Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. september 2015 20:13 Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins. vísir/daníel ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur.Heimir Guðjónsson þjálfari FH viðurkenndi að hann hafi séð Kassim Doumbia verja boltann með hendi en hann sá ekki að boltinn var þegar kominn inn í markið. „Þar sem ég stóð sýndist mér þetta vera hendi á Kassim en ég ætla ekki að vera 100% öruggur fyrr en ég sé það í sjónvarpi,“ sagði Heimir.Ásmundur Arnarsson þjálfari ÍBV vildi sem minnst tjá sig um atvikið en sagði þó ótrúlegt að ekki hafi verið dæmt annað hvort mark eða vítaspyrna. „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur sem sagði að auki að þetta og vítaspyrna FH hafi ráðið úrslitum í leiknum. „Við gefum þeim fínan leik en þetta augnablik og auðveld vítaspyrna hinum megin þar sem dómarinn er fljótur að dæma þó hendurnar séu alveg upp við líkamann af hálfs meters færi. Þetta eru augnablik sem taka vopnin úr okkar höndum og leikurinn fjarar út.“ Boltinn fer af Hafsteini Briem og yfir línuna þar sem Kassim slær boltann út. Hafsteinn hefði augljóslega viljað fá markið sitt skráð eða í það minnsta vítaspyrnu og rautt spjald á Kassim en erfði þetta þó ekki við Þórodd dómara. „Ég hefði viljað sjá eitthvað spjald og mark eða víti,“ sagði Hafsteinn. „Mér fannst boltinn fara af hausnum á mér og þegar ég lít til baka þá stefnir boltinn inn. Mér finnst Kassim setja höndina út og hausinn með. Svo talaði ég við Þórodd og hann segist ekki sjá þetta. „Ég skil það alveg. Það voru margir þarna í kring en aðstoðardómarinn á að geta séð þetta. Þetta er mjög súrt. „Þetta er hlutur sem þarf að falla með þér ef þú ætlar að fá eitthvað út úr leik gegn FH á Kaplakrika,“ sagði Hafsteinn. Í þessu atviki féll heppnin með FH og gæti einhver sagt að dómaramistök jafni sig út því FH-ingar muna enn vel eftir 4. október 2014 þegar Stjarnan fékk ólölegt mark skráð í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó væntanlega engin huggun fyrir lið ÍBV sem er í bullandi fallbaráttu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur.Heimir Guðjónsson þjálfari FH viðurkenndi að hann hafi séð Kassim Doumbia verja boltann með hendi en hann sá ekki að boltinn var þegar kominn inn í markið. „Þar sem ég stóð sýndist mér þetta vera hendi á Kassim en ég ætla ekki að vera 100% öruggur fyrr en ég sé það í sjónvarpi,“ sagði Heimir.Ásmundur Arnarsson þjálfari ÍBV vildi sem minnst tjá sig um atvikið en sagði þó ótrúlegt að ekki hafi verið dæmt annað hvort mark eða vítaspyrna. „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur sem sagði að auki að þetta og vítaspyrna FH hafi ráðið úrslitum í leiknum. „Við gefum þeim fínan leik en þetta augnablik og auðveld vítaspyrna hinum megin þar sem dómarinn er fljótur að dæma þó hendurnar séu alveg upp við líkamann af hálfs meters færi. Þetta eru augnablik sem taka vopnin úr okkar höndum og leikurinn fjarar út.“ Boltinn fer af Hafsteini Briem og yfir línuna þar sem Kassim slær boltann út. Hafsteinn hefði augljóslega viljað fá markið sitt skráð eða í það minnsta vítaspyrnu og rautt spjald á Kassim en erfði þetta þó ekki við Þórodd dómara. „Ég hefði viljað sjá eitthvað spjald og mark eða víti,“ sagði Hafsteinn. „Mér fannst boltinn fara af hausnum á mér og þegar ég lít til baka þá stefnir boltinn inn. Mér finnst Kassim setja höndina út og hausinn með. Svo talaði ég við Þórodd og hann segist ekki sjá þetta. „Ég skil það alveg. Það voru margir þarna í kring en aðstoðardómarinn á að geta séð þetta. Þetta er mjög súrt. „Þetta er hlutur sem þarf að falla með þér ef þú ætlar að fá eitthvað út úr leik gegn FH á Kaplakrika,“ sagði Hafsteinn. Í þessu atviki féll heppnin með FH og gæti einhver sagt að dómaramistök jafni sig út því FH-ingar muna enn vel eftir 4. október 2014 þegar Stjarnan fékk ólölegt mark skráð í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó væntanlega engin huggun fyrir lið ÍBV sem er í bullandi fallbaráttu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira