Konur hér og nú í 30 ár Magnús Guðmundsson skrifar 15. september 2015 11:30 Anna Jóa sýningarstjóri á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Visir/GVA Fyrir þrjátíu árum var opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Hér og nú. Sýningin var hluti af Listahátíð kvenna árið 1985 og tóku 28 myndlistarkonur þátt í sýningunni. Síðastliðinn laugardag var svo opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar. Sýningarstjóri Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar er Anna Jóa, myndlistarmaður og listfræðingur, og hún segir að hún hafi nú aðeins verið unglingur á fyrsta ári í menntaskóla þarna fyrir þrjátíu árum en hafi engu að síður verið fengin til að stýra sýningunni í ár. „Þetta byggir á þessari hugmynd að kalla aftur saman þennan hóp og tilefnið er ákveðið kvennasamhengi. Á sínum tíma var það Listahátíð kvenna sem var haldin vegna loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna en í dag er tilefnið 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þetta var hópur 28 kvenna sem sýndu árið 1985 og þær eru þarna allar nema ein, eru 27 í dag en tvær eru reyndar látnar og við sýnum verk eftir þær. Þetta er flottur hópur af listamönnum og þær hafa allar verið virkar á listasviðinu í þessi þrjátíu ár og ég bað þær um að vera með nýleg verk. Sumar hafa reyndar verið virkar á öðrum sviðum en myndlistinni, eins og t.d. Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarkona og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmyndahönnuður, en þær eru þarna báðar með ný verk. Annars eru þetta virkar myndlistarkonur sem hafa verið missýnilegar hin síðari ár en þó eru langflestar mjög þekktar og virkar. En þetta eru ólíkir listamenn sem vinna með ólíka miðla þannig að það var krefjandi að setja saman sýninguna sem er þó fjölbreytt og skemmtileg fyrir vikið.“ Anna segir að verkin geti í raun ekki talist einhver sérstök kvennaverk. „Þetta eru ekki verk sem fjalla eitthvað sérstaklega um jafnréttisbaráttuna eða konur, það eru þó nokkur verk sem tengjast konum með sérstökum hætti en meirihlutinn er um allt mögulegt eins og var fyrir þrjátíu árum. Þá var hugmyndin að sýna hvað konur væru að fást við í myndlist hér og nú og þetta er sama pælingin núna.Kvennasamhengið kemur meira fram í titli sýningarinnar þar sem vísað er í kvennatíma á þessum þrjátíu árum sem eru liðin. Einn þáttur sýningarinnar er að við erum með skissur og annað grúsk sem sýna sköpunarferlið og þannig gefum við aðeins tilfinningu fyrir tímanum. Ég tók líka viðtöl við þessar konur sem segja okkur sitthvað um stöðu kvenna í myndlist og hvernig er að vera kona í myndlistarheiminum. Þetta eru mikilvæg viðhorf kvenna sem hafa lifað á þessum tíma í þrjátíu ár.“ Aðspurð hvort þörf hafi verið fyrir sérstaka kvennasýningu á borð við þessa segir Anna Jóa að hún sé óneitanlega enn til staðar. „Eflaust er þörfin ekki jafn mikil og hún var þá, sem sést vel á því ef maður lítur til kvenna í myndlist af eldri kynslóðinni og stöðu þeirra í myndlistarheiminum. Það sýnir svo ekki verður um villst að það veitir ekki af sérstökum sýningum þar sem þeirra framlag er gert sýnilegra en ella. Auðvitað hefur listheimurinn breyst en maður sér til að mynda á Listasögunni sem var gefin út árið 2011 hvað hlutur kvenna hefur verið rýr í samanburði við karlana. Öll umfjöllun og útgáfa er konum mjög í óhag og erfiðara fyrir konu að ná í gegn. Eins er þetta varðandi markaðinn; þá er það einfaldlega staðreynd að verkin eru síður metin og að það er borgað minna fyrir verk eftir konu. Þetta segja þær allar sem hafa verið í þessu lengi óháð því hversu þekktar þær eru og þannig er þetta bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi. Þannig að þörfin fyrir að taka á þessum málum er svo sannarlega til staðar þó svo heilmikið hafi áunnist.“ Anna Jóa segir að eftirfylgni sé líka mikilvægur þáttur í þessu ferli og að næsta föstudag verði hún með sýningarstjóraspjall á Kjarvalsstöðum í hádeginu. „Svo verður líka málþing í tengslum við þessa sýningu 14. nóvember og þá gefst tækifæri til þess að fara yfir stöðuna og ræða þetta kvenár vítt og breitt. Það hafa verið ýmsar sýningar í gangi sem þessu tengjast og það er mikilvægt að vinna úr því og skoða hverju þetta hefur skilað.“ Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum var opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Hér og nú. Sýningin var hluti af Listahátíð kvenna árið 1985 og tóku 28 myndlistarkonur þátt í sýningunni. Síðastliðinn laugardag var svo opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar. Sýningarstjóri Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar er Anna Jóa, myndlistarmaður og listfræðingur, og hún segir að hún hafi nú aðeins verið unglingur á fyrsta ári í menntaskóla þarna fyrir þrjátíu árum en hafi engu að síður verið fengin til að stýra sýningunni í ár. „Þetta byggir á þessari hugmynd að kalla aftur saman þennan hóp og tilefnið er ákveðið kvennasamhengi. Á sínum tíma var það Listahátíð kvenna sem var haldin vegna loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna en í dag er tilefnið 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þetta var hópur 28 kvenna sem sýndu árið 1985 og þær eru þarna allar nema ein, eru 27 í dag en tvær eru reyndar látnar og við sýnum verk eftir þær. Þetta er flottur hópur af listamönnum og þær hafa allar verið virkar á listasviðinu í þessi þrjátíu ár og ég bað þær um að vera með nýleg verk. Sumar hafa reyndar verið virkar á öðrum sviðum en myndlistinni, eins og t.d. Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarkona og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmyndahönnuður, en þær eru þarna báðar með ný verk. Annars eru þetta virkar myndlistarkonur sem hafa verið missýnilegar hin síðari ár en þó eru langflestar mjög þekktar og virkar. En þetta eru ólíkir listamenn sem vinna með ólíka miðla þannig að það var krefjandi að setja saman sýninguna sem er þó fjölbreytt og skemmtileg fyrir vikið.“ Anna segir að verkin geti í raun ekki talist einhver sérstök kvennaverk. „Þetta eru ekki verk sem fjalla eitthvað sérstaklega um jafnréttisbaráttuna eða konur, það eru þó nokkur verk sem tengjast konum með sérstökum hætti en meirihlutinn er um allt mögulegt eins og var fyrir þrjátíu árum. Þá var hugmyndin að sýna hvað konur væru að fást við í myndlist hér og nú og þetta er sama pælingin núna.Kvennasamhengið kemur meira fram í titli sýningarinnar þar sem vísað er í kvennatíma á þessum þrjátíu árum sem eru liðin. Einn þáttur sýningarinnar er að við erum með skissur og annað grúsk sem sýna sköpunarferlið og þannig gefum við aðeins tilfinningu fyrir tímanum. Ég tók líka viðtöl við þessar konur sem segja okkur sitthvað um stöðu kvenna í myndlist og hvernig er að vera kona í myndlistarheiminum. Þetta eru mikilvæg viðhorf kvenna sem hafa lifað á þessum tíma í þrjátíu ár.“ Aðspurð hvort þörf hafi verið fyrir sérstaka kvennasýningu á borð við þessa segir Anna Jóa að hún sé óneitanlega enn til staðar. „Eflaust er þörfin ekki jafn mikil og hún var þá, sem sést vel á því ef maður lítur til kvenna í myndlist af eldri kynslóðinni og stöðu þeirra í myndlistarheiminum. Það sýnir svo ekki verður um villst að það veitir ekki af sérstökum sýningum þar sem þeirra framlag er gert sýnilegra en ella. Auðvitað hefur listheimurinn breyst en maður sér til að mynda á Listasögunni sem var gefin út árið 2011 hvað hlutur kvenna hefur verið rýr í samanburði við karlana. Öll umfjöllun og útgáfa er konum mjög í óhag og erfiðara fyrir konu að ná í gegn. Eins er þetta varðandi markaðinn; þá er það einfaldlega staðreynd að verkin eru síður metin og að það er borgað minna fyrir verk eftir konu. Þetta segja þær allar sem hafa verið í þessu lengi óháð því hversu þekktar þær eru og þannig er þetta bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi. Þannig að þörfin fyrir að taka á þessum málum er svo sannarlega til staðar þó svo heilmikið hafi áunnist.“ Anna Jóa segir að eftirfylgni sé líka mikilvægur þáttur í þessu ferli og að næsta föstudag verði hún með sýningarstjóraspjall á Kjarvalsstöðum í hádeginu. „Svo verður líka málþing í tengslum við þessa sýningu 14. nóvember og þá gefst tækifæri til þess að fara yfir stöðuna og ræða þetta kvenár vítt og breitt. Það hafa verið ýmsar sýningar í gangi sem þessu tengjast og það er mikilvægt að vinna úr því og skoða hverju þetta hefur skilað.“
Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira