Andrea: Átti ekki von á þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. september 2015 14:45 Andrea Rán er hún tók við verðlaununum í dag. Vísir/Anton „Ég er mjög stolt af þessu og afrekunum hjá okkur stelpunum og öllu liðinu,“ sagði Andrea Rán Hauksdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir að hafa tekið við verðlaunum sem efnilegasti leikmaður deildarinnar. „Ég átti kannski ekki von á þessu en ég vissi að þetta væri möguleiki eftir tímabilið.“ Andrea var í úrvalsliði seinni hluta tímabilsins en hún var hluti af frábæru liði Breiðabliks í sumar. Hún tók undir að það væri verðskuldað að leikmenn liðsins væru að sópa til sín verðlaunum á afhendingunni. „Stelpurnar hjálpuðu til og það var frábært að komast í úrvalsliðið, ætli við höfum ekki átt öll þessi verðlaun skilið.“Frá athöfninni í dag.Mynd/KSÍÞorsteinn: Erum verulega sátt með tímabilið „Þetta er verðskuldað að ég held, það er frábært að taka við þessu,“ sagði Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sáttur eftir verðlaunaafhendinguna í dag. Þorsteinn var valinn besti þjálfari ársins en leikmenn hans sópuðu að sér verðlaunum enda verðskuldaðir Íslandsmeistarar. „Það er alltaf gaman að fá verðlaun og þetta er sú uppskera sem við höfum sáð í. Það er varla hægt að fá fleiri verðlaun svo við förum héðan verulega sátt.“ Þrír varnarmenn og markvörður liðsins voru valdnir í úrvalslið seinni umferðarinnar en liðið fékk aðeins fjögur mörk á sig í vetur. „Við erum mjög ánægð og stolt af okkar spilamennsku í sumar og við getum ekkert annað. Við erum lítið farin að hugsa út í næsta ár en það eina höfum rætt um er hvernig við getum bætt liðið og leikmennina,“ sagði Þorsteinn sem sagði varnarlínuna geta gert enn betur. „Við getum fengið á okkur þrjú mörk,“ sagði Þorsteinn léttur að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fanndís best og Andrea efnilegust Breiðablik sópaði að sér verðlaunum þegar Pepsi-deild kvenna var gerð upp í húsakynnum Ölgerðarinnar í dag. 25. september 2015 12:30 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Ég er mjög stolt af þessu og afrekunum hjá okkur stelpunum og öllu liðinu,“ sagði Andrea Rán Hauksdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir að hafa tekið við verðlaunum sem efnilegasti leikmaður deildarinnar. „Ég átti kannski ekki von á þessu en ég vissi að þetta væri möguleiki eftir tímabilið.“ Andrea var í úrvalsliði seinni hluta tímabilsins en hún var hluti af frábæru liði Breiðabliks í sumar. Hún tók undir að það væri verðskuldað að leikmenn liðsins væru að sópa til sín verðlaunum á afhendingunni. „Stelpurnar hjálpuðu til og það var frábært að komast í úrvalsliðið, ætli við höfum ekki átt öll þessi verðlaun skilið.“Frá athöfninni í dag.Mynd/KSÍÞorsteinn: Erum verulega sátt með tímabilið „Þetta er verðskuldað að ég held, það er frábært að taka við þessu,“ sagði Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sáttur eftir verðlaunaafhendinguna í dag. Þorsteinn var valinn besti þjálfari ársins en leikmenn hans sópuðu að sér verðlaunum enda verðskuldaðir Íslandsmeistarar. „Það er alltaf gaman að fá verðlaun og þetta er sú uppskera sem við höfum sáð í. Það er varla hægt að fá fleiri verðlaun svo við förum héðan verulega sátt.“ Þrír varnarmenn og markvörður liðsins voru valdnir í úrvalslið seinni umferðarinnar en liðið fékk aðeins fjögur mörk á sig í vetur. „Við erum mjög ánægð og stolt af okkar spilamennsku í sumar og við getum ekkert annað. Við erum lítið farin að hugsa út í næsta ár en það eina höfum rætt um er hvernig við getum bætt liðið og leikmennina,“ sagði Þorsteinn sem sagði varnarlínuna geta gert enn betur. „Við getum fengið á okkur þrjú mörk,“ sagði Þorsteinn léttur að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fanndís best og Andrea efnilegust Breiðablik sópaði að sér verðlaunum þegar Pepsi-deild kvenna var gerð upp í húsakynnum Ölgerðarinnar í dag. 25. september 2015 12:30 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Fanndís best og Andrea efnilegust Breiðablik sópaði að sér verðlaunum þegar Pepsi-deild kvenna var gerð upp í húsakynnum Ölgerðarinnar í dag. 25. september 2015 12:30