Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2015 23:47 Salka Sól og félagar ætla í hljóðver í næstu viku. mynd/salka sól Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Höfundar tónlistarinnar eru þau Salka Sól, Aron Steinn Ásbjarnarson og Örn Ýmir. Þá samdi Salka Sól textana við lögin. Í samtali við Vísi segir Salka að tónlistin hafi fengið góðar viðtökur. „Við sömdum alls um sex heil lög en mörg af þeim voru köttuð niður fyrir sýninguna. Við grípum í þau svona fyrir mismunandi senur í leikritinu; sumir karakterar eiga til dæmis sitt eigið stef eða sinn eigin söng eins og Maríanna, hetjan í leikritinu, en lagið hennar heitir Á annan stað,“ segir Salka. Hún, Aron og Örn Ýmir eru öll í hljómsveitinni sem spilar í sýningunni auk þeirra Sigurðar Inga Einarssonar og Tómasar Jónssonar. „Stefnan er að fara í hljóðver núna í vikunni, taka lögin upp og gefa þau út á plötu.“Small allt á generalprufunni Aðspurð hvernig ferlið hafi gengið fyrir sig segir Salka að þau hafi fengið handritið fyrst í hendurnar í mars. „Það handrit var á ensku því það var verið að klára þýðinguna. Við fengum síðan handritið á íslensku í apríl og byrjuðum bara að semja á fullu. Það voru síðan æfingar í fjórar vikur fyrir sumarfrí og eftir það vorum við komin með góða tilfinningu fyrir leikritinu. Við vorum því bara á fullu að semja í sumar og þá komu textarnir líka.“ Salka og félagar voru því með nóg af tónlist þegar þau mættu aftur til æfinga eftir sumarfrí. „Við vorum með alls konar lög og stef og mesta púsluspilið var að koma öllu rétt inn í sýninguna. Láta til dæmis tónlistina passa rétt við bardagaatriðin sem eru nokkur í leikritinu og láta þetta allt smella saman. Það var svona það erfiðasta við þetta og hlutirnir smullu eiginlega ekki fyrr en á generalprufunni,“ segir Salka hlæjandi. Hér að neðan má sjá Sölku Sól taka lagið hennar Maríönnu í þættinum Helginni á Hringbraut. Tengdar fréttir Líf og fjör í Skírisskógi Ærslafull sýning sem hittir beint í mark. 15. september 2015 09:45 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Höfundar tónlistarinnar eru þau Salka Sól, Aron Steinn Ásbjarnarson og Örn Ýmir. Þá samdi Salka Sól textana við lögin. Í samtali við Vísi segir Salka að tónlistin hafi fengið góðar viðtökur. „Við sömdum alls um sex heil lög en mörg af þeim voru köttuð niður fyrir sýninguna. Við grípum í þau svona fyrir mismunandi senur í leikritinu; sumir karakterar eiga til dæmis sitt eigið stef eða sinn eigin söng eins og Maríanna, hetjan í leikritinu, en lagið hennar heitir Á annan stað,“ segir Salka. Hún, Aron og Örn Ýmir eru öll í hljómsveitinni sem spilar í sýningunni auk þeirra Sigurðar Inga Einarssonar og Tómasar Jónssonar. „Stefnan er að fara í hljóðver núna í vikunni, taka lögin upp og gefa þau út á plötu.“Small allt á generalprufunni Aðspurð hvernig ferlið hafi gengið fyrir sig segir Salka að þau hafi fengið handritið fyrst í hendurnar í mars. „Það handrit var á ensku því það var verið að klára þýðinguna. Við fengum síðan handritið á íslensku í apríl og byrjuðum bara að semja á fullu. Það voru síðan æfingar í fjórar vikur fyrir sumarfrí og eftir það vorum við komin með góða tilfinningu fyrir leikritinu. Við vorum því bara á fullu að semja í sumar og þá komu textarnir líka.“ Salka og félagar voru því með nóg af tónlist þegar þau mættu aftur til æfinga eftir sumarfrí. „Við vorum með alls konar lög og stef og mesta púsluspilið var að koma öllu rétt inn í sýninguna. Láta til dæmis tónlistina passa rétt við bardagaatriðin sem eru nokkur í leikritinu og láta þetta allt smella saman. Það var svona það erfiðasta við þetta og hlutirnir smullu eiginlega ekki fyrr en á generalprufunni,“ segir Salka hlæjandi. Hér að neðan má sjá Sölku Sól taka lagið hennar Maríönnu í þættinum Helginni á Hringbraut.
Tengdar fréttir Líf og fjör í Skírisskógi Ærslafull sýning sem hittir beint í mark. 15. september 2015 09:45 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira