Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. september 2015 22:45 Þórey Anna var öflug í kvöld. Vísir/Stefán Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór fyrir liði sínu í naumum 27-26 sigri á Fylki í 4. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og setti 18 mörk í leiknum eða 66,66% marka liðsins í leiknum og gekk Fylkisliðinu ekkert að stöðva hana. Lauk leiknum með naumum sigri Selfoss en Fylkiskonur eru eftir leikinn með fjögur stig eftir fjóra leiki. Íslandsmeistararnir í Gróttu eru líkt og Selfoss og ÍBV með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Grótta vann afar sannfærandi tólf marka sigur á KA/Þór í kvöld. Lovísa Thompson fór fyrir liði Gróttu sem leiddi 14-7 í hálfleik.Úr leik FH og Vals í kvöld.Vísir/StefánÞá vann ÍR sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag með 21-17 sigri á HK í Digranesi. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir fór fyrir liði ÍR í leiknum en staðan var 6-5 fyrir HK í hálfleik. Þá fengu Fjölniskonur skell í 19 marka tapi gegn Fram á heimavelli í kvöld en Fram leiddi með 12 mörkum í hálfleik. Lauk leiknum með 38-19 sigri Fram en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum en í liði Fjölnis var það Díana Sigmarsdóttir sem var atkvæðamest. Stórleikur Sigurlaugar Rúnarsdóttir kom í veg fyrir að FH næði fyrsta sigri sínum á tímabilinu í 22-18 sigri Vals á FH í Vodafone-höllinni. Jafnt var á liðunum framan af en Valskonur náðu að sigla fram úr í seinni hálfleik. Sigurlaug var atkvæðamest á vellinum með átta mörk en í liði FH var það Ingibjörg Pálmadóttir sem var atkvæðamest með sex mörk. Þá gerðu Haukakonur út um leikinn í seinni hálfleik í ellefu marka sigri á Aftureldingu á heimavelli í lokaleik kvöldsins. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik en settu í fluggír í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn.Aldís Ásta komst á blað í leiknum í kvöld.Vísir/stefánÚrslit kvöldsins:HK 17-21 ÍRMarkahæstar: Elva Arinbjarnar 5, Emma Sardarsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4 - Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 9, Silja Ísberg 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4.Grótta 24-12 KA/ÞórMarkahæstar: Lovísa Thompson 6, Sunna María Einarsdóttir 4 - Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 3.Valur 22-18 FHMarkahæstar: Sigurlaug Rúnarsdóttir 8, Elín Wöhler 4 - Ingibjörg Pálmadóttir 6, Elín Anna Baldursdóttir 5.Fjölnir 19-38 FramMarkahæstar: Díana Sigmarsdóttir 7, Andrea Jacobsen 4, Berglind Benediktsdóttir 4 - Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Elva Þóra Arnarsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 5.Selfoss 27-26 FylkirMarkahæstar: Hrafnhildur Anna Þrastardóttir 18, Adina Ghidoarca 3, Perla Albertsdóttir 3 - Thea Irmani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 6.Haukar 34-23 AftureldingMarkahæstar: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 10, Ramune Pekarskyte 8 - Thelma Rut Frímannsdóttir 8, Hekla Ingunn Daðadóttir 6. Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór fyrir liði sínu í naumum 27-26 sigri á Fylki í 4. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og setti 18 mörk í leiknum eða 66,66% marka liðsins í leiknum og gekk Fylkisliðinu ekkert að stöðva hana. Lauk leiknum með naumum sigri Selfoss en Fylkiskonur eru eftir leikinn með fjögur stig eftir fjóra leiki. Íslandsmeistararnir í Gróttu eru líkt og Selfoss og ÍBV með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Grótta vann afar sannfærandi tólf marka sigur á KA/Þór í kvöld. Lovísa Thompson fór fyrir liði Gróttu sem leiddi 14-7 í hálfleik.Úr leik FH og Vals í kvöld.Vísir/StefánÞá vann ÍR sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag með 21-17 sigri á HK í Digranesi. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir fór fyrir liði ÍR í leiknum en staðan var 6-5 fyrir HK í hálfleik. Þá fengu Fjölniskonur skell í 19 marka tapi gegn Fram á heimavelli í kvöld en Fram leiddi með 12 mörkum í hálfleik. Lauk leiknum með 38-19 sigri Fram en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum en í liði Fjölnis var það Díana Sigmarsdóttir sem var atkvæðamest. Stórleikur Sigurlaugar Rúnarsdóttir kom í veg fyrir að FH næði fyrsta sigri sínum á tímabilinu í 22-18 sigri Vals á FH í Vodafone-höllinni. Jafnt var á liðunum framan af en Valskonur náðu að sigla fram úr í seinni hálfleik. Sigurlaug var atkvæðamest á vellinum með átta mörk en í liði FH var það Ingibjörg Pálmadóttir sem var atkvæðamest með sex mörk. Þá gerðu Haukakonur út um leikinn í seinni hálfleik í ellefu marka sigri á Aftureldingu á heimavelli í lokaleik kvöldsins. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik en settu í fluggír í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn.Aldís Ásta komst á blað í leiknum í kvöld.Vísir/stefánÚrslit kvöldsins:HK 17-21 ÍRMarkahæstar: Elva Arinbjarnar 5, Emma Sardarsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4 - Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 9, Silja Ísberg 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4.Grótta 24-12 KA/ÞórMarkahæstar: Lovísa Thompson 6, Sunna María Einarsdóttir 4 - Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 3.Valur 22-18 FHMarkahæstar: Sigurlaug Rúnarsdóttir 8, Elín Wöhler 4 - Ingibjörg Pálmadóttir 6, Elín Anna Baldursdóttir 5.Fjölnir 19-38 FramMarkahæstar: Díana Sigmarsdóttir 7, Andrea Jacobsen 4, Berglind Benediktsdóttir 4 - Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Elva Þóra Arnarsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 5.Selfoss 27-26 FylkirMarkahæstar: Hrafnhildur Anna Þrastardóttir 18, Adina Ghidoarca 3, Perla Albertsdóttir 3 - Thea Irmani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 6.Haukar 34-23 AftureldingMarkahæstar: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 10, Ramune Pekarskyte 8 - Thelma Rut Frímannsdóttir 8, Hekla Ingunn Daðadóttir 6.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni