Langaði að leggja sitt á vogarskálarnar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. september 2015 10:00 Hér má sjá Ástu með tveimur af myndunum tíu sem verða á sýningunni. Verkin byggja á óskum íslenskra barna. Vísir/Vilhelm Í dag verður opnuð í Gerðubergi ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna. Sýningin er samstarfsverkefni ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Steinunnar Hauksdóttur sem sá um uppsetningu, búninga og gerð óskatrésins. Sýningin hefur verið rúm tvö ár í vinnslu og segir Ásta sig hafa langað til þess að vekja athygli á réttindum og stöðu þeirra barna á Íslandi sem búa við vanrækslu, ofbeldi og/eða fátækt. „Eftir að hafa lesið mikið um fátækt á Íslandi og að börn væru vanrækt, fátæk og beitt ofbeldi fór ég að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert,“ segir Ásta en sýningin er byggð á sönnum reynslusögum barna og sýna myndirnar ímyndaðar óskir barnanna. Hún segir verkefnið vissulega hafa verið krefjandi og á tímum erfitt en hvatinn hafir verið að stuðla að fræðslu og forvörnum. „Krakkar geta komið á sýninguna og ef þau þurfa hjálp geta þau sett nafnið sitt og símanúmer á lítinn miða og þá verður haft samband við þau og þeim veitt ráðgjöf,“ segir Ásta en líkt og áður sagði er sýningin unnin í samstarfi við Barnaheill og er haldin í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sögurnar eru margar hverjar átakanlegar og eru þær unnar upp úr beinum tilvitnunum í börnin og ímyndaðar óskir þeirra. „Ein átta ára gömul stelpa sagði orðrétt: Ég var heppin að vera ekki unglingur, því þá hefði ég getað fengið barn í magann. Óskin hennar var sú að hún vildi vera orðin fullorðin. Hún vildi bara komast í burtu frá heimili sínu af því hún vildi ekki búa þar lengur." Í lok sýningarinnar hafa börnin kost á að festa sínar óskir á óskatré og hvetur Ásta foreldra til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og skrifa óskir sínar á miða. Sýningin opnar í Gerðubergi klukkan 14.00 í dag og stendur þar yfir í þrjá mánuði. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag verður opnuð í Gerðubergi ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna. Sýningin er samstarfsverkefni ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Steinunnar Hauksdóttur sem sá um uppsetningu, búninga og gerð óskatrésins. Sýningin hefur verið rúm tvö ár í vinnslu og segir Ásta sig hafa langað til þess að vekja athygli á réttindum og stöðu þeirra barna á Íslandi sem búa við vanrækslu, ofbeldi og/eða fátækt. „Eftir að hafa lesið mikið um fátækt á Íslandi og að börn væru vanrækt, fátæk og beitt ofbeldi fór ég að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert,“ segir Ásta en sýningin er byggð á sönnum reynslusögum barna og sýna myndirnar ímyndaðar óskir barnanna. Hún segir verkefnið vissulega hafa verið krefjandi og á tímum erfitt en hvatinn hafir verið að stuðla að fræðslu og forvörnum. „Krakkar geta komið á sýninguna og ef þau þurfa hjálp geta þau sett nafnið sitt og símanúmer á lítinn miða og þá verður haft samband við þau og þeim veitt ráðgjöf,“ segir Ásta en líkt og áður sagði er sýningin unnin í samstarfi við Barnaheill og er haldin í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sögurnar eru margar hverjar átakanlegar og eru þær unnar upp úr beinum tilvitnunum í börnin og ímyndaðar óskir þeirra. „Ein átta ára gömul stelpa sagði orðrétt: Ég var heppin að vera ekki unglingur, því þá hefði ég getað fengið barn í magann. Óskin hennar var sú að hún vildi vera orðin fullorðin. Hún vildi bara komast í burtu frá heimili sínu af því hún vildi ekki búa þar lengur." Í lok sýningarinnar hafa börnin kost á að festa sínar óskir á óskatré og hvetur Ásta foreldra til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og skrifa óskir sínar á miða. Sýningin opnar í Gerðubergi klukkan 14.00 í dag og stendur þar yfir í þrjá mánuði.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira