Jordan Spieth tryggði sér Fed-Ex bikarinn 27. september 2015 22:39 Spieth hafði ríka ástæðu til að brosa í kvöld. Getty Jordan Spieth sigraði í sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á árinu nú í kvöld en hann lék best allra á Coca Cola meistaramótinu, lokamóti mótaraðarinnar þetta tímabilið. Spieth átti eitt högg á Henrik Stenson fyrir lokahringinn og þeir börðust um efsta sætið framan af. Stenson missti þó einbeitinguna á seinni níu holunum sem hann lék á þremur yfir pari og Spieth nýtti sér það með því að fá örugg pör á síðustu sjö holurnar. Hann lék hringinn í kvöld á einu höggi undir pari og endaði fjórum höggum á undan næstu mönnum, á níu undir pari samtals. Danny Lee, Justin Rose og Henrik Stenson deildu öðru sætinu á fimm höggum undir pari en Bubba Watson, Dustin Johnson og Paul Casey komu þar á eftir á fjórum undir. Rory Mcilroy var í góðum málum fyrir lokahringinn og hefði með góðri frammistöðu getað gert atlögu að sigrinum. Hann fann sig þó alls ekki í kvöld og fékk hvern skollan á fætur öðrum en hann endaði jafn í 16. sæti á einu yfir pari. Coca Cola meistaramótið á East Lake var einnig lokamót Fed-Ex bikarsins þar sem milljarðir króna eru í verðlaunafé fyrir bestu kylfinga PGA-mótaraðarinnar. Með sigrinum í kvöld þarf Jordan Spieth því ekki að hafa áhyggjur af peningamálum næstu árin en hann fékk samtals 11.6 milljón dollara í verðlaun eða rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Henrik Stenson þarf að láta sér lynda þrjár milljónir dollara í verðlaunafé fyrir annað sætið sem verður þó að teljast ágætis búbót. Næst á dagskrá í golfheiminum er Forsetabikarinn sem fer fram snemma í október en seinna í mánuðinum hefst svo nýtt tímabil á PGA-mótaröðinni með Frys.com meistaramótinu. Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Jordan Spieth sigraði í sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á árinu nú í kvöld en hann lék best allra á Coca Cola meistaramótinu, lokamóti mótaraðarinnar þetta tímabilið. Spieth átti eitt högg á Henrik Stenson fyrir lokahringinn og þeir börðust um efsta sætið framan af. Stenson missti þó einbeitinguna á seinni níu holunum sem hann lék á þremur yfir pari og Spieth nýtti sér það með því að fá örugg pör á síðustu sjö holurnar. Hann lék hringinn í kvöld á einu höggi undir pari og endaði fjórum höggum á undan næstu mönnum, á níu undir pari samtals. Danny Lee, Justin Rose og Henrik Stenson deildu öðru sætinu á fimm höggum undir pari en Bubba Watson, Dustin Johnson og Paul Casey komu þar á eftir á fjórum undir. Rory Mcilroy var í góðum málum fyrir lokahringinn og hefði með góðri frammistöðu getað gert atlögu að sigrinum. Hann fann sig þó alls ekki í kvöld og fékk hvern skollan á fætur öðrum en hann endaði jafn í 16. sæti á einu yfir pari. Coca Cola meistaramótið á East Lake var einnig lokamót Fed-Ex bikarsins þar sem milljarðir króna eru í verðlaunafé fyrir bestu kylfinga PGA-mótaraðarinnar. Með sigrinum í kvöld þarf Jordan Spieth því ekki að hafa áhyggjur af peningamálum næstu árin en hann fékk samtals 11.6 milljón dollara í verðlaun eða rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Henrik Stenson þarf að láta sér lynda þrjár milljónir dollara í verðlaunafé fyrir annað sætið sem verður þó að teljast ágætis búbót. Næst á dagskrá í golfheiminum er Forsetabikarinn sem fer fram snemma í október en seinna í mánuðinum hefst svo nýtt tímabil á PGA-mótaröðinni með Frys.com meistaramótinu.
Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira