Lennon: Áfengismenningin í Skotlandi ógnaði ferli mínum Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. september 2015 18:15 Steven Lennon fagnar hér með Atla Guðnasyni í leik FH og Fjölnis um helgina. Vísir/Þórdís Steven Lennon, skoski framherji FH, er í skemmtilegu viðtali í Daily Record í dag þar sem hann fer yfir fyrstu ár atvinnumannaferilsins er hann var á mála hjá skoska stórveldinu Rangers. Lennon sem varð ásamt liðsfélögum sínum Íslandsmeistari um helgina gekk upphaflega til liðs við Fram sumarið 2011 og sneri aftur til Íslands síðasta sumar eftir eins árs stopp í Noregi. „Áfengismenningin í Skotlandi er allt önnur en á Íslandi. Þegar ég var hjá Rangers lékum við leik með U20 árs liðinu á þriðjudögum, fórum út á lífið eftir leikinn og enduðum í spilavíti langt fram eftir nóttu. Svo æfðum við næstu daga og ég var í hóp hjá aðalliðinu á laugardeginum áður en það var farið aftur út á lífið og í spilavítið á laugardagskvöldi.“ Lennon segir að það sé erfitt fyrir ungan leikmann að standast freistingarnar í Glasgow. „Það er hægt að fara út á lífið öll kvöld í Glasgow og það er auðvelt að fylgja félögunum á einhverja krá. Hér er þetta alltaf bara föstudags- og laugardagskvöld og ég get það aldrei því við spilum yfirleitt á sunnudögum. Það hefur mikið breyst hjá mér undanfarin ár og ég á núna von á mínu fyrsta barni.“Lennon, hér með Kassim Doumbia, fagnandi titlinum um helgina.Vísir/ÞórdísHélt ég vissi betur en þjálfararnir Lennon fór ekkert í felur þegar hann var spurður að því hvort hann væri með eftirsjá yfir einhverju. „Ef ég væri 16 ára í Rangers núna myndi ég aldrei gera sömu hluti. Ég myndi ekki fara út á lífið tvisvar í viku og eyða jafn miklum tíma í spilavítunum. Þjálfararnir töluðu við mig en ég hélt að ég vissi betur og þegar ég hugsa til baka skil ég ekkert hvað ég var að gera.“ Lennon fór fögrum orðum um lífið á Íslandi. „Þetta er öðruvísi og þú þarft að koma inn í þetta með opin hug. Það tala allir ensku og ég hef komið mér vel fyrir hérna á Íslandi með íslenskri konu. Lifnaðarhættirnir eru betri, fólk trúir því varla hversu öruggum manni líður hérna. Ég get skilið hurðina eftir opna og það gerist ekkert. Það er mun minna um glæpi hérna en í Skotlandi.“ Hann gerir ekki ráð fyrir að snúa aftur til Skotlands sem leikmaður. „Ég sé ekki fram á að ég spili aftur í Skotlandi, ég vill frekar vera mikilvægur leikmaður á Íslandi en að vera miðlungsleikmaður í Skotlandi. Ef þú stendur þig vel hér þá tekur fólk eftir því, ég held að flestir í Skotlandi séu búnir að gleyma mér.“Lennon í leiknum gegn Breiðablik.Vísir/GettyAðstæðurnar á Íslandi eru ótrúlegar Þá ræddi Lennon ótrúlegan uppgang íslenska landsliðsins undanfarin ár. „Aðstæðurnar hérna eru ótrúlegar, okkur þótti frábært hjá Rangers að vera með völl innanhúss en FH er að byggja þriðja innanhús völlinn og þetta þekkist út um allt land. Þegar íslenskir krakkar eru 11-12 ára eru þeir að æfa á hverju kvöldi en í Skotlandi kannski tvisvar í viku.“ Sagði Lennon að það væru mun betri þjálfarar á Íslandi. „Ungir leikmenn fá þrefalt betri þjálfun en heima í Skotlandi og þjálfararnir hér eru flestir með UEFA gráður en ekki einhverjir sjálfboðaliðar sem eru foreldrar leikmanna,“ sagði Lennon sem telur að Ísland muni halda áfram að framleiða gæða knattspyrnumenn. „Ég sé ótrúlega unga leikmenn koma upp úr unglingastarfinu á hverju ári. Fyrir stuttu kom 15 ára strákur að æfa með okkur í meistaraflokknum og áður en hann lék leik fyrir félagið var hann kominn í atvinnumennsku til AZ Alkmaar. Góðir íslenskir leikmenn fara ytra þegar þeir eru ungir sem hjálpar þeim að þroskast og verða að betri leikmönnum.“ Það mun aðeins hjálpa íslenska landsliðinu að leikmenn komi með eitthvað mismunandi inn í landsliðið. „Allir leikmenn skoska og enska landsliðsins spila eins enda allir úr sömu deildunum. Leikmenn íslenska, spænska og brasilíska landsliðsins, eru allir í mismunandi deildum og koma með mismunandi hæfileika inn á borðið.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Steven Lennon, skoski framherji FH, er í skemmtilegu viðtali í Daily Record í dag þar sem hann fer yfir fyrstu ár atvinnumannaferilsins er hann var á mála hjá skoska stórveldinu Rangers. Lennon sem varð ásamt liðsfélögum sínum Íslandsmeistari um helgina gekk upphaflega til liðs við Fram sumarið 2011 og sneri aftur til Íslands síðasta sumar eftir eins árs stopp í Noregi. „Áfengismenningin í Skotlandi er allt önnur en á Íslandi. Þegar ég var hjá Rangers lékum við leik með U20 árs liðinu á þriðjudögum, fórum út á lífið eftir leikinn og enduðum í spilavíti langt fram eftir nóttu. Svo æfðum við næstu daga og ég var í hóp hjá aðalliðinu á laugardeginum áður en það var farið aftur út á lífið og í spilavítið á laugardagskvöldi.“ Lennon segir að það sé erfitt fyrir ungan leikmann að standast freistingarnar í Glasgow. „Það er hægt að fara út á lífið öll kvöld í Glasgow og það er auðvelt að fylgja félögunum á einhverja krá. Hér er þetta alltaf bara föstudags- og laugardagskvöld og ég get það aldrei því við spilum yfirleitt á sunnudögum. Það hefur mikið breyst hjá mér undanfarin ár og ég á núna von á mínu fyrsta barni.“Lennon, hér með Kassim Doumbia, fagnandi titlinum um helgina.Vísir/ÞórdísHélt ég vissi betur en þjálfararnir Lennon fór ekkert í felur þegar hann var spurður að því hvort hann væri með eftirsjá yfir einhverju. „Ef ég væri 16 ára í Rangers núna myndi ég aldrei gera sömu hluti. Ég myndi ekki fara út á lífið tvisvar í viku og eyða jafn miklum tíma í spilavítunum. Þjálfararnir töluðu við mig en ég hélt að ég vissi betur og þegar ég hugsa til baka skil ég ekkert hvað ég var að gera.“ Lennon fór fögrum orðum um lífið á Íslandi. „Þetta er öðruvísi og þú þarft að koma inn í þetta með opin hug. Það tala allir ensku og ég hef komið mér vel fyrir hérna á Íslandi með íslenskri konu. Lifnaðarhættirnir eru betri, fólk trúir því varla hversu öruggum manni líður hérna. Ég get skilið hurðina eftir opna og það gerist ekkert. Það er mun minna um glæpi hérna en í Skotlandi.“ Hann gerir ekki ráð fyrir að snúa aftur til Skotlands sem leikmaður. „Ég sé ekki fram á að ég spili aftur í Skotlandi, ég vill frekar vera mikilvægur leikmaður á Íslandi en að vera miðlungsleikmaður í Skotlandi. Ef þú stendur þig vel hér þá tekur fólk eftir því, ég held að flestir í Skotlandi séu búnir að gleyma mér.“Lennon í leiknum gegn Breiðablik.Vísir/GettyAðstæðurnar á Íslandi eru ótrúlegar Þá ræddi Lennon ótrúlegan uppgang íslenska landsliðsins undanfarin ár. „Aðstæðurnar hérna eru ótrúlegar, okkur þótti frábært hjá Rangers að vera með völl innanhúss en FH er að byggja þriðja innanhús völlinn og þetta þekkist út um allt land. Þegar íslenskir krakkar eru 11-12 ára eru þeir að æfa á hverju kvöldi en í Skotlandi kannski tvisvar í viku.“ Sagði Lennon að það væru mun betri þjálfarar á Íslandi. „Ungir leikmenn fá þrefalt betri þjálfun en heima í Skotlandi og þjálfararnir hér eru flestir með UEFA gráður en ekki einhverjir sjálfboðaliðar sem eru foreldrar leikmanna,“ sagði Lennon sem telur að Ísland muni halda áfram að framleiða gæða knattspyrnumenn. „Ég sé ótrúlega unga leikmenn koma upp úr unglingastarfinu á hverju ári. Fyrir stuttu kom 15 ára strákur að æfa með okkur í meistaraflokknum og áður en hann lék leik fyrir félagið var hann kominn í atvinnumennsku til AZ Alkmaar. Góðir íslenskir leikmenn fara ytra þegar þeir eru ungir sem hjálpar þeim að þroskast og verða að betri leikmönnum.“ Það mun aðeins hjálpa íslenska landsliðinu að leikmenn komi með eitthvað mismunandi inn í landsliðið. „Allir leikmenn skoska og enska landsliðsins spila eins enda allir úr sömu deildunum. Leikmenn íslenska, spænska og brasilíska landsliðsins, eru allir í mismunandi deildum og koma með mismunandi hæfileika inn á borðið.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira