Gunnar hættur sem þjálfari kvennaliðs Selfoss | Tekur við karlaliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2015 22:55 Gunnar gerði flotta hluti með kvennalið Selfoss. vísir/anton Gunnar Rafn Borgþórsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Selfoss og yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Þetta kemur fram á Sunnlenska.is. Gunnar hættir því sem þjálfari kvennaliðsins sem hann hefur stýrt með góðum árangri undanfarin þrjú ár. Selfoss náði besta árangri í sögu félagsins í sumar þegar liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildar kvenna og komst auk þess annað árið í röð í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Gunnar tók við karlaliði Selfoss um mitt síðasta sumar af Zoran Miljkovic og tókst að bjarga liðinu frá falli í 2. deild. Selfyssingar enduðu í 10. sæti 1. deildar í ár en liðið hefur átt erfitt uppdráttar síðan það féll úr Pepsi-deildinni 2012. Samhliða því að vera þjálfari karlaliðsins mun Gunnar sinna starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Selfossi. Hann mun sjá um stefnumótun í þjálfun yngri flokka félagsins og stýra teymi þjálfara meistaraflokks kvenna og 2. flokks karla og kvenna. „Þetta er mjög spennandi starf og býður upp á marga kosti fyrir mig sem þjálfara. Hluti af því að ég taki við karlaliðinu er að auka samkenndina og samvinnuna í klúbbnum. Kvennaliðið er komið á frábæran stað og hefur náð góðum árangri með öflugri umgjörð og mögnuðu starfsfólki. „Ég fann það þegar karla- og kvennaliðin fóru að vinna saman í sumar að það var jákvætt fyrir deildina í heild sinni. Ég er mjög ánægður með að Selfoss sé að taka þetta skref því við ætlum okkur að verða flottasti klúbbur á landinu, ekki bara í kvennaboltanum,“ er haft eftir Gunnari í frétt Sunnlenska. Á næstu vikum verður tilkynnt hver verður næsti þjálfari kvennaliðs Selfoss. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Gunnar Rafn Borgþórsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Selfoss og yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Þetta kemur fram á Sunnlenska.is. Gunnar hættir því sem þjálfari kvennaliðsins sem hann hefur stýrt með góðum árangri undanfarin þrjú ár. Selfoss náði besta árangri í sögu félagsins í sumar þegar liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildar kvenna og komst auk þess annað árið í röð í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Gunnar tók við karlaliði Selfoss um mitt síðasta sumar af Zoran Miljkovic og tókst að bjarga liðinu frá falli í 2. deild. Selfyssingar enduðu í 10. sæti 1. deildar í ár en liðið hefur átt erfitt uppdráttar síðan það féll úr Pepsi-deildinni 2012. Samhliða því að vera þjálfari karlaliðsins mun Gunnar sinna starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Selfossi. Hann mun sjá um stefnumótun í þjálfun yngri flokka félagsins og stýra teymi þjálfara meistaraflokks kvenna og 2. flokks karla og kvenna. „Þetta er mjög spennandi starf og býður upp á marga kosti fyrir mig sem þjálfara. Hluti af því að ég taki við karlaliðinu er að auka samkenndina og samvinnuna í klúbbnum. Kvennaliðið er komið á frábæran stað og hefur náð góðum árangri með öflugri umgjörð og mögnuðu starfsfólki. „Ég fann það þegar karla- og kvennaliðin fóru að vinna saman í sumar að það var jákvætt fyrir deildina í heild sinni. Ég er mjög ánægður með að Selfoss sé að taka þetta skref því við ætlum okkur að verða flottasti klúbbur á landinu, ekki bara í kvennaboltanum,“ er haft eftir Gunnari í frétt Sunnlenska. Á næstu vikum verður tilkynnt hver verður næsti þjálfari kvennaliðs Selfoss.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira