Engin uppgjöf hjá Leikni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2015 10:00 Úr fyrri leik liðanna sem Fjölnir vann 3-0. vísir/vilhelm Nýliðar Leiknis halda lífsbaráttu sinni áfram, en þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni er Breiðholtsliðið enn á lífi og rúmlega það. Leiknir á heimaleik á sunnudaginn gegn Fjölni sem hefur að litlu að keppa nema ná innri markmiðum sínum. „Fjölnisliðið er gott og við verðum að bera virðingu fyrir því. Það lifir á því að vera mjög skipulagt og gera fá mistök. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Þetta er mjög gott lið en við hljótum að finna einhverja veikleika á því sem við reynum að keyra á,“ segir Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja þjálfara Leiknisliðsins. Leiknismenn eru í ellefta sæti, því næstneðsta, með 15 stig, þremur stigum frá Eyjamönnum. Leiknismenn hafa aðeins unnið einn leik síðan í maí og aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum. Það mark gerði Víkingurinn Halldór Smári Sigurðsson fyrir Breiðhyltinga er hann sparkaði boltanum í eigið net. „Við erum ekki að skora nóg, það er rétt. En við erum að komast í fínar stöður. Við erum með fína fótboltamenn og því þurfum við bara að gera aðeins meira til að skora. Við erum búnir að spila fína leiki en ekki fá stig,“ segir Davíð, en hvernig er að halda hausnum á Leiknisliðinu í standi í gegnum svona erfiða tíma? „Við reynum bara að hjálpast að í þessu. Við erum með skýr markmið fyrir okkur og reynum að komast nálægt þeim í hverjum leik. Við reynum bara að halda einbeitingu og stefna saman að sama markmiðinu. Takmarkið er einfalt fyrir okkur. Svo náttúrlega um leið og þú gefst upp sjálfur geturðu bara pakkað saman og farið heim,“ segir Davíð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Nýliðar Leiknis halda lífsbaráttu sinni áfram, en þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni er Breiðholtsliðið enn á lífi og rúmlega það. Leiknir á heimaleik á sunnudaginn gegn Fjölni sem hefur að litlu að keppa nema ná innri markmiðum sínum. „Fjölnisliðið er gott og við verðum að bera virðingu fyrir því. Það lifir á því að vera mjög skipulagt og gera fá mistök. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Þetta er mjög gott lið en við hljótum að finna einhverja veikleika á því sem við reynum að keyra á,“ segir Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja þjálfara Leiknisliðsins. Leiknismenn eru í ellefta sæti, því næstneðsta, með 15 stig, þremur stigum frá Eyjamönnum. Leiknismenn hafa aðeins unnið einn leik síðan í maí og aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum. Það mark gerði Víkingurinn Halldór Smári Sigurðsson fyrir Breiðhyltinga er hann sparkaði boltanum í eigið net. „Við erum ekki að skora nóg, það er rétt. En við erum að komast í fínar stöður. Við erum með fína fótboltamenn og því þurfum við bara að gera aðeins meira til að skora. Við erum búnir að spila fína leiki en ekki fá stig,“ segir Davíð, en hvernig er að halda hausnum á Leiknisliðinu í standi í gegnum svona erfiða tíma? „Við reynum bara að hjálpast að í þessu. Við erum með skýr markmið fyrir okkur og reynum að komast nálægt þeim í hverjum leik. Við reynum bara að halda einbeitingu og stefna saman að sama markmiðinu. Takmarkið er einfalt fyrir okkur. Svo náttúrlega um leið og þú gefst upp sjálfur geturðu bara pakkað saman og farið heim,“ segir Davíð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira