Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvellinum skrifar 13. september 2015 19:45 Patrick Pedersen er markahæstur í Pepsi-deildinni með 12 mörk. vísir/stefán Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. Keflvíkingar þurftu að vinna sigur á Val til að halda vonum sínum á lífi en þrátt fyrir hetjulega baráttu á Laugardalsvelli í dag tókst það ekki. Keflavík, sem hefur unnið aðeins einn leik í allt sumar, spilaði þó vel gegn Val í dag og komst yfir eftir að hafa lent snemma undir, þökk sé marki Patrick Pedersen. Magnús Þórir Matthíasson og Martin Hummervoll skoruðu mörk Keflavíkur sem spilaði afar vel í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var þó að mestu eign Valsmanna. Pedersen jafnaði metin snemma með marki úr vítaspyrnu og varamaðurinn Egill Atlason tryggði þeim svo sigurinn og innsiglaði þar með örlög Keflavíkur. Fyrir leik var ljóst að kraftaverk þyrfti til að bjarga Keflavík frá falli. Þegar Pedersen skoraði svo fyrsta mark Vals strax á fimmtu mínútu, eftir sofandahátt í varnarleik Keflavíkur, virtist stefna í algert óefni fyrir gestina. En allt kom fyrir ekki. Suðurnesjamenn héldu ró sinni og strax á 13. mínútu náði hinn spræki Hummervoll að senda Leonard inn fyrir varnarlínu Vals, þar sem hann fiskaði vítaspyrnu eftir brot Andra Fannars Stefánssonar. Magnús Þórir skoraði af öryggi úr spyrnunni. Það var svo viðeigandi að Hummervoll sjálfur skyldi koma Keflavík yfir á 20. mínútu er hann skoraði með góðu skoti eftir frábæra sendingu Fannars Orra Sævarssonar frá hægri kantinum. Það var ekki síst eftir að Keflavík komst yfir að þeir náðu sínum besta spilkafla. Valsmenn náðu þó að þétta varnarlínuna sína og sjá til þess að Keflavík átti í erfiðleikum með að skapa sér færi en það voru gestirnir sem stjórnuðu leiknum. Á því var enginn vafi. Valsmenn virtust vera einfaldlega slegnir út af laginu en þeirra hættulegasta vopn var að sækja hratt á Keflvíkinga þegar tækifæri gafst. Vörn Keflavíkur virtist óstyrk á köflum en hún náði að standa áhlaup Valsmanna af sér, auk þess sem að Sindri Kristinn gerði sitt vel í markinu. Sjálfsagt hafa Valsmenn fengið orð í eyra frá þjálfurum sínum í hálfleik því þeir hófu þann síðari af miklum krafti. Kristinn Freyr var nærri búinn að skora skömmu eftir að hálfleikurinn hófst en aðeins frábær markvarsla Sindra Kristins kom í veg fyrir það. Andri Fannar náði svo að bæta fyrir vítaspyrnuna í fyrri hálfleik er hann fiskaði sjálfur víti fyrir Val stuttu síðar eftir laglega sendingu Kristins Freys. Magnús Þórir braut á Andra Fannari og vissi upp á sig sökina. Pedersen skoraði af öryggi úr vítinu. Valsmenn stjórnuðu leiknum áfram eftir þetta og komust því verðskuldað yfir á 73. mínútu. Emil Atlason var nýkominn inn á sem varamaður og skoraði með nánast með fyrstu snertingu sinni í leiknum er hann skallaði sendingu Sigurðar Egils í netið. Andri Fannar hafði átt stungusendingu inn á Sigurð Egil sem átti stóran þátt í markinu. Keflavík átti meira í leiknum eftir þetta og reyndi af fremst megni að koma sér aftur inn í leikinn. En þrátt fyrir hetjulega baráttu og góða frammistöðu í fyrri hálfleik átti það ekki að verða. Varamaðurinn Hörður Sveinsson komst næst því að jafna metin en skalli hans hafnaði í slánni þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þar með voru örlög Keflavíkur innsigluð. Liðið þarf að spila í 1. deildinni að ári en undanfarnar vikur og mánuði hefur verið vitað að það yrði niðurstaðan. Keflavík spilaði vel á löngum köflum í kvöld og hefði sjálfsagt unnið mörg lið í deildinni með slíkri frammistöðu. En það var einfaldlega of lítið og of seint. Valsmenn hafa að litlu að keppa nema að halda fjórða sætinu og í þá litlu von að geta skotist upp í það þriðja ef toppliðin misstíga sig á lokakaflanum. Valsmenn sýndu styrk sinn í seinni hálfleik í kvöld og gerðu nóg til að vinna sigur á þrjósku liði Keflavíkur.Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflvíkur, var vitanlega svekktur með 3-2 tapið gegn Val í kvöld. Með því varð endanlega ljóst að Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. „Það er enginn ánægður með að falla niður í deild. En þetta hefur verið yfirvofandi í langan tíma og eftir tapið gegn ÍBV var þetta orðið ansi svart. Við héldum í vonina en hún fór endanlega í dag,“ sagði Haukur Ingi sem ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni tók við þjálfun liðsins af Kristjáni Guðmundssyni í byrjun júní. „Það var enginn byrjaður að örvænta þá enda nóg eftir af mótinu. En varnarleikurinn hefur verið stóra vandamálið hjá okkur í allt sumar og við fengum þrjú mörk á okkur í dag. Ef við skoðum leiki Keflavíkur í ár, sama í hvaða móti það er, þá hefur liðið ekki haldið hreinu í neinum leik.“ „Nú erum við byrjaðir að horfa til framtíðar. Eftir síðasta leik settumst við niður fórum við yfir stöðina og við viljum nota síðustu leikina á tímabilinu til að að þétta raðirnar og undirbúa liðið sem best fyrir næsta tímabil í 1. deildinni.“ Haukur Ingi segir að það hafi verið margt jákvætt í gangi hjá félaginu sjálfur í sumar þó svo að það hafi ýmislegt mátt betur fara. „En þegar staðan er jafn slæm og hún hefur verið þá byrjar maður að horfa í baksýnisspegilinn og þó svo að það sé ekkert stórvægilegt að þá er ýmislegt sem má gera betur. Við höfum rætt þetta við stjórnina og það eru allir sammála um það.“ „Það er aldrei gott að falla en stundum getur það virkað sem áminning fyrir félagið. Nú þurfum við að byggja upp aftur.“ Hann segist sjálfur ekki vita nú hvort hann verði áfram þjálfari Keflavíkur. „Við þurfum að skoða það. Ég og Jóhann erum saman í þessu ásamt Gunnari Magnúsi og við gerðum samning út tímabilið. Við þurfum svo að skoða í lok tímabilsins hvort að það sé áhugi til að halda áfram.“ Haukur Ingi segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn í dag. „Það hefur vantað gleði hjá okkur í síðustu leikjum og við sáum það í fyrri hálfleik í dag. En Valsararnir gáfu í í seinni hálfleik og fengu víti snemma. Ég held að það sé reyndar níunda eða tíunda vítið sem Keflavík fær á sig í sumar, sem er ótrúlegt.“ „Við sköllum svo í slá eftir að þeir komast yfir og það er saga sumarsins hvað okkur varða. Það voru þó jákvæðir punktar hjá liðinu en stóra málið er að við fengum þrjú mörk á okkur. Þá þurfum við að skora fjögur mörk til að fá eitthvað úr leiknum og það er bara of mikið.“Ólafur: Keflavík á ekkert annað skilið Ólafur Jóhannesson segir að frammistaða Vals í fyrri hálfleik gegn Keflavík í dag hafi verið með því versta sem liðið hafi sýnt í sumar. Valur vann samt leikinn, 3-2. „Við spiluðum illa í fyrri hálfleik. Það er sennilega það lélegasta sem við höfum sýnt í sumar. En ég er ánægður með að hafa komið til baka í seinni hálfleik.“ Hann segir að það hafi verið lagt upp með að sækja stíft á lið Keflavíkur strax frá fyrstu mínútu. „Við vitum að það er ekki mikið sjálfstraust í liði Keflavíkur og við vildum því fá mark snemma sem gekk eftir. En það var eins og að menn héldu að restin myndi spilast sjálfkrafa. Við töpuðum hausnum.“ „En við gátum ekki komið með aðra eins frammistöðu í síðari hálfleik og menn svöruðu því mjög vel í seinni hálfleik. Hann var góður hjá okkur.“ Hann segist sjá eftir Keflavík í 1. deildina. „Það er fúlt að missa lið eins og Keflavík niður en ég held að þeir eigi ekkert annað skilið. Ég held að lið í neðsta sæti hafi sjaldan verið með jafn fá stig og Keflavík. Þeir vinna sjálfsagt í sínum málum og koma sterkir til baka.“ Ólafur segir að það sé stefnan hjá Val að ná þriðja sætinu. „KR er með það í sínum höndum en við ætlum að berjast áfram og halda áfram að safna stigum.“Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag og segir Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, að það sé margt sem hafi farið úrskeðis í sumar. Guðjón Árni stefnir á að spila í þrjú ár í viðbót þrátt fyrir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum í sumar. Keflavík tapaði í dag fyrir Val, 3-2, og féll þar með endanlega úr Pepsi-deild karla. Guðjón Árni segir að ýmislegt hafi mátt betur fara en að stjórnarkosning í vetur hafi ekki haft áhrif á leikmannahóp liðsins. „Þetta er búið að hanga yfir okkur lengi og við ætluðum að njóta þess að spila fótbolta í síðustu umferðunum. Það gekk að hluta til upp í kvöld en niðurstaðan engu að síður tap.“ Hann segir að sumarið hafi verið erfitt og að það sé ekki hægt að lýsa því nánar. „Það er bara svo margt sem hægt er að týna til og hægt að finna endalausar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór.“ Keflavík var ekki spáð falli í vor en Guðjón Árni segist ekki hafa verið svo öruggur með sig og sitt lið í upphafi móts. „Það var bras á okkur í vetur og pínu værð yfir okkur - allt of mikil værð. Við mættum ekki klárir í mótið. Við ætluðum ekki að örvænta en svo varð það alltaf erfiðara og erfiðara að fara upp þessa brekku.“ Það var rætt um óeiningu innan félagsins í kjölfar stjórnarkosningar í knattspyrnudeildinni og að það hafi haft áhrif á leikmannahópinn. Guðjón Árni segir að það sé ekki rétt. „Það hefur verið nokkuð létt yfir þessu miðað við allt. Það fór fram stjórnarkosning en það kom leikmönnum ekkert við. Hvert félag þarf að ganga í gegnum slíkt.“ Frammistaða Keflavíkur í fyrri hálfleik í kvöld var góð en það var ekki nóg. „Við áttum séns á að jafna í lokin en það gekk ekki. Við spiluðum ágætlega en eins og svo oft áður þá náðum við ekki að dekka menn í teignum. Það varð okkur að falli í dag.“ Guðjón Árni fékk höfuðhögg í sumar og var því nokkuð frá. Hann hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli undanfarin ár en segist eiga nóg eftir. „Mér hefur ekki liðið jafn vel í þrjú ár. Ég fékk enn eina greininguna um að þetta væri ekki hættulegt, þrátt fyrir að ég hafi fengið svima.“ „Ég mátti ekki taka neinar áhættur sem og ég gerði. En það er erfitt að spila fótbolta án þess að taka áhættu en þetta hefur gengið vel hjá mér. Ég á þrjú ár inni,“ sagði hann og brosti. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. Keflvíkingar þurftu að vinna sigur á Val til að halda vonum sínum á lífi en þrátt fyrir hetjulega baráttu á Laugardalsvelli í dag tókst það ekki. Keflavík, sem hefur unnið aðeins einn leik í allt sumar, spilaði þó vel gegn Val í dag og komst yfir eftir að hafa lent snemma undir, þökk sé marki Patrick Pedersen. Magnús Þórir Matthíasson og Martin Hummervoll skoruðu mörk Keflavíkur sem spilaði afar vel í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var þó að mestu eign Valsmanna. Pedersen jafnaði metin snemma með marki úr vítaspyrnu og varamaðurinn Egill Atlason tryggði þeim svo sigurinn og innsiglaði þar með örlög Keflavíkur. Fyrir leik var ljóst að kraftaverk þyrfti til að bjarga Keflavík frá falli. Þegar Pedersen skoraði svo fyrsta mark Vals strax á fimmtu mínútu, eftir sofandahátt í varnarleik Keflavíkur, virtist stefna í algert óefni fyrir gestina. En allt kom fyrir ekki. Suðurnesjamenn héldu ró sinni og strax á 13. mínútu náði hinn spræki Hummervoll að senda Leonard inn fyrir varnarlínu Vals, þar sem hann fiskaði vítaspyrnu eftir brot Andra Fannars Stefánssonar. Magnús Þórir skoraði af öryggi úr spyrnunni. Það var svo viðeigandi að Hummervoll sjálfur skyldi koma Keflavík yfir á 20. mínútu er hann skoraði með góðu skoti eftir frábæra sendingu Fannars Orra Sævarssonar frá hægri kantinum. Það var ekki síst eftir að Keflavík komst yfir að þeir náðu sínum besta spilkafla. Valsmenn náðu þó að þétta varnarlínuna sína og sjá til þess að Keflavík átti í erfiðleikum með að skapa sér færi en það voru gestirnir sem stjórnuðu leiknum. Á því var enginn vafi. Valsmenn virtust vera einfaldlega slegnir út af laginu en þeirra hættulegasta vopn var að sækja hratt á Keflvíkinga þegar tækifæri gafst. Vörn Keflavíkur virtist óstyrk á köflum en hún náði að standa áhlaup Valsmanna af sér, auk þess sem að Sindri Kristinn gerði sitt vel í markinu. Sjálfsagt hafa Valsmenn fengið orð í eyra frá þjálfurum sínum í hálfleik því þeir hófu þann síðari af miklum krafti. Kristinn Freyr var nærri búinn að skora skömmu eftir að hálfleikurinn hófst en aðeins frábær markvarsla Sindra Kristins kom í veg fyrir það. Andri Fannar náði svo að bæta fyrir vítaspyrnuna í fyrri hálfleik er hann fiskaði sjálfur víti fyrir Val stuttu síðar eftir laglega sendingu Kristins Freys. Magnús Þórir braut á Andra Fannari og vissi upp á sig sökina. Pedersen skoraði af öryggi úr vítinu. Valsmenn stjórnuðu leiknum áfram eftir þetta og komust því verðskuldað yfir á 73. mínútu. Emil Atlason var nýkominn inn á sem varamaður og skoraði með nánast með fyrstu snertingu sinni í leiknum er hann skallaði sendingu Sigurðar Egils í netið. Andri Fannar hafði átt stungusendingu inn á Sigurð Egil sem átti stóran þátt í markinu. Keflavík átti meira í leiknum eftir þetta og reyndi af fremst megni að koma sér aftur inn í leikinn. En þrátt fyrir hetjulega baráttu og góða frammistöðu í fyrri hálfleik átti það ekki að verða. Varamaðurinn Hörður Sveinsson komst næst því að jafna metin en skalli hans hafnaði í slánni þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þar með voru örlög Keflavíkur innsigluð. Liðið þarf að spila í 1. deildinni að ári en undanfarnar vikur og mánuði hefur verið vitað að það yrði niðurstaðan. Keflavík spilaði vel á löngum köflum í kvöld og hefði sjálfsagt unnið mörg lið í deildinni með slíkri frammistöðu. En það var einfaldlega of lítið og of seint. Valsmenn hafa að litlu að keppa nema að halda fjórða sætinu og í þá litlu von að geta skotist upp í það þriðja ef toppliðin misstíga sig á lokakaflanum. Valsmenn sýndu styrk sinn í seinni hálfleik í kvöld og gerðu nóg til að vinna sigur á þrjósku liði Keflavíkur.Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflvíkur, var vitanlega svekktur með 3-2 tapið gegn Val í kvöld. Með því varð endanlega ljóst að Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. „Það er enginn ánægður með að falla niður í deild. En þetta hefur verið yfirvofandi í langan tíma og eftir tapið gegn ÍBV var þetta orðið ansi svart. Við héldum í vonina en hún fór endanlega í dag,“ sagði Haukur Ingi sem ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni tók við þjálfun liðsins af Kristjáni Guðmundssyni í byrjun júní. „Það var enginn byrjaður að örvænta þá enda nóg eftir af mótinu. En varnarleikurinn hefur verið stóra vandamálið hjá okkur í allt sumar og við fengum þrjú mörk á okkur í dag. Ef við skoðum leiki Keflavíkur í ár, sama í hvaða móti það er, þá hefur liðið ekki haldið hreinu í neinum leik.“ „Nú erum við byrjaðir að horfa til framtíðar. Eftir síðasta leik settumst við niður fórum við yfir stöðina og við viljum nota síðustu leikina á tímabilinu til að að þétta raðirnar og undirbúa liðið sem best fyrir næsta tímabil í 1. deildinni.“ Haukur Ingi segir að það hafi verið margt jákvætt í gangi hjá félaginu sjálfur í sumar þó svo að það hafi ýmislegt mátt betur fara. „En þegar staðan er jafn slæm og hún hefur verið þá byrjar maður að horfa í baksýnisspegilinn og þó svo að það sé ekkert stórvægilegt að þá er ýmislegt sem má gera betur. Við höfum rætt þetta við stjórnina og það eru allir sammála um það.“ „Það er aldrei gott að falla en stundum getur það virkað sem áminning fyrir félagið. Nú þurfum við að byggja upp aftur.“ Hann segist sjálfur ekki vita nú hvort hann verði áfram þjálfari Keflavíkur. „Við þurfum að skoða það. Ég og Jóhann erum saman í þessu ásamt Gunnari Magnúsi og við gerðum samning út tímabilið. Við þurfum svo að skoða í lok tímabilsins hvort að það sé áhugi til að halda áfram.“ Haukur Ingi segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn í dag. „Það hefur vantað gleði hjá okkur í síðustu leikjum og við sáum það í fyrri hálfleik í dag. En Valsararnir gáfu í í seinni hálfleik og fengu víti snemma. Ég held að það sé reyndar níunda eða tíunda vítið sem Keflavík fær á sig í sumar, sem er ótrúlegt.“ „Við sköllum svo í slá eftir að þeir komast yfir og það er saga sumarsins hvað okkur varða. Það voru þó jákvæðir punktar hjá liðinu en stóra málið er að við fengum þrjú mörk á okkur. Þá þurfum við að skora fjögur mörk til að fá eitthvað úr leiknum og það er bara of mikið.“Ólafur: Keflavík á ekkert annað skilið Ólafur Jóhannesson segir að frammistaða Vals í fyrri hálfleik gegn Keflavík í dag hafi verið með því versta sem liðið hafi sýnt í sumar. Valur vann samt leikinn, 3-2. „Við spiluðum illa í fyrri hálfleik. Það er sennilega það lélegasta sem við höfum sýnt í sumar. En ég er ánægður með að hafa komið til baka í seinni hálfleik.“ Hann segir að það hafi verið lagt upp með að sækja stíft á lið Keflavíkur strax frá fyrstu mínútu. „Við vitum að það er ekki mikið sjálfstraust í liði Keflavíkur og við vildum því fá mark snemma sem gekk eftir. En það var eins og að menn héldu að restin myndi spilast sjálfkrafa. Við töpuðum hausnum.“ „En við gátum ekki komið með aðra eins frammistöðu í síðari hálfleik og menn svöruðu því mjög vel í seinni hálfleik. Hann var góður hjá okkur.“ Hann segist sjá eftir Keflavík í 1. deildina. „Það er fúlt að missa lið eins og Keflavík niður en ég held að þeir eigi ekkert annað skilið. Ég held að lið í neðsta sæti hafi sjaldan verið með jafn fá stig og Keflavík. Þeir vinna sjálfsagt í sínum málum og koma sterkir til baka.“ Ólafur segir að það sé stefnan hjá Val að ná þriðja sætinu. „KR er með það í sínum höndum en við ætlum að berjast áfram og halda áfram að safna stigum.“Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag og segir Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, að það sé margt sem hafi farið úrskeðis í sumar. Guðjón Árni stefnir á að spila í þrjú ár í viðbót þrátt fyrir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum í sumar. Keflavík tapaði í dag fyrir Val, 3-2, og féll þar með endanlega úr Pepsi-deild karla. Guðjón Árni segir að ýmislegt hafi mátt betur fara en að stjórnarkosning í vetur hafi ekki haft áhrif á leikmannahóp liðsins. „Þetta er búið að hanga yfir okkur lengi og við ætluðum að njóta þess að spila fótbolta í síðustu umferðunum. Það gekk að hluta til upp í kvöld en niðurstaðan engu að síður tap.“ Hann segir að sumarið hafi verið erfitt og að það sé ekki hægt að lýsa því nánar. „Það er bara svo margt sem hægt er að týna til og hægt að finna endalausar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór.“ Keflavík var ekki spáð falli í vor en Guðjón Árni segist ekki hafa verið svo öruggur með sig og sitt lið í upphafi móts. „Það var bras á okkur í vetur og pínu værð yfir okkur - allt of mikil værð. Við mættum ekki klárir í mótið. Við ætluðum ekki að örvænta en svo varð það alltaf erfiðara og erfiðara að fara upp þessa brekku.“ Það var rætt um óeiningu innan félagsins í kjölfar stjórnarkosningar í knattspyrnudeildinni og að það hafi haft áhrif á leikmannahópinn. Guðjón Árni segir að það sé ekki rétt. „Það hefur verið nokkuð létt yfir þessu miðað við allt. Það fór fram stjórnarkosning en það kom leikmönnum ekkert við. Hvert félag þarf að ganga í gegnum slíkt.“ Frammistaða Keflavíkur í fyrri hálfleik í kvöld var góð en það var ekki nóg. „Við áttum séns á að jafna í lokin en það gekk ekki. Við spiluðum ágætlega en eins og svo oft áður þá náðum við ekki að dekka menn í teignum. Það varð okkur að falli í dag.“ Guðjón Árni fékk höfuðhögg í sumar og var því nokkuð frá. Hann hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli undanfarin ár en segist eiga nóg eftir. „Mér hefur ekki liðið jafn vel í þrjú ár. Ég fékk enn eina greininguna um að þetta væri ekki hættulegt, þrátt fyrir að ég hafi fengið svima.“ „Ég mátti ekki taka neinar áhættur sem og ég gerði. En það er erfitt að spila fótbolta án þess að taka áhættu en þetta hefur gengið vel hjá mér. Ég á þrjú ár inni,“ sagði hann og brosti.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira