Heil umferð fer fram í 1. deild karla á morgun.
Toppbaráttan er í algleymingi en KA, Þróttur og Þór berjast um að fylgja Víkingum frá Ólafsvík upp í Pepsi-deildina.
KA-menn eru í 2. sætinu með 38 stig, einu stigi á undan Þrótti (sem á leik til góða) og þremur stigum á undan erkifjendunum í Þór.
KA tekur á morgun á móti Grindavík en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, Vísi.is og SportTV.is. Leikurinn hefst klukkan 13:00.
Þessi lið mætast í 21. umferð 1. deildar karla á morgun:
KA - Grindavík
Selfoss - Þór
Haukar - BÍ/Bolungarvík
Fram - Víkingur Ó.
Fjarðabyggð - HK
Grótta - Þróttur
