Engin uppgjöf hjá Leikni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2015 10:00 Úr fyrri leik liðanna sem Fjölnir vann 3-0. vísir/vilhelm Nýliðar Leiknis halda lífsbaráttu sinni áfram, en þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni er Breiðholtsliðið enn á lífi og rúmlega það. Leiknir á heimaleik á sunnudaginn gegn Fjölni sem hefur að litlu að keppa nema ná innri markmiðum sínum. „Fjölnisliðið er gott og við verðum að bera virðingu fyrir því. Það lifir á því að vera mjög skipulagt og gera fá mistök. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Þetta er mjög gott lið en við hljótum að finna einhverja veikleika á því sem við reynum að keyra á,“ segir Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja þjálfara Leiknisliðsins. Leiknismenn eru í ellefta sæti, því næstneðsta, með 15 stig, þremur stigum frá Eyjamönnum. Leiknismenn hafa aðeins unnið einn leik síðan í maí og aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum. Það mark gerði Víkingurinn Halldór Smári Sigurðsson fyrir Breiðhyltinga er hann sparkaði boltanum í eigið net. „Við erum ekki að skora nóg, það er rétt. En við erum að komast í fínar stöður. Við erum með fína fótboltamenn og því þurfum við bara að gera aðeins meira til að skora. Við erum búnir að spila fína leiki en ekki fá stig,“ segir Davíð, en hvernig er að halda hausnum á Leiknisliðinu í standi í gegnum svona erfiða tíma? „Við reynum bara að hjálpast að í þessu. Við erum með skýr markmið fyrir okkur og reynum að komast nálægt þeim í hverjum leik. Við reynum bara að halda einbeitingu og stefna saman að sama markmiðinu. Takmarkið er einfalt fyrir okkur. Svo náttúrlega um leið og þú gefst upp sjálfur geturðu bara pakkað saman og farið heim,“ segir Davíð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Nýliðar Leiknis halda lífsbaráttu sinni áfram, en þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni er Breiðholtsliðið enn á lífi og rúmlega það. Leiknir á heimaleik á sunnudaginn gegn Fjölni sem hefur að litlu að keppa nema ná innri markmiðum sínum. „Fjölnisliðið er gott og við verðum að bera virðingu fyrir því. Það lifir á því að vera mjög skipulagt og gera fá mistök. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Þetta er mjög gott lið en við hljótum að finna einhverja veikleika á því sem við reynum að keyra á,“ segir Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja þjálfara Leiknisliðsins. Leiknismenn eru í ellefta sæti, því næstneðsta, með 15 stig, þremur stigum frá Eyjamönnum. Leiknismenn hafa aðeins unnið einn leik síðan í maí og aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum. Það mark gerði Víkingurinn Halldór Smári Sigurðsson fyrir Breiðhyltinga er hann sparkaði boltanum í eigið net. „Við erum ekki að skora nóg, það er rétt. En við erum að komast í fínar stöður. Við erum með fína fótboltamenn og því þurfum við bara að gera aðeins meira til að skora. Við erum búnir að spila fína leiki en ekki fá stig,“ segir Davíð, en hvernig er að halda hausnum á Leiknisliðinu í standi í gegnum svona erfiða tíma? „Við reynum bara að hjálpast að í þessu. Við erum með skýr markmið fyrir okkur og reynum að komast nálægt þeim í hverjum leik. Við reynum bara að halda einbeitingu og stefna saman að sama markmiðinu. Takmarkið er einfalt fyrir okkur. Svo náttúrlega um leið og þú gefst upp sjálfur geturðu bara pakkað saman og farið heim,“ segir Davíð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira