Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fylkir 0-0 | Andlaust jafntefli í Víkinni Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli skrifar 26. september 2015 17:00 Mörk Ívars Arnar Jónssonar hafa tryggt Víkingum sjö stig í sumar. vísir/stefán Baráttan og harkan var í fyrirrúmi í Víkinni í dag þegar Víkingar og Fylkismenn gerðu markalaust jafntefli. Dómari leiksins hafði nóg að gera enda fóru sjö gul spjold á loft auk þess sem að Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis var rekinn út af í hálfleik. Tæklingarnar og ýtingarnar spiluðu stærra hlutverk í þessum leik en sendingar og færi enda var lítið að frétta fyrir framan mörk beggja liða í leiknum í dag. Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari leiksins, var í aðalhlutverki en það segir ýmislegt um frammistöðu hans að stuðningsmenn Fylkis og Víkinga voru verulega ósáttir með framgöngu hans í dag. Verkefni hans var snúið enda erfitt að spila fótbolta í erfiðum aðstæðum enda bæði hvassviðri og úrhelli í Fossvoginum í dag.Hermann Hreiðarsson fékk rautt spjald í hálfleik Alls fengu sjö gul spjöld að líta dagsins og hefðu þau átt að vera fleiri og jafnvel í öðrum lit en atvik leiksins átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Viktor Bjarki Arnarsson virtist sparka í Ragnar Braga Sveinsson þegar þeir lágu saman á vellinum. Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á Ingimundi Níelsi Óskarssyni sem hljóp að Viktori Bjarka og virtist slá til hans en Viktor Bjarki lá kylliflatur á vellinum eftir þessi viðskipti. Báðir þessir leikmenn verðskulduðu rautt spjald fyrir þetta en Ingimundur Níels var sá eini sem sat í súpunni og fékk hann gult spald að launum. Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis virtist ekki vera ánægður með þessa niðurstöðu Guðmunds Ársæls en Hermann hafði áður látið aðstoðardómarann heyra það, væntanlega fyrir að vera ekki nógu snöggur að gefa merki um skiptingu eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson fór meiddur útaf. Hermann fékk rautt spjald í hálfleik, líklegast fyrir munnsöfnuð, en hann vildi lítið tjá sig um málið er hann gekk upp í stúku þegar seinni hálfleikur hófst. „Ég var bara að tala við sjálfan mig,“ sagði Hermann aðspurður af blaðamanni Vísis um ástæður brottrekstrarins. Þetta var í raun saga leiksins. Leikmennirnir voru ósáttir við dómgæsluna og tæklingarnar fengu að fljúga á kostnað fótboltans.Í þau örfáu skipti sem leikmenn liðanna fengu færi voru þeir yfirleitt of lengi að athafna sig. Fylkismenn voru þó örlítið sprækari og þurfti Thomas Nielsen t.d. að taka á honum stóra sínum eftir að Ingimundur Níels skaut í markteignum. Bæði lið virtust vera sátt við jafnteflið enda að litlu að keppa þar sem liðin voru fyrir leikin löngu búin að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Það var því ákveðið fagnaðarefni þegar dómarinn flautaði til leiks og liðin gátu deilt með sér stigunum, leikmenn þeirra eflaust fegnir því að vera komnir inn úr kuldanum.Milos: Veðrið það sama fyrir bæði liðVeðuraðstæður voru ekkert sérstakar enda var rætt fyrir umferðina að mögulega þyrfti að fresta þessari umferð. Milos Milojevic, þjálfari Víkinga blés þó á að veðrið hefði haft áhrif á spilamennsku liðanna í dag. „Nei, þetta er fínasta íslenskt veður. Það var ekkert að veðri, mér fannst t.d. verra veður í síðasta leik. Veðrið var nákvæmlega eins fyrir bæði lið í dag. Milos tók við sem aðalþjálfari þegar Ólafur Þórðarsson lét af störfum. Víkingar voru þá í erfiðri stöðu en þeim hefur tekist að snúa við blaðinu og voru fyrir leikinn búnir að tryggja sæti sitt í deildinni. Milos telur að liðið hefði þó getað gert betur. „Við vorum ekki mjög góðri stöðu þegar ég tók við. Ég er hinsvegar ekki sáttur við stigasöfnunina og það vantar svona 5-6 stig upp á. Við hefðum átt að gera betur í dag og t.d gegn Leikni. Í dag er ég hinvegar ánægður með að við bætum okkur frá síðasta leik þar sem við fáum fjögur mark á okkur en ekkert í dag, það er jákvætt.“Reynir: Skorti töfra fyrir framan markiðHermann Hreiðarsson fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik en aðstoðarþjálfari Fylkis gat ekki svarað fyrir hvað hann fékk spjaldið. Reynir var þó ekki alveg sáttur með frammistöðu dómarans en sagði hana mögulega hafa verið í takt við gæði leiksins. „Ég skil ekki hvernig dómarinn gat sleppt rauðu spjaldi á leikmann Víkings fyrir að hafa sparkað í Ragnar Braga. Þeir voru ekki alveg á tánum, kannski líkt og leikmennirnir. “ Reynir segir að það hafi vantað töfra en að sínir menn hafi verið sterkari aðilinn í leiknum. Hann er sammála Milosi að veðrið hafi ekki haft áhrif á leikinn í dag. „Það vantaði kannski smá töfra fyrir framan markið en við reyndum að spila boltanum og gerðum það ágætlega á köflum. Það er ekkert að veðrinu og mér fannst það ekki hafa áhrif á leikinn.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjá meira
Baráttan og harkan var í fyrirrúmi í Víkinni í dag þegar Víkingar og Fylkismenn gerðu markalaust jafntefli. Dómari leiksins hafði nóg að gera enda fóru sjö gul spjold á loft auk þess sem að Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis var rekinn út af í hálfleik. Tæklingarnar og ýtingarnar spiluðu stærra hlutverk í þessum leik en sendingar og færi enda var lítið að frétta fyrir framan mörk beggja liða í leiknum í dag. Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari leiksins, var í aðalhlutverki en það segir ýmislegt um frammistöðu hans að stuðningsmenn Fylkis og Víkinga voru verulega ósáttir með framgöngu hans í dag. Verkefni hans var snúið enda erfitt að spila fótbolta í erfiðum aðstæðum enda bæði hvassviðri og úrhelli í Fossvoginum í dag.Hermann Hreiðarsson fékk rautt spjald í hálfleik Alls fengu sjö gul spjöld að líta dagsins og hefðu þau átt að vera fleiri og jafnvel í öðrum lit en atvik leiksins átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Viktor Bjarki Arnarsson virtist sparka í Ragnar Braga Sveinsson þegar þeir lágu saman á vellinum. Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á Ingimundi Níelsi Óskarssyni sem hljóp að Viktori Bjarka og virtist slá til hans en Viktor Bjarki lá kylliflatur á vellinum eftir þessi viðskipti. Báðir þessir leikmenn verðskulduðu rautt spjald fyrir þetta en Ingimundur Níels var sá eini sem sat í súpunni og fékk hann gult spald að launum. Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis virtist ekki vera ánægður með þessa niðurstöðu Guðmunds Ársæls en Hermann hafði áður látið aðstoðardómarann heyra það, væntanlega fyrir að vera ekki nógu snöggur að gefa merki um skiptingu eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson fór meiddur útaf. Hermann fékk rautt spjald í hálfleik, líklegast fyrir munnsöfnuð, en hann vildi lítið tjá sig um málið er hann gekk upp í stúku þegar seinni hálfleikur hófst. „Ég var bara að tala við sjálfan mig,“ sagði Hermann aðspurður af blaðamanni Vísis um ástæður brottrekstrarins. Þetta var í raun saga leiksins. Leikmennirnir voru ósáttir við dómgæsluna og tæklingarnar fengu að fljúga á kostnað fótboltans.Í þau örfáu skipti sem leikmenn liðanna fengu færi voru þeir yfirleitt of lengi að athafna sig. Fylkismenn voru þó örlítið sprækari og þurfti Thomas Nielsen t.d. að taka á honum stóra sínum eftir að Ingimundur Níels skaut í markteignum. Bæði lið virtust vera sátt við jafnteflið enda að litlu að keppa þar sem liðin voru fyrir leikin löngu búin að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Það var því ákveðið fagnaðarefni þegar dómarinn flautaði til leiks og liðin gátu deilt með sér stigunum, leikmenn þeirra eflaust fegnir því að vera komnir inn úr kuldanum.Milos: Veðrið það sama fyrir bæði liðVeðuraðstæður voru ekkert sérstakar enda var rætt fyrir umferðina að mögulega þyrfti að fresta þessari umferð. Milos Milojevic, þjálfari Víkinga blés þó á að veðrið hefði haft áhrif á spilamennsku liðanna í dag. „Nei, þetta er fínasta íslenskt veður. Það var ekkert að veðri, mér fannst t.d. verra veður í síðasta leik. Veðrið var nákvæmlega eins fyrir bæði lið í dag. Milos tók við sem aðalþjálfari þegar Ólafur Þórðarsson lét af störfum. Víkingar voru þá í erfiðri stöðu en þeim hefur tekist að snúa við blaðinu og voru fyrir leikinn búnir að tryggja sæti sitt í deildinni. Milos telur að liðið hefði þó getað gert betur. „Við vorum ekki mjög góðri stöðu þegar ég tók við. Ég er hinsvegar ekki sáttur við stigasöfnunina og það vantar svona 5-6 stig upp á. Við hefðum átt að gera betur í dag og t.d gegn Leikni. Í dag er ég hinvegar ánægður með að við bætum okkur frá síðasta leik þar sem við fáum fjögur mark á okkur en ekkert í dag, það er jákvætt.“Reynir: Skorti töfra fyrir framan markiðHermann Hreiðarsson fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik en aðstoðarþjálfari Fylkis gat ekki svarað fyrir hvað hann fékk spjaldið. Reynir var þó ekki alveg sáttur með frammistöðu dómarans en sagði hana mögulega hafa verið í takt við gæði leiksins. „Ég skil ekki hvernig dómarinn gat sleppt rauðu spjaldi á leikmann Víkings fyrir að hafa sparkað í Ragnar Braga. Þeir voru ekki alveg á tánum, kannski líkt og leikmennirnir. “ Reynir segir að það hafi vantað töfra en að sínir menn hafi verið sterkari aðilinn í leiknum. Hann er sammála Milosi að veðrið hafi ekki haft áhrif á leikinn í dag. „Það vantaði kannski smá töfra fyrir framan markið en við reyndum að spila boltanum og gerðum það ágætlega á köflum. Það er ekkert að veðrinu og mér fannst það ekki hafa áhrif á leikinn.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjá meira