Heildarveiðin komin í 43.488 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2015 09:30 Laxveiðisumarið er nú þegar orðið eitt það besta síðan farið var að halda nákvæmar skráningar á afla úr ánum. Landssamband Veiðifélaga gefur út sinn vikulega lista öll miðvikudagskvöld og það er Þorsteinn á Skálpastöðum sem heldur utan um þá vinnu að afla þeirra upplýsinga. Listinn nær ekki yfir allar ár á Íslandi en allar þær stærstu, þekktustu og svo auðvitað aflahæstu eru á þessum lista. Heildarveiðin í viðmiðunaránum er komin í 43.488 laxa sem er ein besta veiði síðustu 10 ára og ennþá á eftir að veiða í tvær vikur í nokkrum sjálfbæru ánum og lengur í Rangánum báðum. Ef aðeins eru teknar saman veiðitölurnar úr topp 10 ánum á listanum, sem má finna í heild sinni hér, þá er heildarveiðin úr þeim ám 29.597 laxar sem um 2/3 af heildaraflanum. Þrátt fyrir hrakfallaspár frá mörgum í vor og byrjun sumars þegar veiðin fór hægt af stað sýnist og sannast að ennþá er lítið vitað um orsakir aflabrests árið 2014 og 2012. Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði
Laxveiðisumarið er nú þegar orðið eitt það besta síðan farið var að halda nákvæmar skráningar á afla úr ánum. Landssamband Veiðifélaga gefur út sinn vikulega lista öll miðvikudagskvöld og það er Þorsteinn á Skálpastöðum sem heldur utan um þá vinnu að afla þeirra upplýsinga. Listinn nær ekki yfir allar ár á Íslandi en allar þær stærstu, þekktustu og svo auðvitað aflahæstu eru á þessum lista. Heildarveiðin í viðmiðunaránum er komin í 43.488 laxa sem er ein besta veiði síðustu 10 ára og ennþá á eftir að veiða í tvær vikur í nokkrum sjálfbæru ánum og lengur í Rangánum báðum. Ef aðeins eru teknar saman veiðitölurnar úr topp 10 ánum á listanum, sem má finna í heild sinni hér, þá er heildarveiðin úr þeim ám 29.597 laxar sem um 2/3 af heildaraflanum. Þrátt fyrir hrakfallaspár frá mörgum í vor og byrjun sumars þegar veiðin fór hægt af stað sýnist og sannast að ennþá er lítið vitað um orsakir aflabrests árið 2014 og 2012.
Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði