Fanndís Friðriksdóttir varð markahæst í Pepsi-deild kvenna og hreppti þar af leiðandi Gullskóinn eftirsótta. Gullskóinn hlýtur sú markahæsta í Pepsi-deildinni, en einnig er silfur- og bronsskórinn veittur.
Fanndís var markahæst í deildinni í ár en hún skoraði nítján mörk talsins. Harpa Þorsteinsdóttir fékk silfurskóinn, en hún fékk gullskóinn í fyrra. Í ár skoraði Harpa fimmtán mörk.
Klara Lindberg í Þór/KA varð þriðja markahæst og fékk bronsskóinn, en hún skoraði einnig fimmtán mörk. Harpa spilaði færri mínútu í sumar og hlýtur því silfurskóinn.
„Í dag var gullskór adidas afhentur beint eftir lokaumferð pepsídeildar kvenna. Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá adidas að afhenda skóinn beint eftir síðasta leik," segir í tilkynningu frá Adidas.
„Með því erum við að reyna að gera tilfinninguna enn sætari fyrir íþróttamannninn, að íþróttamaðurinn njóti sigursins með liðsmönnum, stuðningsmönnum og fjölskyldu."
