer fram á fjórum keppnisvöllum samtímis 6.–9. nóvember á Spáni.

3. stigið jafnframt lokaúrtökumótið fer síðan fram 14.–19. nóvember á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×