Herskyldan kallar eftir Forsetabikarinn hjá Sang Moon Bae Kári Örn Hinriksson skrifar 14. september 2015 17:00 Bae þarf að skipta út drivernum fyrir riffil. Getty Nick Price, fyrirliði heimsúrvalsins í Forsetabikarnum, valdi Suður-Kóreumanninn Sang Moon Bae í lið sitt fyrir mótið sem fer fram snemma í október. Bae hefur átt gott tímabil á PGA-mótaröðinni og sigraði meðal annars á Frys.com meistaramótinu en hann hefur þó verið meira í fréttum vegna herskyldu sem hann er neyddur til að sinna í heimalandinu. Forsetabikarinn fer einmitt fram í Suður-Kóreu en fyrr á þessu ári tapaði Bae máli sínu fyrir dómstólum þar sem hann reyndi að sleppa við herskylduna til þess að halda áfram atvinnumannaferli sínum í golfi. Hann þarf því að taka sér frí frá golf í tvö ár og ganga í herinn, en Suður-Kórea er tæknilega enn í stríði við nágranna sína í norðri. Price segir að hann hafi valið Bae í liðið vegna þess að hann sé að spila vel þessa dagana, en einnig því að hann þekkir Songdo Jack Nicklaus völlinn vel sem leikið er á.„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá mikinn stuðning hjá heimamönnum og að hafa Kóreumenn í liðinu á eftir að hjálpa til. Sang Moon Bae hefur leikið vel að undanförnu og hann vill örugglega ólmur sanna sig á heimavelli áður en að herskyldan tekur við.“ Bae mun því tía upp í Forsetabikarnum í október en eftir mótið mun hann skrá sig í herinn þar sem hann fær rúmlega 130 dollara í laun á mánuði, sem er ansi lítið miðað við þær sjö milljónir dollara sem þessi snjalli kylfingur hefur unnið sér inn í verðlaunafé á PGA-mótaröðinni. Hann þarf þó ekki að örvænta þegar að herskyldunni líkur því mótaröðin hefur gefið það út að Bae fái sjálfkrafa keppnisrétt á ný þegar að hann snýr til baka. Golf Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Nick Price, fyrirliði heimsúrvalsins í Forsetabikarnum, valdi Suður-Kóreumanninn Sang Moon Bae í lið sitt fyrir mótið sem fer fram snemma í október. Bae hefur átt gott tímabil á PGA-mótaröðinni og sigraði meðal annars á Frys.com meistaramótinu en hann hefur þó verið meira í fréttum vegna herskyldu sem hann er neyddur til að sinna í heimalandinu. Forsetabikarinn fer einmitt fram í Suður-Kóreu en fyrr á þessu ári tapaði Bae máli sínu fyrir dómstólum þar sem hann reyndi að sleppa við herskylduna til þess að halda áfram atvinnumannaferli sínum í golfi. Hann þarf því að taka sér frí frá golf í tvö ár og ganga í herinn, en Suður-Kórea er tæknilega enn í stríði við nágranna sína í norðri. Price segir að hann hafi valið Bae í liðið vegna þess að hann sé að spila vel þessa dagana, en einnig því að hann þekkir Songdo Jack Nicklaus völlinn vel sem leikið er á.„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá mikinn stuðning hjá heimamönnum og að hafa Kóreumenn í liðinu á eftir að hjálpa til. Sang Moon Bae hefur leikið vel að undanförnu og hann vill örugglega ólmur sanna sig á heimavelli áður en að herskyldan tekur við.“ Bae mun því tía upp í Forsetabikarnum í október en eftir mótið mun hann skrá sig í herinn þar sem hann fær rúmlega 130 dollara í laun á mánuði, sem er ansi lítið miðað við þær sjö milljónir dollara sem þessi snjalli kylfingur hefur unnið sér inn í verðlaunafé á PGA-mótaröðinni. Hann þarf þó ekki að örvænta þegar að herskyldunni líkur því mótaröðin hefur gefið það út að Bae fái sjálfkrafa keppnisrétt á ný þegar að hann snýr til baka.
Golf Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira